Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 92

Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 92
sem játa kristna trú. Sjálf átti Astrid eftir að kynnast því á áþreifanlegan hátt að starf þeirra hafði borið ávöxt. „Við Jóhann vorum búin að ákveða að fara til Kína þegar við værum komin á ellilífeyrisaldur. Þegar Jóhann var dáinn hugsaði ég, að hann hefði óskað þess að ég gæti farið,“ segir Astrid. Lét hún verða af því að fara til Hong Kong árið 1978 og bauð systur sinni með sér. Varð þessi ferð henni til mikillar ánægju. Hún heimsótti skólann þar sem Jóhann hafði kennt. Andrés Hisiao, rektor skólans (Lutheran Theological Seminary), hafði verið nemandi Jóhanns og kona hans hafði verið í unglingaskóla hjá þeim. „Það var sunnudagur og ég fór á sam- komu í skólanum. Andrés Hisiao var stiginn í stólinn þegar ég kom inn í sal- inn, en varð litið á mig þar sem ég hafði fengið mér sæti á bekk. Og allt í einu er hann kominn fram á gólfið og segir: ’Þetta er þó ekki frú Hannesson?’ Urðu þar miklir fagnaðarfundir.“ Varð þessi ferð henni til mikillar ánægju. „Þau Andrés og kona hans eru bæði dæmi um þann undursamlega árangur sem orðið hefur af sáningarstarfi kristniboðsins í Kína þrátt fyrir erfiðar aðstæður,“ segir Astrid. Og það er greinilegt að Kína hefur enn aðdráttarafl fyrir fjölskylduna því nú er Gunnhildur dóttir þeirra hjóna komin þangað. Hún var tíu ára gömul er þau fluttust heim frá Hong Kong árið 1952. Maður hennar er Sigurvin Ólafsson og vinnur hann nú við olíuboranir við strönd Kína. Hafa þau í hyggja að heim- sækja æskuslóðir Gunnhildar í Hong Kong og í Húnan-fylki.D Briemsætt. . . framhald af bls. 81 mestur umsvifamaður í íslensku þjóðlífi, beitti sér fyrir stórfelldum skútukaupum til landsins, stofnaði ótal mörg félög, reisti brýr og lagði vegi. Hann var þing- maður árum saman og sat einnig í bæjar- stjórn Reykjavíkur. Hann var grafinn í Alþingishússgarðinum, mynd hans prýð- ir peningaseðla og ævisaga hans hefur verið skrifuð í mörgum bindum. Kona hans var Kristín Halldóra Þorsteinsdóttir en þeim varð ekki barna auðið. 2. Kristjana Gunnarsdóttir (1836- 1927), gift Pétri Havsteen, amtmanni á Möðruvöllum (sjá Hafsteinsætt, HEIMSMYND 7. tbl. 1989). Þeirra og hinna fjölmörgu afkomenda þeirra verð- ur ekki getið nánar hér en frægasti sonur Kristjönu var Hannes Hafstein (1861- 1922), ráðherra íslands og skáld, en hann naut ekki síst valda Tryggva Gunn- arssonar, móðurbróður síns. Meðal þekktra núlifandi afkomenda Kristjönu eru Anna Kristrún Jónsdóttir (f. 1952) borgarfulltrúi, Hallgrímur Thorsteinsson (f. 1955) fréttamaður, Kristjana Milla Thorsteinsson (f. 1926) viðskiptafræðing- ur, Geir Sveinsson (f. 1964) handbolta- kappi, Pétur Hafstein (f. 1949), sýslumað- ur á ísafirði, Ásgeir Hannes Eiríksson (f. 1947), fyrrverandi alþingismaður, sr. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir (f. 1953), prestur á Raufarhöfn, Hannes Hafstein (f. 1938), sendiherra og aðalsamn- ingamaður íslands í viðræðum EFTA og Evrópubandalagsins í Genf, Júlíus Haf- stein (f. 1947) borgarfulltrúi, Hannes Hafstein (f. 1925), forstjóri Slysavarnafé- lagsins, Stefán Jón Hafstein (f. 1955), forstöðumaður Rásar 2 í Ríkisútvarpinu, Pjetur Hafstein Lárusson (f. 1952) rithöf- undur, Davíð Sch. Thorsteinsson (f. 1930), forstjóri Sólar hf., og Gunnar Hansson (f. 1944), forstjóri IBM. YNGSTA BARNIÐ FRÁ GRUND Séra Jóhann Kristján Briem (1818- 1894), prófastur í Hruna, var yngsta barn Gunnlaugs og Valgerðar Briem á Grund sem upp komst. Jóhann byrjaði guðfræð- inám í Kaupmannahöfn en varð að hverfa frá því vegna féleysis. Fékk hann veitingu fyrir Hruna fljótlega eftir að hann kom heim og þjónaði honum síðan. Séra Jóhann tók allmikinn þátt í þjóð- málum og var frjálslyndur eins og bræð- ur hans yfirleitt. Kona hans var Sigríður Stefánsdóttir og meðal barna þeirra voru Steindór Briem (1849-1904), prestur í Hruna, Jóhann Kristján Briem (1882- 1959), prestur á Melstað í Miðfirði, og ÓlöfBriem (1851-1902), kona séra Valdi- mars Briem, vígslubiskups og sálma- skálds, frænda síns (sjá hér á undan). Laundóttir séra Jóhanns var: 1. Kristín Briem (1837-1884), kona Pét- urs Bjarnasonar, útgerðarmanns og hreppstjóra í Hákoti í Njarðvík. Meðal barna þeirra: a. Bjarni Pétursson (1873-1923) kenn- ari, söngstjóri og verkstjóri í Reykjavík (ein dóttir hans var Ólína Bjarnadóttir (1904-1981), móðir Werners Ivans Ras- musson (f. 1931), apótekara í Ingólfsa- póteki og ráðamanns í Pharmaco og fleiri fyrirtækjum. (Greinin er að mestu leyti unnin upp úr Briemsœtt /-//, Rvík 1990.) P.s. Þar sem hér er fjallað um Briemsætt er rétt að koma að leiðréttingu við Haf- steinsætt þó að langt sé um liðið síðan hún birtist (7. tbl. 1989). Þar láðist að geta Guðbjargar Elínar Þórarinsdóttur, eiginkonu Þorsteins Thorsteinssonar verkfræðings, dóttursonar Hannesar Hafstein. Börn þeirra eru Dóra (f. 1965), Geir (f. 1967) og Sigurður Jóhann (f. 1973). □ Mickjagger. . . framhald af bls. 63 Ég er orðin nokkuð afslöppuð í návist Jaggers og eiginlega búin að gleyma því hversu frægur hann er. Hann er fullur áhuga þegar hann talar um framtíðar- áform sín og það leynir sér ekki að leik- listin á meira í honum en hann vill segja berum orðum. Það er auðvelt að halda uppi samræðum við hann, hann hefur hlýlegt viðmót og það einkennilega er að hann vekur þægilega öryggistilfinningu hjá þeim sem eru nálægt honum. Hann virðist þrátt fyrir alla frægðina bera virð- ingu fyrir fólki. Það gefur auga leið að sú staðreynd að Mick Jagger fer með eitt aðalhlutverk- anna í myndinni dregur athygli fjölmiðla að henni og mun ef að líkum lætur skila sér í mikilli aðsókn. „Þetta er ein hlið á kvikmyndaiðnaðinum. Framleiðendur treysta á að fræg nöfn dragi áhorfendur að. Ég er ekki í aðstöðu til að gagnrýna þetta því einmitt þessi staðreynd gerir mér mögulegt að komast inn í kvik- myndaiðnaðinn. Fólk þekkir mig og það gefur mér möguleika,“ segir Jagger og yppir öxlum hálf afsakandi. Hvernig heldur þú að áhorfendur bregðist við þér? Heldur þú ekki að þeg- ar þeir sjá þig á breiðtjaldinu sjái þeir aðeins rokkstjörnuna Mick Jagger en ekki persónuna Vacendak? „Ég veit það ekki. Hvað gerir fólk þegar það sér and- lit sem það þekkir, til dæmis andlit frægs leikara? Það hefur ef til vill séð síðustu mynd hans þar sem hann var í allt öðru hlutverki. Það hefur lesið í einhverju blaðinu að nú eigi hann í ástarsambandi við hina og þessa leikkonuna og hefur séð hann í sjónvarpi. Auðvitað gera áhorfendur sér grein fyrir því að við er- um fólkið á bak við persónuna og það veit að maður er aðeins að leika hlut- verk. Ef hins vegar myndin og leikurinn er góður þá gleymist það fljótt þegar far- ið er að horfa á hana. Ég er sannfærður um að almenningur verður mjög dómharður í minn garð. Ég efast heldur ekkert um að gagnrýnendur munu nánast rífa mig í sig. En sem betur fer skiptir það ekki öllu máli í kvikmynd- um. Gagnrýni getur kæft leikhússupp- setningu í fæðingu því þar skiptir sú gagnrýni sem verkið fær öllu. En þetta á ekki við um kvikmyndir. Reyndar er ég búinn að gleyma hvernig samskipti mín við gagnrýnendur voru þegar ég lék í fyrri tveim myndum mínum, það er orð- ið svo langt síðan,“ segir Jagger og hlær. - Ertu ekkert hræddur um að slæmir dómar gagnrýnenda muni skaða tónlist- arferil þinn? „Sum gagnrýni getur verið mjög lærdómsrík. Góðir gagnrýnendur fella ekki aðeins dóma heldur tiltaka hvað þeim fannst gott og hvað ekki. Ábendingar frá fólki sem maður virðir 92 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.