Heimsmynd - 01.02.1992, Page 37
dagblað Bretlands, birti viðtal við hinn látna, fengið í gegnum
miðil. í viðtalinu tilkynnti Maxwell að hann sæi ekki eftir
neinu og að peningarnir væru geymdir í vörugeymslu í New
York. „Nafn Roberts Maxwell mun ekki gleymast," sagði
andi hins látna.
Þetta ógleymanlega nafn var í raun það fjórða sem auðjöf-
urinn hafði valið sér. Ludvik Hoch, eins og hann hét þá,
fæddist sem fátækur gyðingadrengur í þorpinu Solotvino í
austurhluta Tékkóslóvakú árið 1923. Helsta keppikefli hans í
þá daga var að eignast skó, skýrði hann frá síðar. Er seinni
heimsstyrjöldin skall á missti hinn ungi Ludvik næstum alla
fjölskyldu sína í útrýmingarbúðum nasista. Sjálfur komst hann
lífs af til Bretlands og skipti um nafn. Áður en hann datt niður
á Maxwell-nafnið kallaði hann sig Leslie du Maurier eftir
merki á sígarettutegund og síðar Leslie Jones. Flóttamaðurinn
ungi gekk í breska herinn. Barðist hann af miklu hugrekki og
fékk heiðursmerkið Military Cross árið 1945. Var hann mjög
stoltur af þessum heiðri og titlaði sig ávallt Robert Maxwell
MC. Á stríðsárunum hitti hann hina frönsku eiginkonu sína,
Betty. Á brúðkaupsmynd þeirra er Maxwell ungur og glæsi-
legur herforingi og næstum óþekkjanlegur í samanburði við
þann afdankaða fituhlunk sem hann síðar
varð.
Eftir stríðið fór Maxwell að fikra
sig áfram í viðskiptalífinu. Árið
1951 var hann orðinn nægilega
stöndugur til að setja lítið útgáfu-
fyrirtæki á laggirnar en það var
Pergamon Press. Pá var hann
þingmaður fyrir breska verka-
mannaflokkinn um árabil.
Fyrsta fjármálahneykslið á ferli
hans kom seint á sjöunda áratugn-
um þegar Maxwell seldi Perga-
mon. Bandaríski kaupandinn
ásakaði Maxwell um að hafa gefið villandi
upplýsingar um verðgildi fyrirtækisins. I
skýrslu frá opinberri rannsókn á málinu var
því lýst yfir að Robert Maxwell væri „ekki
hæfur til þess að vera við bústjórn fyrirtækis
(publicly quoted)“ - orð sem margir áttu
eftir að muna seinna meir. Einn höfundur
skýrslunnar sagði nýlega: „Mér fannst þá að hann væri sá
mesti þrjótur sem ég hefði nokkru sinni hitt. Honum var alveg
fyrirmunað að skilja muninn á sínu eigin fé og annarra."
í byrjun áttunda áratugarins virtist framtíðin ekki brosa við
útgefandanum. Honum tókst þó að festa kaup á Pergamon
aftur árið 1974. Á þeim grunni hóf hann uppbyggingu við-
skipta og síðar heimsveldis síns. Hann ferðaðist um heiminn
og keypti hvert fyrirtækið á fætur öðru, prentsmiðjur, sjón-
varpsstöðvar, dagblöð, lyfjaframleiðslufyrirtæki og tölvufyrir-
tæki. Allir vissu að þetta heimsveldi var bæði stórt og flókið í
sniðum en fáa grunaði að það hefði verið sett saman þannig af
ásettu ráði til þess að breiða yfir grunsamlegar og í flestum til-
vikum ólöglega viðskiptahætti.
Einkalíf Maxwells var einnig hverfult. Maxwell-hjónin eign-
uðust átta börn. Elsti sonurinn, fluggáfaður og efnilegur ung-
ur piltur, lenti í bílslysi fimmtán ára og lá í dái þar til hann lést
nokkrum árum síðar. Ein dóttirin dó þriggja ára úr hvítblæði.
Af eftirlifandi börnum er elsti sonurinn Philip hlédrægur eðlis-
fræðingur sem kom lítið sem ekkert nálægt viðskiptum föður
síns. Tvær dætranna fóru sínar eigin leiðir, ein varð kennari
og hin leikkona. Pað voru þrjú yngstu börn Maxwells sem
voru í sviðsljósinu. Ian og Kevin unnu báðir í fyrirtækjum föð-
ur síns. Yngsta barnið var hin fallega og dekraða Ghislaine,
augasteinn föður síns en gælunafn hans á henni var Benjamin
(samanber nafn yngsta sonar Jakobs í Gamla testamentinu).
Snekkjuna sína skírði Maxwell Lady Ghislaine í höfuðið á
dóttur sinni.
Þessi snekkja, þar sem Maxwell mætti örlögum sínum, var
aðeins eitt leikfangið til viðbótar í safni milljónamæringsins.
Fáir léku hlutverk auðkýfingsins eins vel og hann. Höfuð-
stöðvar hans voru ættarsetrið í Headington Hall í Oxford en
hann átti ótal aðrar eignir um allan heim, þar á meðal kastala
í Suðvestur-Frakklandi og glæsilega villu í Búlgaríu. Sagt var
að hann hafi fengið villuna í staðinn fyrir grunsamlegan greiða
sem hann gerði fyrrverandi harðstjóra þar.
Á efstu hæð aðalstöðva Mirror Group í London var geysi-
lega stór og konungleg skrifstofa Maxwells. Starfsfólk talaði
af lotningu um níundu hæðina. Á þakinu var lendingarstaður
fyrir einkaþyrlu hans. Þegar starfsfólk heyrði hreyflahljóð á
þakinu kallaði einhver háðfugl, „the ego has lartded“ (egóið er
lent, orðaleikur sem byggir á titli reyfarans The Eagle has
landed).
Það er ekki hægt að segja um Maxwell að hann hafi verið
vinsæll meðal starfsmanna sinna. Honum var oft líkt við Cit-
izen Kane, eigingjarna blaðakónginn sem Orson Wells gerði
ódauðlegan í samnefndri kvikmynd. Afskiptasemi hans af rit-
stjórnum blaða sinna fór mjög fyrir brjóstið á mönnum.
Maxwell sótti fast að fá fréttir um sjálfan sig eða eigin starf-
Maxwell ásamt
sonum sínum lan
og Kevln. Hann
gerði miklar kröfur
til sonanna sem
áttu að taka við
stórveldi hans.
Þeir urðu fyrir
barðinu á óhefluð-
um skapsmunum
hans en sýndu
stillingu og yfir-
vegun þegar til tíð-
inda dró.
semi í blöðum sínum Á European minntust menn þess þegar
fyrsta tölublaðið kom út. A forsíðunni var einkafrétt um
leynilega herflutninga til Austur-Þýskalands. Á síðustu stundu
birtist Maxwell á fréttadeild blaðsins og heimtaði að forsíð-
unni yrði breytt. Aðalfréttin skyldi vera um niðurstöður nýrr-
ar skoðanakönnunar sem voru nauðaómerkilegar. Frétta-
punkturinn að mati Maxwells var sú staðreynd að fyrirtækið
sem gerði skoðanakönnunina var í hans eigu.
Sem vinnuveitandi var hann ekkert lamb að leika við. Hann
átti það til að strunsa inn í skrifstofur án nokkurs fyrirvara og
sæti fólk aðgerðalaust var það rekið á stundinni. Hann var
óútreiknanlegur. Eina stundina virtist hann léttur og gaman-
samur en þá næstu ógnvekjandi og skuggalegur. Á sekúndu-
broti gat hann svipt af sér ham skrímslis og orðið að góðleg-
um, örlátum og höfðinglegum manni.
Háttsettur starfsmaður hans sagði mér sögu sem lýsti þess-
um þáttum í fari Maxwells vel. Eitt sinn kom Maxwell að máli
við þennan yfirmann í fyrirtækinu og bað hann að fara í við-
skiptaferð til útlanda. Maðurinn sagðist því miður ekki geta
farið. Maxwell, sem var alltaf fremur orðljótur, bölvaði hon-
um í sand og ösku áður en hann tilkynnti honum að hann væri
rekinn. Þegar aumingja maðurinn komst loks að skýrði hann
fyrir Maxwell af hverju hann gæti ekki farið í þessa viðskipta-
ferð, hann þyrfti að heimsækja móður sína, aldraða ekkju sem
væri að gangast undir augnaðgerð. „Því sagðir þú þetta ekki
strax?“ öskraði auðjöfurinn. „Ég er með góðan augnlækni í
framhald af bls. 78
HEIMSMYND 37