Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 79

Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 79
staðarins til þess að skreyta og prýða Austurvöll og var það upphafið að Thor- valdsensfélaginu sem talið er að hún hafi átt frumkvæðið að. Árið 1878 sigldi hún til Skotlands og Englands og var henni tekið þar opnum örmum sem biskups- dóttur. Margir auðugir og ættstórir Eng- lendingar höfðu gist biskupsheimilið í Reykjavík er þeir voru að kynna sér æv- intýraeyjuna í norðri og naut Þóra nú þeirra kynna. Henni var tekið opnum örmum af fjölskyldum lávarða og auð- manna og í höllum þeirra og herrasetr- um dvaldi hún langdvölum. Hún varð vel að sér í enskri tungu og komst í náin kynni við enska hámenningu sem sjald- gæft var að íslendingar kæmust í tæri við í þá daga. Hún hélt áfram að mála og teikna og er hún kom heim hélt hún um skeið teikniskóla fyrir ungar konur í Reykjavík. Meðal þeirra sem nutu sinn- ar fyrstu leiðsagnar hjá henni var Þórar- inn B. Þorláksson listmálari. Þá gaf hún út ásamt tveimur frændkonum sínum „Leiðarvísi til að nema allar kvenlegar hannyrðir". Þóra Pétursdóttir var orðin fertug er hún loks giftist og var eiginmaður henn- ar Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræð- ingur, síðar prófessor í Kaupmannahöfn, en hann var þá orðinn frægur víða um lönd fyrir landfræðirannsóknir sínar. Pétur biskup var þá enn á lífi og gaf hann dóttur sinni eitt veglegasta húsið í bænum, Laufásveg 5, í heimanmund. Þau Þóra og Þorvaldur fluttust alfarin til Kaupmannahafnar 1895 og ferðuðust eft- ir það víða um Evrópu. Þóra tók virkan þátt í dönskum kvennasamtökum og var kjörin í „Dansk kvinderaad“. Hún hélt áfram að mála og sýndi meðal annars stórt málverk af Þingvöllum á sýningu í Kaupmannahöfn 1895 og var til þess tek- ið að Kristján IX, Danakonungur, sýndi þessu málverki sérstakan áhuga er hann skoðaði sýninguna. Þóra Pétursdóttir Thoroddsen varð ekki gæfumanneskja í einkalífi sínu fremur en Elínborg, systir hennar. Þau Þorvaldur eignuðust eina dóttur, Sigríði, sem lést árið 1903 aðeins 15 ára gömul. Þóra átti því erfiða elli í Kaupmanna- höfn en þær systur höfðu þó stuðning hvor af annarri. Þóra lést árið 1917, sjö- tug að aldri, og var grafin í Kaupmanna- höfn eins og systir hennar.D Mannasiðir. . . framhald af bls. 29 og reyna ef hægt er að spjalla stutta stund við sem flesta. í kvöldverðarboð- um, ef þau eru ekki þeim mun fjölmenn- ari, kynnir maður gesti og reynir að koma þeim saman sem maður heldur að hafi gaman af því að spjalla. Það er mik- ið atriði að reyna að skemmta gestum sínum. Eg gerði mér til dæmis alltaf far um að kynnast listafólki á hverjum stað og bauð því gjarnan með til að lífga upp á samkvæmi." Það eru til ýmsir siðir sem tilheyra op- inberum samkvæmum og koma okkur íslendingum spánskt fyrir sjónir. Svíar, svo dæmi séu tekin, lyftu til skamms tíma glasinu mishátt þegar þeir skáluðu og fór hæð skálarinnar eftir virðingar- stöðu þess sem skálað var við. Hins veg- ar bendir Ástríður á að með því að vera alúðlegur í viðmóti, reyna að nálgast fólk á hverjum stað, sýna lítillæti og forðast frekju og yfirgang er engin hætta á öðru en að fólki farnist vel. „Eg hef hins vegar oft rekið mig á að fólk sem vinnur við afgreiðslu á opinberum skrif- stofum hér á landi er hreint og beint ókurteist. Það svarar eins og maður sé einhver flækingur sem sé þangað kominn til að hafa eitthvað af stofnuninni. Það er líka einkennilegt að jafnvel þótt maður komi oft á sama staðinn og tali við sama fólkið lætur það eins og það hafi aldrei séð mann áður. Hér vantar hlýju í samskipti fólks við náungann.“ tali við sama fólkið lætur það eins og það hafi aldrei séð mann áður. Hér vantar hlýju í samskipti fólks við náungann.“D HEIMSMYND 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.