Heimsmynd - 01.06.1991, Side 12

Heimsmynd - 01.06.1991, Side 12
STJÚRNMÁL/ Herdís Þorgeirsdóttir HVER FER í HÁSÆTIÐ? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson - reyndi maðurinn DVERGARNIR EIGA LEIKINN Sá einn er góður skipstjóri sem hefur vit á því að þjálfa upp góðan stýrimann. Val nýs borgarstjóra í Reykjavík bendir til þess að Davíð Oddsson borgarstjóri, nú formaður Sjálfstæðisflokks og forsætis- ráðherra íslands, hafi verið allt í senn skipstjóri, stýrimaður og bátsmaður. Hann hefur nú sama sem yfirgefið skút- una og eftir standa hásetarnir hálf ráð- villtir og bendir ýmislegt til uppreisnar um borð. A undanförnum árum hefur oft verið talað um Davíð og dvergana sjö (að vísu eru borgarfulltrúarnir níu auk Davíðs). Þarna er engin Mjallhvít sem bíður þess að prinsinn veki hana úr dái. Og þarna er ekki hægt að bregða spegli á loft sem svarar afdráttarlaust hver sé fríðastur í hópnum. Tæplega hundrað þúsund Reykvíking- ar bíða þess nú hver verði í forsvari fyrir þá næstu þrjú árin - og það skiptir þá máli. Það voru tugir þúsunda sem veittu Davíð Oddssyni umboð til þess vorið 1990. Aldrei hafði annar eins sigur unnist í kosningum um borgina og þá. Sú staða sem er komin upp núna á sér heldur ekki hliðstæðu allt frá því að Jón Þorláksson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokks, varð borgarstjóri 1933. Þessi dansk- menntaði verkfræðingur, eins og forveri hans Knud Ziemsen, flutti með sér and- blæ og formfestu danskrar embættis- mannahefðar þegar hann tók við borg- inni. Við af honum tók Pétur Halldórs- son og stjórnaði hann borginni til ársins 1940. Bjarni Benediktsson lagaprófessor var Katrín Fjeldsted - menntakonan borgarstjóri á árunum 1940 til 1947. Þá tók við af honum dr. Gunnar Thorodd- sen. Gengu þessi skipti mjúklega fyrir sig eins og ekkert væri sjálfsagðara enda hæfileikamenn á ferð. Geir Hallgrímsson sem einnig var löglærður og hafði stund- að nám við Harvardháskóla þótti sjálf- sagður krónprins í embætti borgarstjóra þegar Gunnar Thoroddsen tók sæti í Viðreisnarstjórninni 1959. Auður Auð- uns sat við hlið Geirs sem borgarstjóri í tæpt ár en hann gegndi stöðunni til árs- ins 1972 við fádæma vinsældir. Þessir þrír borgarstjórar, Bjarni, Gunnar og Geir, mörkuðu allir djúp spor í stjórnmálasögu íslenska lýðveldisins. Áður en Geir fór út í landsmálapóli- tíkina hafði hann þjálfað Birgi Isleif Gunnarsson, ungan lögfræðing með geð- þekkt yfirbragð og listræna hæfileika, til að taka við af sér. Birgir Isleifur varð síðar að líða fyrir það að tapa borginni í hendur vinstrimanna í kosningunum 1978. Næstu árin var Egill Skúli Ingi- bergsson skipaður borgarstjóri og þegar Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti meiri- hluta sinn 1982 varð Davíð Oddsson borgarstjóri. Hann var þá 34 ára gamall og ólíkur forverum sínum um margt þó hann væri lögfræðimenntaður eins og þeir. Þessi ungi borgarstjóri kom úr öðru umhverfi, fæddur á Selfossi og alinn upp hjá einstæðri móður. Hann hafði verið oddviti borgarstjórnarflokksins í stjórn- arandstöðu, leiddi flokkinn til sigurs og „tók við embættinu með stæl“ eins og núverandi borgarfulltrúi orðar það. Dav- íð tók djarfar ákvarðanir og fylgdi þeim eftir af slíkri hörku að forvera hans hefði ekki dreymt um slíkt. Svo mikil var eljan að hann gleymdi því að þegar hann einn Árni Sigfússon - ungi maðurinn góðan veðurdag léti af skipstjórninni og tæki við útgerðinni yrði hann að hafa kláran arftaka í brúnni til að tryggja vel- gengni útgerðarinnar, í þessu tilfelli Sjálfstæðisflokksins, um ókomna tíð. Davíð hefur verið uppnefndur kon- ungur og sumpart minnir hann á Lúðvík XIV. Líkt og sólkonungurinn forðum hefur Davíð ríkt í Reykjavík á glæstasta tímabili í sögu borgarinnar. Lúðvík XIV. þráði frægð ofar lífinu sjálfu og dýrðar- ljóma umfram allar ástríður. Hann los- aði sig við alla ráðherra og var gersam- lega einráður. í 54 ár vann hann átta tíma á dag og fylgdist grannt með mál- um, hvort sem þau snerust um hirðsiði, hernað, vegalagnir eða guðfræðilegar deilur. Að vísu er ofurvald Davíðs í borgar- stjórnarflokknum eitthvað orðum aukið. „Við létum markvisst fara lítið fyrir okk- ur og okkar verkum svo Davíð fengi not- ið sín,“ segir einn þeirra fulltrúa sem nú er líklegur arftaki hans. „En því fer fjarri að hann hafi verið með puttana í öllum okkar málum.“ Nú þegar Davíð Odds- son er að skilja við embætti sitt sem borgarstjóri eru margir og ugglaust fleiri en nokkru sinni áður sem renna hýru auga til hásætisins. Reykjavíkurborg er stærsta og glæsilegasta „fyrirtæki“ lands- ins. Nýi borgarstjórinn sest inn á skrif- stofu í höllinni við Tjörnina, með einka- bílstjóra og limósínu fyrir utan. Olíkt öðrum stjórnarherrum þessa lands er embætti borgarstjóra ekki þrautaganga á milli slæmra valkosta. Borgin er ríkt fyr- irtæki með aragrúa af vel þjálfuðum embættismönnum sem lúta leiðsögn borgarstjórans. Afgerandi meirihluti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn gerir það 12 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.