Heimsmynd - 01.02.1992, Page 38
FRIÐRIK
MIKLI
oa e/ó/-ccms AcmA
Við höfðum mœlt okkur mót á skrifstofu hans á ritstjórn Pressunnar. Þetta var í há-
deginu á laugardegi. I stigaganginum rakst ég á dökkhœrðan, snaggaralegan mann
í gallabuxum, lopapeysu og gönguskóm. Eg spurði pennan mann hvar ég fyndi
Friðrik Friðriksson, nýja eigandann að blaðinu. Maðurinn, sem leit útfyrir að vera
í útkeyrslu fyrir blaðið, bað mig að fylgja sér inn á skrifstofu Friðriks, sneri sér par
við og rétti mér höndina. „ÉG ER FRIÐRIK!“
A okkar fyrsta fundi sat hann á skrifstofustólnum og sneri sér hring eftir hring á
meðan hann talaði við mig. Hann virkaði ekki bara blár heldur blátt, blátt áfram.
Stoltur, ákafur ogfullur af eldmóði. Enginn efi, ekkert hik. Síðar spurði hann mig
hver yrði yfirskrift viðtalsins. „Ég lít á mig sem athafnaskáld, “ sagði hann.
38 HEIMSMYND
eftir LAUFEYJU ELÍSABETU LÖVE
HEIMSMYND/BONNI