Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 103
The WorldPaper
SÖVÉT SAMVELDI EÐA STÖK RÍKI
Austurpólitík Póllands:
Að vera allra vin
Ríkisstjórn Samstöðu leitar nýrrar vináttu í gömlu hatri
EFTIR DAVID WARZAWSKI
í Varsjá, Póllandi
PÓLLAND ER í óvenjulegri land-
pólitískri aðstöðu. Það skiptir um ná-
granna án þess að breytingar séu gerð-
ar á landamærum.
Raunar er það samkvæmt fornri
hefð að spurningin „Hverjir eiga landa-
mæri að Póllandi í Austri?“ sé hlaðin
pólitísku sprengiefni. Hið augljósa
svar: Sovétsamveldið, er ekki lengur
svo augljóst, og annað svar sýnist verða
líklegra með hverjum deginum - Lithá-
en, Hvíta-Rússland og Ukraína.
Samfara því að Sovétveldið virðist
að hruni komið eru Pólverjar byrjaðir
að endurskoða Ostpolitik sína - eða
öllu heldur að byggja hana upp úr
engu. Á níunda áratugnum efndi Sam-
staða til náinna tengsla við hreyfingar
brottfluttra þjóðernissinna frá grann-
löndunum innan Sovétríkjanna í nafni
sameiginlegrar baráttu við sameiginleg-
an óvin. Strax árið 1981 skoraði þing
Samstöðu á verkamenn í Austurblökk-
inni að fylgja hinu pólska fordæmi.
En þjóðirnar í þessum heimshluta
áttu sér ekki aðeins sameiginlegan
óvin, heldur einnig sameiginlega sögu
David Wariawski er stjórnmálaskýrandi sem fjall-
ar um alþjóðamál í pólska dagblaðinu Rzecpospol-
ita.
markaða gagnkvæmum fjandskap. Stór
hluti þess, sem nú telst vera Litháen,
Hvíta-Rússland og Úkraína, hafði ver-
ið hluti Póllands allar götur til ársins
1939, þegar Sovétar marseruðu inn
undir gunnfána Ribbentrop-Mólótoffs-
samningsins.
Smátt og smátt hefur hin nýja ríkis-
stjórn Samstöðu þróað tvístiga Ostpoli-
tik: viðhald vinsamlegra tengsla við
Moskvu samhliða því að efla sambönd
við einstök sovétlýðveldi handan
landamæranna. Þegar þvingunin færð-
ist í aukana í Eystrasaltslöndunum lýsti
forsetaframbjóðandinn Lech Walesa
yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Lit-
háa. Að kjöri loknu sneri Walesa hins
vegar við blaðinu og lýsti því yfir, þvert
ofan í sterkar samúðartilfinningar Pól-
verja með Litháum, að þjóðarhags-
munum Pólverja yrði að skipa ofar,
einnig í þessu tilliti.
En þetta snerist ekki einungis um
áhyggjur vegna hugsanlegra fjandsam-
legra viðbragða Sovétstjórnarinnar.
Litháískir þjóðernissinnar óttast líka
hugsanlega yfirdrottnun Pólverja yfir
sinni litlu þjóð (Litháen hafði verið
hluti Póllands mestalla sína sögu), jafn-
framt því sem Pólveijar í Litháen risu
gjarnan öndverðir gegn sjálfstæði
landsins af ótta við að þá mundu spjót-
in beinast gegn þeim. Enn er ástandið
mjög viðkvæmt.
I október síðastliðnum fór pólski ut-
anríkisráðherrann, Krycztof Skub-
iszewski í heimsókn til höfuðborga
Rússiands, Hvíta-Rússlands og Úkra-
ínu. Vináttusáttmálar voru undirritaðir
við rússneska og úkraínska lýðveldið,
en Hvíta-Rússland gekk úr skaftinu.
Gamla kommúnistaíhaldið, sem enn
er við völd í Minsk, beinir ekki geiri
sínum að Moskvu heldur Varsjá og
mótmælir hástöfum meintum misgerð-
um gagnvart hvít-rússneska minnihlut-
anum í Austur-Póllandi.
Samskiptin við Úkraínu hafa hins
vegar borið undraverðan árangur.
Samningurinn, sem Skubiszewski und-
irritaði í Kiev opnar möguleika á veru-
legri samvinnu á lægri stjórnstigum,
þvert ofan í þær svartsýnu spár sem
fréttaskýrendur höfðu haft uppi fyrir
heimsóknina. Þótt andúð á Úkraínu sé
öflug í Póllandi og gagnkvæmt, töldu
báðar þjóðimar sig búa yfir nægum
styrk til þess að þurfa ekki að óttast
íhlutun hinnar í sín mál.
Pólska stjórnin virðist hafa veðjað á
að núverandi kreppa í Sovétríkjunum
muni leysast með hægri þróun. Þótt
Pólland hafi einlæga samúð með vænt-
ingum þeirra lýðvelda, sem telja sig
þjást undir sovétdrottnun, fer það sér
hægt í stuðningi við baráttu þeirra gegn
Moskvu og gerir stóran greinarmun á
kröfum Eystrasaltsríkjanna og annarra
lýðvelda.
En Pólland á efnahagslegra hags-
muna að gæta varðandi stöðugleika
Sovétríkjanna, sem frá fornu fari hafa
tekið við þeim pólsku vörum, sem ekki
eru samkeppnishæfar á vestrænum
markaði. Upphlaup í Austri mundi ör-
ugglega skaða Sovétmarkaðina og hafa
skaðvænleg áhrif á hið kreppuþjáða,
pólska hagkerfi. Pólverjar hafa einnig
þungar áhyggjur af straumi flótta-
manna og innflytjenda sem fylgja
mundi í kjölfar slíkra atburða.
Hins vegar hefur Pólland alvarlegan
áhuga á hjöðnun hins geigvænlega
valds, sem saman er komið í sovéska
ríkisvaldinu.
Eins og er býr Pólland sig undir hvað
sem er. Pólski herinn hefur verið færð-
ur austar. Opinberar sendinefndir
sækja Vilnius heim og formleg tengsl
eru undirbúin, jafnskjótt og staða Lit-
háens hefur hlotið alþjóðlega viður-
kenningu. Loks hefur verið litið á til-
kynninguna um opinbera heimsókn
Lechs Walesa til Moskvu sem stuðn-
ingsyfirlýsingu við Gorbatsjoff. Þó að
sovétleiðtoginn eigi ekki upp á pall-
borðið í Varsjá óttast menn þó enn
meir þá ringulreið sem virðist blasa við
ef hann missir tök á stjórnartaumun-
um.*
HEIMSMYND 103