Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 90

Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 90
um. Að kenna guðfræði á kínversku út- heimtir talsverða vinnu, en auk þess vinn ég með samverkamönnum af ýmsum þjóðum að bókaútgáfu, einnig á kín- versku. Við höfum lagt allmikla áherzlu á þetta starf með því að valdhafar hins nýja lýðveldis hafa hreinsað til og brennt allmikið af kristilegum bókum, og gera nú kristilega bókaútgáfu og bóksölu ná- lega ókleifa. En að sama skapi eykst þorstinn eftir Guðs orði hérna utan járn- tjaldsins. — Allt sem kristniboðið átti eftir af bókum inni í landinu, er nú tap- að, og þess vegna endurprentum við sem mest má verða meðan dagur er og semj- um nýjar bækur. Þriðja aðalverkefni mitt þetta ár var að hafa samband við þá kristniboða, sem NMS átti á svæðum Rauðliða, skrifa bréf, senda þeim fé og aðstoða þá að öðru leyti sem bezt mátti verða. Var þetta öllu erfiðara. — Um meira en helming ársins var ég eini full- trúinn, sem NMS átti í Hong Kong, og lenti því mikil vinna á mér af þeim sök- um. Nú er ég ánægður vel, með því að samverkamennirnir eru hingað komnir eins og heimtir úr Helju. — Ymsir góð- kunnir kristniboðar annarra kirkna sitja enn í fangelsum eða eru fangar í sínum eigin húsum inni í landinu.“ Prestaskólinn sem hér um ræddi var í raun sami skólinn og Jóhann hafði áður kennt við í Chungking. Ein af þeim ráðstöfunum sem fjölmörg kristniboðsfé- lög höfðu gert, er ljóst varð að valdataka kommúnista í Kína yrði ekki umflúin, var að bjarga einstaka veigamiklum stofnunum kristinnar kirkju með því að flytja þær til Hong Kong. Þessi aðferð hafði verið notuð við Lútherska presta- skólann, sem Bandaríkjamenn, Norð- menn, Svíar og Finnar stóðu að. Jóhann gegndi rektorsstörfum við skólann um skeið í afleysingum og út- skrifaði sextán guðfræðinga frá skólan- um vorið 1952. Honum bauðst svo að taka við starfi rektors en afþakkaði vegna þess að hann taldi bókmennta- starfið miklu nauðsynlegra. Alltof fáir kristniboðar sinni því og svo vanti kristna menn nauðsynlega bækur til að geta hjálpað þeim mönnum sem vilji verða kristnir eða hafi nýlega tekið við trúnni. En Jóhann var svo sannarlega ekki eingöngu við bókmenntastörf, eins og kemur fram í einu bréfa hans frá þessu síðasta ári hans í Hong Kong: „Biblíunámskeið hefst eftir tvo daga í húsum sem ég hef verið að gera við. Þetta hefir rekið á eftir mér, svo ég hef orðið að vinna eins og jálkur. — Hef verið verkamaður, notað sement, sand, hefil og önnur trésmíðaverkfæri, auk þess málað, keypt byggingarefni og litið eftir starfi þeirra, sem ég réði til að hjálpa mér. A að prédika á sunnudaginn í sambandi við Biblíunámskeiðið kín- verska.“ Starfi hans meðal Kínverja lauk þetta haust. Hann lagði af stað frá Hong Kong með skipi 21. nóvember 1952 og kom til Reykjavíkur 19. janúar 1953. Kristni- boðsvinir buðu hann velkominn á sam- komu í húsi KFUM og K 25. sama mán- aðar, og var það fjölmennasta samkoma sem þar hafði verið haldin um árabil. Eftir að heim var komið var Jóhann ráðinn þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og þar bjó fjölskyldan á árunum 1953 til 1959 er Jóhann varð prófessor við guðfræði- deild Háskóla íslands en því starfi gegndi hann til dauðadags 1976. Astrid sat ekki auðum höndum frekar en áður og starf- aði hún sem forstöðukona á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna þar til hún komst á ellilífeyrisaldur. Minningarnar frá Kína hafa ætíð fylgt henni, og eftir að landið var á ný opnað útlendingum kom í ljós að þrátt fyrir að kommúnistar hefðu lokað skól- um, sjúkrahúsum og kirkjum kristniboð- anna og oft breytt þeim í geymslur eða sláturhús og margir hinna kristnu Kín- verja mátt þola pyntingar þá lifði hin kristna trú af þessar þrengingar í Kína, og nú eru milljónir manna þar í landi 17 GÓÐIR PUNKE4R - UMHVERFIS ÍSLAND Punktarnir á kortinu sýna staðsetningu Edduhótelanna umhverfis ísland. Þau eru 17 talsins og öll í fögru og kyrrlátu umhverfi. Gisting á Edduhótelunum auðveldar ferðamönnum að kynnast sveitum landsins og upplifa töfra íslenskrar náttúru. Edduhótelin hafa tekið á móti ferðamönnum í þrjá áratugi. I krafti víðtækrar reynslu bjóða þau þægilega gistingu, notalegt andrúmsloft, Ijúffengan mat úr bestu hráefnum sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða að ógleymdu hlýju viðmóti í anda íslenskrar gestrisni. FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS Skógarhlíó 18 • 101 Reykjavík • Sími 91-25855 Telex 2049 • Bréfasími 91-625895 90 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.