Heimsmynd - 01.02.1992, Page 79

Heimsmynd - 01.02.1992, Page 79
staðarins til þess að skreyta og prýða Austurvöll og var það upphafið að Thor- valdsensfélaginu sem talið er að hún hafi átt frumkvæðið að. Árið 1878 sigldi hún til Skotlands og Englands og var henni tekið þar opnum örmum sem biskups- dóttur. Margir auðugir og ættstórir Eng- lendingar höfðu gist biskupsheimilið í Reykjavík er þeir voru að kynna sér æv- intýraeyjuna í norðri og naut Þóra nú þeirra kynna. Henni var tekið opnum örmum af fjölskyldum lávarða og auð- manna og í höllum þeirra og herrasetr- um dvaldi hún langdvölum. Hún varð vel að sér í enskri tungu og komst í náin kynni við enska hámenningu sem sjald- gæft var að íslendingar kæmust í tæri við í þá daga. Hún hélt áfram að mála og teikna og er hún kom heim hélt hún um skeið teikniskóla fyrir ungar konur í Reykjavík. Meðal þeirra sem nutu sinn- ar fyrstu leiðsagnar hjá henni var Þórar- inn B. Þorláksson listmálari. Þá gaf hún út ásamt tveimur frændkonum sínum „Leiðarvísi til að nema allar kvenlegar hannyrðir". Þóra Pétursdóttir var orðin fertug er hún loks giftist og var eiginmaður henn- ar Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræð- ingur, síðar prófessor í Kaupmannahöfn, en hann var þá orðinn frægur víða um lönd fyrir landfræðirannsóknir sínar. Pétur biskup var þá enn á lífi og gaf hann dóttur sinni eitt veglegasta húsið í bænum, Laufásveg 5, í heimanmund. Þau Þóra og Þorvaldur fluttust alfarin til Kaupmannahafnar 1895 og ferðuðust eft- ir það víða um Evrópu. Þóra tók virkan þátt í dönskum kvennasamtökum og var kjörin í „Dansk kvinderaad“. Hún hélt áfram að mála og sýndi meðal annars stórt málverk af Þingvöllum á sýningu í Kaupmannahöfn 1895 og var til þess tek- ið að Kristján IX, Danakonungur, sýndi þessu málverki sérstakan áhuga er hann skoðaði sýninguna. Þóra Pétursdóttir Thoroddsen varð ekki gæfumanneskja í einkalífi sínu fremur en Elínborg, systir hennar. Þau Þorvaldur eignuðust eina dóttur, Sigríði, sem lést árið 1903 aðeins 15 ára gömul. Þóra átti því erfiða elli í Kaupmanna- höfn en þær systur höfðu þó stuðning hvor af annarri. Þóra lést árið 1917, sjö- tug að aldri, og var grafin í Kaupmanna- höfn eins og systir hennar.D Mannasiðir. . . framhald af bls. 29 og reyna ef hægt er að spjalla stutta stund við sem flesta. í kvöldverðarboð- um, ef þau eru ekki þeim mun fjölmenn- ari, kynnir maður gesti og reynir að koma þeim saman sem maður heldur að hafi gaman af því að spjalla. Það er mik- ið atriði að reyna að skemmta gestum sínum. Eg gerði mér til dæmis alltaf far um að kynnast listafólki á hverjum stað og bauð því gjarnan með til að lífga upp á samkvæmi." Það eru til ýmsir siðir sem tilheyra op- inberum samkvæmum og koma okkur íslendingum spánskt fyrir sjónir. Svíar, svo dæmi séu tekin, lyftu til skamms tíma glasinu mishátt þegar þeir skáluðu og fór hæð skálarinnar eftir virðingar- stöðu þess sem skálað var við. Hins veg- ar bendir Ástríður á að með því að vera alúðlegur í viðmóti, reyna að nálgast fólk á hverjum stað, sýna lítillæti og forðast frekju og yfirgang er engin hætta á öðru en að fólki farnist vel. „Eg hef hins vegar oft rekið mig á að fólk sem vinnur við afgreiðslu á opinberum skrif- stofum hér á landi er hreint og beint ókurteist. Það svarar eins og maður sé einhver flækingur sem sé þangað kominn til að hafa eitthvað af stofnuninni. Það er líka einkennilegt að jafnvel þótt maður komi oft á sama staðinn og tali við sama fólkið lætur það eins og það hafi aldrei séð mann áður. Hér vantar hlýju í samskipti fólks við náungann.“ tali við sama fólkið lætur það eins og það hafi aldrei séð mann áður. Hér vantar hlýju í samskipti fólks við náungann.“D HEIMSMYND 79

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.