Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 59

Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 59
fylgdi jafnan einn lífvörður en að þessu sinni er hann hvergi sjá^nlegur enda líklega ekki talin þörf á honum. Jagger geng- ur hröðum og ákveðnum skrefum þangað sem ég sit. Hann er klæddur Ijósgrænum mittisjakka, svörtum buxum, rúllukraga- bol og það glittir í grændoppótta sokka. Hann hefur límt hvíta sultukrukkumiðann á jakkann, rétt eins og allir aðrir. „Mick,“ segir hann um leið og hann heilsar með handabandi og fær sér sæti. „Mikið er hann mjór,“ hugsa ég um leið og ég tek í höndina á honum og kynni mig. Það kemur á óvart hversu unglegur hann er og vel á sig kominn líkamlega þegar haft er í huga að hann er ekki lengur neitt unglamb. Ég finn hvernig andrúmsloftið verður rafmagnað í návist hans og mér finnst ótrúlegt að hann sitji þarna á móti mér, frægasti rokkari heims. Eftir örstutta þögn brýtur hann ísinn með því að spyrja hvort Atlanta hafi ekki komið ánægjulega á óvart. Hann talar með mjög sterkum breskum hreim og það er greinilegt að margra ára sambúð með Texasmærinni Jerry Hall hefur ekki haft áhrif á málfar hans. Hann er sérlega alúðlegur og það er ekki að finna vott af hroka í fari hans þar sem hann situr með krosslagða fætur í gal- tómu anddyri þessarar miklu bygg- ingar. ið spjöllum og ég spyr vegna hann að taka að sér um myndina hann hvers hafi ákveðið þetta til- Vtekna hlutverk eftir að hafa gert nærri tveggja áratuga hlé á kvikmynda- leik. „Þetta bar allt mjög brátt að,“ svarar Jagger. Hann er afslappaður, ör- uggur og á auðvelt með að tjá sig. „Ég var staddur í London í janúar á þessu ári þegar mér var boðið þetta hlutverk.“ Þar í borg á Jagger hús þar sem hann dvelst gjarnan ásamt eiginkonu sinni og börnum tveim, Elísabetu og Jam- es. Reyndar á fjölskyldan jafnframt fjögur önnur hús, eitt í New York, annað í Frakklandi og búgarða í Tex- as og á eyjunni Mustique í Karíbahafi þar sem þau dvelja oft í jólafríum ásamt tveim eldri dætrum Jaggers, Jade (dóttur Biöncu) og Karis. „Ég fekk að lesa handritið og leist stax nokkuð vel á. Það kom hins vegar dálítið flatt upp á mig þegar í ljós kom að ætlunin var að hefja tökur á myndinni innan tveggja til þriggja vikna. Mér datt eiginlega ekki annað í hug þegar mér var boðið hlutverkið en að verið væri að ræða um verkefni fyrir næsta sumar. Það var annað- hvort að hrökkva eða stökkva. Reyndar held ég nú að ef ég hefði haft lengri tíma til að hugsa mig um hefði ef til vill aldrei orðið neitt úr þessu en ég er ánægður með hvernig fór því mér finnst hlutverkið spennandi.“ Hann talar heldur lágt og hægt, kann- ski vegna þess að ég er útlendingur, og gefur sér tíma til að velta spurningunum fyrir sér. „Það á tvímælalaust betur við mig að leika skúrk eins og Vacendak en hetju. Vacendak er verulega illur og rætinn náungi og hann sinnir starfi sínu, sem er að drepa fólk, af sérstakri eljusemi og áhuga. Ætli það hafi ekki einmitt verið illkvittnin í fari hans sem heillaði mig,“ seg- t a b agger situr við eldliús- borðið og les tímaritið Vanity Fair meðan Helga klippir hár hans. Öðru hverj les hann upphátt upp úr blað- inu eins og til að skemmta viðstöddum. ir Jagger og bætir síðan við og hlær, „og það að hann er ekki rokkstjarna. Ég sakna þess hins vegar að persóna mín stendur ekki í neinum ástarsamböndum. Ég fæ til dæmis aðeins að segja tvær setningar við Rene alla myndina þannig að ástalíf mitt á hvíta tjaldinu er heldur tómlegt," segir Jagger og glott- ir. „Það má ef til vill bæta úr því í framtíðinni,“ segir hann síð- an og ég get ekki stillt mig um að ímynda mér hvernig hann tæki sig út í ástarsenum í Free-Jack II. Kvennamál Jaggers hafa alla tíð vakið mikla athygli. Kon- urnar í lífi hans hafa allar verið áberandi og glæsilegar en þó mjög ólíkar. Chrissie Shrimpton var fyrsta kærastan sem hann birtist með opinberlega. Sagt er að þau hefðu gifst hefði Mick ekki skyndilega orðið frægur. Hún var há, grönn og dökkhærð en ósköp venjuleg stúlka. Síðan var það Marianne Faithfull, dóttir austurrískrar barónessu og bresks fræðimanns. Hún ól Jagger upp í menningarlegu tilliti, kenndi honum að meta fagrar listir, kynnti hann fyrir óperu og ballett, sagði honum hvaða bækur hann ætti að lesa og fyllti hús hans af glæsilegum fornmunum. A þessum tíma lék hún meðal annars í leikritum eftir Shake- speare og kveikti það áhuga Jaggers á leiklist. Það vakti mikla athygli þegar þau voru handtekin árið 1969 fyrir að hafa kannabisefni í fórum sínum. Marianne leiddist síðan út í heróin. I upphafi áttunda áratugarins kom Bianca Pérez Mora Macias frá Ník- aragúa til sögunnar. Hún var há- skólamenntuð og þótti sérlega glæsi- leg. Um samband þeirra var sagt að aðeins þann tíma sem Jagger var gift- ur henni hafi ímynd hans einkennst af glæsimennsku, eiginleika sem Jagger hefur ávallt metið mikils. Brúðkaup þeirra var haldið í St. Tropez í Suður- Frakklandi og var einn allsherjar rokksirkus. Bianca hneykslaðist á öllu tilstandinu og síðar sagði hún að brúðkaupsdagurinn hefði markað upp- hafið að endalokum hjónabandsins. Á eftir Biöncu kom Jerry Hall. Hún var komin á fremsta hlunn með að giftast Bryan Ferry, söngvara Roxy Music, þegar Jagger tók að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Um nokkurra vikna skeið flakkaði hún á milli þeirra meðan hún var að gera upp hug sinn. Jagger linnti hins vegar ekki látunum fyrr en honum hafði tekist að ræna henni frá Ferry og notaði til þess tækifærið þegar Roxy Music var í hljómleikaferðalagi um Austurlönd. Jerry sem er fimm- tán árum yngri en Jagger er ein af fimm dætrum flutningabílstjóra frá Texas. Árum saman hefur hún verið ein hæst launaða fyrirsæta heims og hefur nú hafið framleiðslu á eigin baðfatalínu. Hinn 21. nóvember á síðasta ári gengu þau í hjónaband. Jagger virðist hafa lært af mistökunum því í þetta sinn fór brúðkaupið fram við fámenni á eyjunni Bali. Dóttirin Elisabeth var blómastúlka og James kveikti á kertum. „Ég held að giftingin breyti í sjálfu sér engu,“ segir Jerry í nýlegu viðtali, „en ég er glöð yfir því að við drifum í þessu.“ Það er ekki nema von að hún sé ánægð því hún hefur beðið eftir gift- ingu í 13 ár og bæði börn þeirra fæddust utan hjónabands sem þykir hneyksli í Suðurríkjunum þar sem Jerry er alin upp. U HEIMSMYND 59 HEIMSM914-14og16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.