Heimsmynd - 01.02.1992, Page 10
w w
STJORNMAL/eftir Guömund Einarsson
ÉG ÞURFTI AÐ FÁ MÉR JAKKAFÖT
- Því þingmenn eru alltaf í veislum með fullt af bitlingum, allt frítt og rosalegt kaup!
Guðmundur Einarsson sat á Alþingi fyr-
ir Bandalag jafnaðarmanna og síðar Al-
þýðuflokkinn. Hann var áður háskóla-
kennari og rifjar upp breytinguna sem
það hafði í for með sér að setjast á þing.
Guðmundur er nú aðstoðarmaður Jóns
Sigurðssonar viðskipta- og iðnaðarráð-
herra.
Er þingmannslífið draumur hins djarfa
manns? Þaö vantar ekki að nógu margir
virðast vilja koma sér í það. Það er
meira framboð en eftirspurn. En hvers
vegna er þessi sókn eftir að komast í
framboð? Er það vegna valdanna eða
launanna? Er búið að búa til einhverja
mynd af þingmannslífinu eins og sjó-
mannslífinu. Fjör og peningar?
A meðan fimmtudagsþátturinn á frí-
vaktinni var næstum eini danslagaþáttur-
inn í ú'tvarpinu stóð maður í þeirri trú að
sjómenn hefðu það allra manna best.
Þeir voru eina atvinnustéttin sem hafði
heilan óskalagaþátt út af fyrir sig. Það
var líka líf og fjör og maður heyrði
hvernig þeir „slógu upp balli á bryggj-
unni eitt sinn“, og sögðu svo „vertu sæl
mey“ og fengu sér „nýja í næstu höfn“.
Svo heyrðust líka sögur af rosalegum
tekjum og þær heyrast enn. Sjómenn eru
hátekjumenn, sagði sagan.
En sjómennirnir segja sjálfir að það sé
önnur hlið á málinu. Slorið, kuldinn og
kvenmannsleysið. Og þeir segja að
kaupið sé oftast lágt, að minnsta kosti
alltaf óvíst, því þeir rói upp á hlut. Og
þeir minna á að margir þeirra eru lengi
að heiman í burtu frá fólkinu sínu.
En hvernig er þetta með líf þingmann-
anna? Þeir hafa aldrei verið með dans-
lagaþátt. Þó eru þeir alltaf í útvarpinu
með öðruvísi lög, sum hver engin óskalög
að vísu, sem fólkið í landinu dansar eftir.
En er jafngaman hjá þingmönnum og
sjómönnum? Og eru þeir jafnríkir? Það
skilst manni. f útvarpi og sjónvarpi eru
þeir vaskir og glaðlegir. Það „gustar um
sigluna kalt“ í þinginu, rifrildi og hlátra-
sköll. Svo eru þeir alltaf í veislum, með
fullt af bitlingum, allt frítt og rosalegt
kaup.
En þingmennirnir segja sjálfir að það
sé önnur hlið á málinu, slúðrið, atið og
öryggisleýsið. Þeir segja að kaupið sé
ekki hátt, og þótt vinnudagurinn sé lang-
ur, fái þeir aldrei yfir- og næturvinnu-
kaup. Og margir eru lítið heima.
Menn verða víst aldrei sammála um
það hvernig þingmannslífið er. Af minn-
ingabókum að dæma er það harla gott.
Guðmundur Einarsson.
Fyndnir, gamlir þingmenn, sem farnir
eru af þingi, lýsa pví þannig að það hlýt-
ur að vera skemmtilegt. Líklega eru allir
þingmenn, líka núverandi, sammála um
að Alþingi sé frábært eftir á. Þannig er
margt af því góða í lífinu. Smala-
mennska, fjallgöngur og vetrarvertíð eru
góð eftir á.
En hvernig er Alþingi á meðan á því
stendur? Er það glymjandi orðaskylm-
ingar og gneistandi tilsvör? Er það hreint
og nýstrokið, hrópandi ferfalt húrra fyrir
forseta vorum og fósturjörð?
Nei, ekki alltaf. Stundum er það hug-
myndasnautt og þvermóðskufullt. Það
gneistar ekkert af þingmanni, sem búinn
er að vera með bandorminn í brjóstvas-
anum í þrjár vikur, náði samkomulagi
um að lækka 1.57 prósent í 1.54 prósent
eftir langar deilur í nefnd og tókst að
breyta og í eða og aftur í og eftir tveggja
klukkutíma deilur í þingflokksfundi.
Og í bullandi málþófi á þriðja nætur-
fundinum í röð er þingmaður ekki þveg-
inn og strokinn. Og hann hrópar ekki
ferfalt húrra fyrir neinum, ekki einu
sinni tvöfalt. Hann þegir og dottar í
stólnum.
En allt þetta amstur og basl með ut-
andagskrárumræðum, þingsköpum og öllu
saman er auðvitað þolanlegt ef þingmenn
eru á jafn háu kaupi og allir segja. Og svo
eru þeir víst vaðandi í aukapeningum fyrir
allskonar stjórnir, nefndir og ráð.
Ég varð eitt sinn þingmaður og hafði
áður kennt uppi í Háskóla. Ég hækkaði í
launum við að fara á þing, að minnsta
kosti ef ég tók ekki yfirvinnuna í kennsl-
unni með í reikninginn. En svo fóru að
koma nýir útgjaldaliðir. Ég þurfti að fá
mér jakkaföt, þau fyrstu í sjö ár, því ekki
dugði að vera eins og larfur til fara. Það
fóru meiri útgjöld í fatapressun á mánuði
en áður á heilu ári.
Svo ég minnist nú ekki á merkin og
happadrættismiðana, sem engin leið var
að koma sér undan að kaupa. Alþingis-
menn eru auðveld bráð fyrir góðverka-
sölumenn og einn mánuðinn fóru þrjú
þúsund krónur í þennan lið. Og leigubíl-
ar heim af næturfundum. Og matur á
veitingahúsum í kringum fundahöld úti á
landi. Og . . . Útkoman varð auðvitað
sú að ég komst ekkert betur af en áður.
Og afhverju komu bitlingarnir ekki?
Það kaus mig enginn í bankaráð. Enginn
kaus mig í útvarpsráð, stjórn Landsvirkj-
unar eða neina aðra stjórn. Þannig er
það líka með flesta þingmenn. Þeir eru
aldrei kosnir í neitt, nema þetta Alþingi
og sumir eru ekki einu sinni kosnir á það
aftur.D
10 HEIMSMYND