Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 75

Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 75
Magnús Stephensen var eftirsottasti ungherra bæjarins. Til hans mændu ógiftu jómfrúrnar. svipast um eftir mannsefnum, fannst gaman að skemmta sér og hlýddu grannt á slúðursögur sem flugu þvers og kruss um bæinn. Til dæmis um hugmyndafjör Póru er þetta upphaf að bréfi til Sigríðar í Cambridge síðast í desember 1867: „Lengi lifi bréfið þitt síðasta, húrra. Það var fagurt og frítt, fyndið og hlýtt og fullt af gullvægu hóli og því skal þakklæti mitt fyrir það rigna ofan á þig og þú skalt vaða í því upp fyrir ökkla.“ SELSKAPSLÍFIÐ En það var svo sem ekki mikið um að vera í Reykjavík. Helstu viðburðirnir í lífi biskupsdætranna voru taldir upp í bréfi um vorið: „Hvað selsköpum og böllum viðvíkur, sem hér í bæ hafa haldin verið, og við höfum á farið, get ég í stuttu máli sagt þér og þarf ég ekki að spandera mörgum örkum upp á það. Eitt ball hjá Canselliraad Thorsteinsen, þar vorum við öll, eitt ball á Sjúkrahúsinu (áður Skandinavien), ekki vorum við þar nema Bogi, eitt ball hjá konsúl Siemsen, þar vorum við öll, selskap hjá Jóni Guðmundsen, þar vorum við öll, selskap hjá Sigurði Melsted, þar vorum við, og nú held ég að sé að mcestu leyti upptalin ósköpin. Öll þessi selsköp voru mjög brilliant en einkanlega það hjá Siemsen. Nú hætti ég þessu sel- skapatali og sný mér heldur að hversdagslífinu sem hefur gengið sífellt vinnandi og spinnandi að segja, við höfum unnið í vaðmál, sokka, klukkur etc. etc., saumað, prjónað og ham- ingjan má vita hvað og nú síðan vorið kom er einlægt nóg að sauma. Mér finnst vera óþrjótandi uppspretta af alls konar dóti. Við erum nú að sauma okkur græna kjóla og ætlum svo að fá okkur aðra nýja til. . .“ Veturinn var óendanlega lengi að líða í þeim viðburða- snauða útkjálka sem Reykjavík var. Yfir háveturinn voru eng- ar samgöngur við útlönd og stundum þraut nauðsynjar, jafn- vel kol og steinolíu og urðu þá höfðingjarnir að hírast heima í hálfgerðum kulda og ljósleysi. Beðið var fyrstu póstskipsferð- ar með óþreyju en hún var kannski ekki fyrr en í apríl. Elín- borg biskupsdóttir skrifaði síðast í mars 1867: „Mikið finnst mér skrýtið þegar maður fer að skrifa út til annarra landa á vorin, það er eins og maður vakni úr einhverjum dvala. . .“, og Þóra skrifaði við komu fyrsta vorskipsins 1870: „Gleðióp varð hér í bænum þegar gufuskipið kom því lengi var búið að mæna eftir því forgefins og þá getur þúi nærri að ég varð fegn- ust allra manna því ég hafði allan veturinn hlakkað til bréfa og frétta frá systkinum mínum.“ BERIN ERU SÚR. . . Og það var nú heldur betur völlur á þeim Reykjavíkurdöm- um sem höfðu haft vetursetu erlendis og komu heim með póstskipinu íklæddar pelli og purpura. Satt að segja voru þær sem heima höfðu setið heldur súrar yfir þeim ósköpum. Bisk- upsdæturnar voru mjög hneykslaðar á Guðrúnu og Jóni Hjaltalín kennara sem dvöldu erlendis veturinn 1867 til 1868. Elínborg skrifaði til Sigríðar í Cambridge: „Öldungis er ég nú hissa á Gunnu Hjaltalín að vera svona voguð að skrifa að hún hafi verið í París, ég get ekkert sagt, ég er svo hissa á öllu því gorti og skreytni. Hvernig ætli þetta endi? Ætli þau komi nokkurn tíma hingað aftur?“ En þau komu um vorið. Þá lýsir Þóra komu Guðrúnar með póstskipinu og er ekki laust við að frásögnin sé nokkuð galli blandin: „Nú nú, en hvað segir þú um G. Hjaltalín. Hún kom nú upp með dampskipinu „straalande“ í perlum og purpura. Það var óvenjulega hvasst veður, þá er hún setti sinn dýrmæta fót fyrst á land hér eftir sína burtveru og var hún þá í lillakjól, öll- um útflúruðum og útsaumuðum, og „lady“ frá toppi til táar. Hún getur máske (ef hún er að spurð) sagt bæði mér og öðr- um sögur, fleiri en eina og fleiri en tvær, eins og til að mynda um þegar hún var presenteruð fyrir Englandsdrottningu etc. etc. etc. Já, ég hef heyrt sagt að hún hafi útklipptan „artikula" úr einhverju ensku blaði, hvar í stæði um þá er hún hefði ver- ið sýnd drottningu Englands eða sýnt sig fyrir hana í „full Galla“, en þú getur nú nærri að engin er sá á Guðs grænni jörð sem dytti í hug að efast um orð hennar, svo mér finnst al- veg óþarfi fyrir hana að ætla að sýna það svart á hvítu. . .“ HANDVERKSMANNATOMBÓLA OG „KANEFART" En í Reykjavík voru engar hallir og engin hirð, aðeins þess- ir fáu embættismenn og kaupmenn sem stöðugt voru að bjóða hver öðrum heim í miðdaga, á spilakvöld eða til toddídrykkju. Það var heldur tilbreytingarlítið til lengdar. Þegar skólapiltar i Lærða skólanum léku kómedíu þótti það stórviðburður í fá- sinninu og sama mátti segja um hlutaveltur sem einstaka sinn- HEIMSMYND 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.