Heimsmynd - 01.02.1992, Qupperneq 62
sitt sem ráðvillt, bæði á
hvíta tjaldinu og í einkalíf-
inu. Kvikmyndin Sleeping
with the Enemy rakaði inn
98 milljónum dollara og
framleiðendur voru að von-
um ánægðir. Hinn skjóti
frami reyndist ungu leik-
konunni hins vegar um
megn og þegar hún var
lögð inn á spítala síð-
astliðið vor fór Gróa
á Leiti á kreik. Julia
var sögð í eiturlyfj-
um og fleira í
þeim dúr. Mánuði
síðar hætti hún
við að ganga upp
að altarinu með
Kiefer Sutherland,
leikaranum og syni
Donalds, á tólftu
stundu. Julia hefur leikið
í tveimur öðrum kvikmynd-
um á árinum, Dying Young
og í Hook í leikstjórn
Stevens Spielberg. Ólafur
Jóhann Ólafsson, forstjóri
hjá Sony, og mest seldi rit-
höfundur ársins á íslandi,
kynntist Juliu þegar tökurn-
ar á Hook stóðu yfir. Kvik-
myndin er framleidd af Col-
umbia sem er í eigu Sony. I
viðtali við HEIMSMYND
síðastliðið haust lýsti Ólafur
engri sérstakri hrifningu af
stjörnunni en þar var hún í
hlutverki Tinkerbell. Hann
lét þess þó ógetið að Julia
gekk stundum undir nafninu
Tinkerhell, svo erfið þótti
hún í umgengni á tökustað.
Árið 1992 hyggst hún nota
til að hlaða rafhlöðurnar á
nýjan leik og hvíla sig (og
aðra).
Önnur leikkona er til-
nefnd og sú er ekki hvíldar-
þurfi. Það er Jodie Foster
Julia Roberts: Hún fór úr hlutverki fögru konunnar yfir í hlutverk þeirrar
ráövilltu bæði á hvíta tjaldinu og í einkali'finu.
sem átti stjörnuleik í kvik-
myndinni Lömbin þagna á
móti Anthony Hopkins.
Foster sem hóf feril sinn á
hvíta tjaldinu barnung, hefur
lokið námi frá hinum virta
Yale háskóla og reyndi fyrir
sér sem leikstjóri í fyrsta
sinn síðastliðið ár í kvik-
myndinni Little Man Tate.
„Hún er fæddur leikstjóri,“
segir fyrrum leikstjóri henn-
ar í kvikmyndinni Accused
en fyrir hlutverk sitt þar sem
fórnarlamb nauðgunar fékk
Foster Óskarsverðlaun. Hún
vakti þó fyrst heimsathygli
þegar tilræðismaðurinn John
Hinkley, sá er reyndi að
myrða Ronald Reagan, lýsti
því yfir árið 1981 að hann
gerði það vegna ástar á
Jodie Foster. Hún hefur
svarið þess eið að nefna
hann aldrei á nafn og þegar
hún uppgötvaði að sjón-
varpsstöð ætlaði sýna filmu-
bút frá tilræði Hinkleys á
sama tíma og hún átti að
vera í viðtali gekk hún snúð-
ugt út rétt áður en bein út-
sending hófst. Nú í febrúar
kemur á markaðinn mynd
Woodys Allen, Shadows and
Fog, en þar er Foster í stóru
hlutverki. „Það var fínt að
þurfa ekki að hafa áhyggjur
af því að stjórna,“ sagði hún
um þátt sinn þar og kvaðst
ætla að einbeita sér að
leiknum á ný - innan brans-
ans er hún uppnefnd frök-
en stjórnsöm - sígilt upp-
nefni á konum með
bein í nefinu.
Það er ekki nóg
með að Borís
Jeltsín sé sannlega
einn af mönnum árs-
ins, sumir ganga svo
langt að tala um ár
Jeltsíns, eins og tíma-
ritið Newsweek. Breska
blaðið Economist talar
ekki um Rússland, heldur
Jeltsínland. Vegna þeirrar
velvildar sem ímynd Gor-
batsjovs er umlukin á
Vesturlöndum er rétt að ít-
reka andúð á þeim aðferð-
um sem Borís Jeltsín beitti
þegar hann var að bola
Gorba frá - hann hafði ekki
einu sinni fyrir því að segja
honum upp í eigin persónu.
Hann tók yfir skrifstofu
hans, embætti og starfslið í
Kreml og sagðist aldrei
mundu fara á fund hans
framar. Aðspurður um hvort
Gorbi yrði þá að leita til
hans svaraði Borís: „Af-
hverju? Til að ná í ellilífeyr-
inn?“ Og undir þær efa-
semdir skal líka tekið að
Borís kann að verða enn
einn einræðisherrann sem
þetta vesalings fólk hefur
mátt þola í aldanna rás.
Borís er bolalegur í fasi og