Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 26

Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 26
fræði í Stokkhólmi, varð leikstjóri og leikhússtjóri. Hún hóf feril sinn sem leikkona og blaðakona en varð leikritaskáld og leikstjóri. Hún er dóttir þekkts lögfræðings og bóhems, ein sex systkina. „Foreldrar mínir voru bæði mjög bókhneigð og fjölskyldan öll lífleg.“ Faðir hans starfaði hjá áfengisverslun- inni og hann er elstur þriggja bræðra. „Það eru engir lista- menn í minni fjölskyldu.“ Þau eru bæði fædd á lýðveldisárinu, hann 18. júní eins og nokkrir þekktir leikarar (Kristbjörg Kjeld, Tinna Gunnlaugsdóttir og Viðar Eggertsson), hún á Mikjálsmessu, 29. september eins og Bólu-Hjálmar og Júlía í Rómeó og Júlíu. Þetta hafa þau á hreinu þar sem þau hreiðra um sig í stofu á efri hæð heimilis síns sem er raðhús við Frostaskjól. Þau eru bæði í gallabuxum. Hún í silkiskyrtu með klút um hárið og situr við hlaðið borð af smáréttum. Hún seg- ir hann hafa matarást á sér. Á vegg hangir mynd af Appólóníu sem systir hennar málaði. Dóttir þeirra á unglingsaldri birtist í sjónhendingu stífmáluð. Hún hefur þegar lagt leiklistina fyrir sig, var í hlutverki í sjónvarpsmynd Ágústs Guðmundssonar, Litbrigði jarðar, eftir Olaf Jóhann Sigurðsson. Maður getur vart varist þeirri tilhugsun að hún sé að passa hann. Hún bandar frá sér með hendinni þegar uppsagnirnar ber á góma og er augljóslega viðkvæm fyrir. Hann er lokaðri, byrgir inni í sér. Fyrir tveimur árum veiktist hann af ristil- bólgu, tók upp breytt mataræði og hóf að stunda innhverfa íhugun. Hann hugleiðir tvisvar á dag, kvölds og morgna. Hún talar í símann, er vinmörg og vinsæl. Það er augljóst að hún binst samstarfsfólki sínu tilfinningaböndum og ber á sér skart sem eru gjafir frá leikurum sem hún hefur leikstýrt. Stolt sýnir hún fingurgull frá „Maju“ Sigurðardóttur alias Appólóníu og „Siggu“ Hagalín, sem lék í Bernhörðu Alba undir hennar stjórn á Akureyri og eyrnalokk frá „Röggu“ Gísladóttur, nýj- ustu stjörnunni hennar, sem syngur eitt aðalhlutverkið í söng- leiknum Kysstu mig Kata hjá Leikfélagi Akureyrar. Ragga hefur komið á óvart, segir hún. „Hún er fædd leikkona." Sjálf hefur Þórunn komið á óvart og er komin langan veg frá Yvonne Búrgundarprinsessu, hlutverki sem hún hún lék 1968. Leikrit hennar Haustbrúður fékk góða dóma þótt sýningar stæðu skemur yfir en ætlað var. „Það átti hreinlega ekki að sýna það lengur,“ segir hún með tilvísun í ýmis einkennileg atvik sem áttu sér stað á meðan hún skrifaði leikritið og eftir að það var tekið til sýninga. „Þú hefur ekki sagt henni að ég væri göldrótt," segir hún við Stefán. „Tóta er forspá. Hún getur sagt fyrir um það hvernig sýningar muni ganga,“ segir Stefán. „Ég get sent leikara texta með hugs- anaflutningi ef hann hefur gleymt honum,“ segir hún. „í leik- húsi gerast stundum yfirnáttúrulegir hlutir,“ segir hann. „Það er mikið af dulrænu fólki í minni ætt og ég skynja vel hvernig öðru fólki líður. Þegar Stebbi stóð í þessum uppsögnum var ég fyrir norðan og hugsanir þessa fólks fóru bókstaflega í skrokk- inn á mér.“ Hún sækir í dulúð og spennu eins og leikrit hennar Haust- brúður ber með sér. Áður hafði hún skrifað tvö leikrit en leik- ritið um Appólóníu markaði tímamót á ferli hennar. „Það má segja að með því verki hafi ég verið tekin í hóp leikskálda. Ég leitast við að þroska samband mitt við fólk sem er handan þess skiljanlega og ég skynja sterkt ef þeir sem ég þekki vel eiga í erfiðleikum. Og ég veit að ég get haft áhrif til góðs eða ills. Það er óhugnanlegt en auðvitað reyni ég að halda mig við jákvæðu straumana. Þó dregst ég alltaf að því dularfulla, ást- inni, dauðanum, vináttunni og völdunum.“ Leikritið Haustbrúður var sýnt vorið 1989. Það var faðir hennar sem kom henni á sporið með Appólóníu Schwartzkopf - hina frægu afturgöngu á Bessastöðum. „Faðir minn hafði pælt í Appólóníu árum saman og um leið og ég hóf undirbúninginn að verkinu dó hann. Lát hans var erfið reynsla en þetta skeið sem ég var að skrifa leikritið var dýrmætt. í raun var ég zað vinna mig út úr sorginni vegna dauða hans. Sorgin opnar tilfinningalífið. Saga Appólóníu, sem var uppi snemma á 18. öld, er mjög dramatísk. Þessi kona skildi eftir sig mikla sorg. Ég held að hin þungu örlög Appólóníu hvfli eins og mara yfir Bessastöð- um. Kannski eru það hugsanirnar sem hún skildi eftir sem fólk upplifir sem draugagang. Hún er grafin undir kirkjunni á Bessastöðum og þangað fór ég í upphafi, daginn áður en pabbi dó. Eftir það fannst mér ég í lausu lofti með þetta hug- arfóstur mitt. Sumarið 1988 fór ég til Kaupmannahafnar. Þar lá ég yfir tvö hundruð ára gömlum skjölum og hlustaði á Leonard Cohen þess á milli. Þann tíma sem ég var að skrifa leikritið upplifði ég návist Appólóníu. Ég fann stíft fyrir henni og ýmis einkennileg atvik áttu sér stað. Svo óhugnanleg sum að ég þori ekki einu sinni að tala um þau.“ Hún situr undir málverkinu af hinni svartklæddu aft- urgöngu þegar hún ræðir tilurð verksins en sterkir geislar vorsólarinnar draga úr dulúðinni sem samt skín í gegn. Hún viðurkennir að hún hafi verið „skíthrædd“ allan tímann sem hún vann að leik- ritinu. „Það voru alls staðar ljón á veginum og ýmis óhöpp sem dundu yfir fyrir og eftir sýningar. Upp- haflega stóð til að hefja sýningar að nýju haustið 1989 en það fórst fyrir og átti örugglega að vera þannig. Löngu eftir að sýningum var hætt fór ég að heimsækja Stefán til Stavanger þar sem hann var að leikstýra. Þaðan ákvað ég að taka bát til Bergen þar sem Appólónía var fædd og reyndar Níels Fuhrman líka. Ég hafði aðeins einn dag en ákvað að eyða honum á skjala- safni og athuga hvort ég yrði einhvers vísari um hana. En þau voru hvorugt á skrá. Þá rakst ég á gamlan mann sem gróf upp einhverjar upplýsingar um fjölskyldu með ættarnafninu Schwartzkopf og þar var Appólónía mín skráð sem prestsfrú, grafin á Hömrum, skammt frá Bergen. Þessi Appólónía var fædd um líkt leyti og sú er var á Bessastöðum. Annaðhvort er þetta eitthvert fals eða ef til vill voru þetta systur og alnöfnur. Skrýtin tilviljun var það samt að María Sigurðardóttir sem lék Appólóníu bjó um þetta leyti á Hömrum í Þingeyjarsýslu. Ég veit ekkert meira en sagt er en lík Appólóníu átti ekki að hafa verið flutt frá Islandi. Og það er enginn sem ber þetta ættar- nafn lengur í Bergen. Annað einkennilegt atvik sem tengist þessu verki var heimsókn mín í Bessastaðakirkju með indí- ánum, sem hér voru staddir. Við vorum hætt að sýna leikritið þá en ég fór og sýndi þeim kirkjuna snemma morguns. Kirkj- an var læst og enginn hafði farið inn á undan okkur. Þegar við komum inn var kveikt á kertunum í kertastjökunum á altarinu sem Hólmmæðgur gáfu. Einn indíáninn strauk kertið. Það var ískalt og því augljóst að ekki hafði logað á því lengi.“ I upphafi hafði hún bók Guðmundar Daníelssonar um Appólóníu til að styðjast við. „Bókin er ítarleg en ég fór samt til Kaupmannahafnar til að komast í dómsskjölin. Appólónía stefndi Níels Fuhrman amtmanni fyrir heitrof og hann var dæmdur til að giftast henni. Leikritið mitt gekk út á að rekja óhamingju þessara tveggja sterku persónuleika. Níels sveik Appólóníu og tók saman við dóttur ráðskonu sinnar sem var dönsk. Þegar Appólónía kom til íslands hófst mikil valdabar- átta á milli þessara kvenna. Eldri frú Hólm sem hét Katarína var ekki góð manneskja og margt bendir til þess að hún hafi eitrað fyrir Appólóníu. Ég bað Þorkel Jóhannesson prófessor að skoða lýsingar á dauða hennar og hann t-aldi að um blýeitr- un hafi verið að ræða. Hann varð reyndar svo spenntur að hann vildi helst að líkið yrði grafið upp. En ég hef engan áhuga á að sanna eitt eða neitt í þessu sambandi. Mér fannst samt allan tímann að Appólónía vildi stjórna mér. Það sem vakti helst áhuga minn var hvers vegna konan vildi dæma manninn til að giftast sér. Hann var neyddur til að greiða henni helminginn af launum sínum og hún elti hann alla leið upp á þetta eyðisker. Þetta er makalaus saga. Guðmundur Daníelsson dró upp mynd af henni sem femme fatale og er það táknrænt karlmannssjónarmið. Á mig virkaði hún heillandi og framhald á bls. 95 26 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.