Heimsmynd - 01.06.1991, Page 103

Heimsmynd - 01.06.1991, Page 103
The WorldPaper SÖVÉT SAMVELDI EÐA STÖK RÍKI Austurpólitík Póllands: Að vera allra vin Ríkisstjórn Samstöðu leitar nýrrar vináttu í gömlu hatri EFTIR DAVID WARZAWSKI í Varsjá, Póllandi PÓLLAND ER í óvenjulegri land- pólitískri aðstöðu. Það skiptir um ná- granna án þess að breytingar séu gerð- ar á landamærum. Raunar er það samkvæmt fornri hefð að spurningin „Hverjir eiga landa- mæri að Póllandi í Austri?“ sé hlaðin pólitísku sprengiefni. Hið augljósa svar: Sovétsamveldið, er ekki lengur svo augljóst, og annað svar sýnist verða líklegra með hverjum deginum - Lithá- en, Hvíta-Rússland og Ukraína. Samfara því að Sovétveldið virðist að hruni komið eru Pólverjar byrjaðir að endurskoða Ostpolitik sína - eða öllu heldur að byggja hana upp úr engu. Á níunda áratugnum efndi Sam- staða til náinna tengsla við hreyfingar brottfluttra þjóðernissinna frá grann- löndunum innan Sovétríkjanna í nafni sameiginlegrar baráttu við sameiginleg- an óvin. Strax árið 1981 skoraði þing Samstöðu á verkamenn í Austurblökk- inni að fylgja hinu pólska fordæmi. En þjóðirnar í þessum heimshluta áttu sér ekki aðeins sameiginlegan óvin, heldur einnig sameiginlega sögu David Wariawski er stjórnmálaskýrandi sem fjall- ar um alþjóðamál í pólska dagblaðinu Rzecpospol- ita. markaða gagnkvæmum fjandskap. Stór hluti þess, sem nú telst vera Litháen, Hvíta-Rússland og Úkraína, hafði ver- ið hluti Póllands allar götur til ársins 1939, þegar Sovétar marseruðu inn undir gunnfána Ribbentrop-Mólótoffs- samningsins. Smátt og smátt hefur hin nýja ríkis- stjórn Samstöðu þróað tvístiga Ostpoli- tik: viðhald vinsamlegra tengsla við Moskvu samhliða því að efla sambönd við einstök sovétlýðveldi handan landamæranna. Þegar þvingunin færð- ist í aukana í Eystrasaltslöndunum lýsti forsetaframbjóðandinn Lech Walesa yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Lit- háa. Að kjöri loknu sneri Walesa hins vegar við blaðinu og lýsti því yfir, þvert ofan í sterkar samúðartilfinningar Pól- verja með Litháum, að þjóðarhags- munum Pólverja yrði að skipa ofar, einnig í þessu tilliti. En þetta snerist ekki einungis um áhyggjur vegna hugsanlegra fjandsam- legra viðbragða Sovétstjórnarinnar. Litháískir þjóðernissinnar óttast líka hugsanlega yfirdrottnun Pólverja yfir sinni litlu þjóð (Litháen hafði verið hluti Póllands mestalla sína sögu), jafn- framt því sem Pólveijar í Litháen risu gjarnan öndverðir gegn sjálfstæði landsins af ótta við að þá mundu spjót- in beinast gegn þeim. Enn er ástandið mjög viðkvæmt. I október síðastliðnum fór pólski ut- anríkisráðherrann, Krycztof Skub- iszewski í heimsókn til höfuðborga Rússiands, Hvíta-Rússlands og Úkra- ínu. Vináttusáttmálar voru undirritaðir við rússneska og úkraínska lýðveldið, en Hvíta-Rússland gekk úr skaftinu. Gamla kommúnistaíhaldið, sem enn er við völd í Minsk, beinir ekki geiri sínum að Moskvu heldur Varsjá og mótmælir hástöfum meintum misgerð- um gagnvart hvít-rússneska minnihlut- anum í Austur-Póllandi. Samskiptin við Úkraínu hafa hins vegar borið undraverðan árangur. Samningurinn, sem Skubiszewski und- irritaði í Kiev opnar möguleika á veru- legri samvinnu á lægri stjórnstigum, þvert ofan í þær svartsýnu spár sem fréttaskýrendur höfðu haft uppi fyrir heimsóknina. Þótt andúð á Úkraínu sé öflug í Póllandi og gagnkvæmt, töldu báðar þjóðimar sig búa yfir nægum styrk til þess að þurfa ekki að óttast íhlutun hinnar í sín mál. Pólska stjórnin virðist hafa veðjað á að núverandi kreppa í Sovétríkjunum muni leysast með hægri þróun. Þótt Pólland hafi einlæga samúð með vænt- ingum þeirra lýðvelda, sem telja sig þjást undir sovétdrottnun, fer það sér hægt í stuðningi við baráttu þeirra gegn Moskvu og gerir stóran greinarmun á kröfum Eystrasaltsríkjanna og annarra lýðvelda. En Pólland á efnahagslegra hags- muna að gæta varðandi stöðugleika Sovétríkjanna, sem frá fornu fari hafa tekið við þeim pólsku vörum, sem ekki eru samkeppnishæfar á vestrænum markaði. Upphlaup í Austri mundi ör- ugglega skaða Sovétmarkaðina og hafa skaðvænleg áhrif á hið kreppuþjáða, pólska hagkerfi. Pólverjar hafa einnig þungar áhyggjur af straumi flótta- manna og innflytjenda sem fylgja mundi í kjölfar slíkra atburða. Hins vegar hefur Pólland alvarlegan áhuga á hjöðnun hins geigvænlega valds, sem saman er komið í sovéska ríkisvaldinu. Eins og er býr Pólland sig undir hvað sem er. Pólski herinn hefur verið færð- ur austar. Opinberar sendinefndir sækja Vilnius heim og formleg tengsl eru undirbúin, jafnskjótt og staða Lit- háens hefur hlotið alþjóðlega viður- kenningu. Loks hefur verið litið á til- kynninguna um opinbera heimsókn Lechs Walesa til Moskvu sem stuðn- ingsyfirlýsingu við Gorbatsjoff. Þó að sovétleiðtoginn eigi ekki upp á pall- borðið í Varsjá óttast menn þó enn meir þá ringulreið sem virðist blasa við ef hann missir tök á stjórnartaumun- um.* HEIMSMYND 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.