Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Side 8

Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Side 8
8 „Það er okkur hjá sambandinu sannarlega mikið fagnaðarefni að þessar tillögur til að efla nýliðun í kennarastétt skuli vera komnar til framkvæmda. Þetta byggir á tillögum sem sambandið hafði forgöngu um að vinna með Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands og voru kynntar ráðherrum snemma á síðasta ári. Þetta hefur verið unnið hratt og vel,“ segir Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi sambandsins, í samtali við Sveitarstjórnarmál í tilefni af því að hrundið hefur verið í framkvæmd aðgerðum mennta- og menningarmálaráðherra í því skyni að fjölga kennurum á leik- og grunnskólastigi. Aðgerðirnar eru fimm og hafa þrjár þær fyrstu áhrif strax: • Launað starfsnám á lokaári M.Ed.- náms • Námsstyrkur til kennaranema á lokaári M.Ed.-náms. • Styrkur til starfandi kennara sem hyggja á nám í starfstengdri leiðsögn. Tillögurnar að aðgerðunum voru unnar á breiðum samstarfsvettvangi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands, Háskólanum á Akureyri, Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Heimili SVEITARSTJÓRNARMÁL Þín leið til fræðslu Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is Sveitamennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sveitamennt@sveitamennt.is Aðgerðum gegn nýliðunarvanda hrundið í framkvæmd Svandís Ingimundardóttir skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Strax frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám. Markmiðið með þeirri aðgerð er að hvetja nemendur til þess að klára nám sitt á tilsettum tíma og hefja störf sem fyrst að námi loknu. og skóla og Samtökum iðnaðarins ásamt fulltrúum kennaranema. Að auki komu að vinnunni fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Brýn þörf á aðgerðum Svandís bendir á að mikil þörf er á að bregðast við aðstæðum í leik- og grunnskólum landsins. Óhagstæðasta sviðsmynd um mannaflaþörf og óbreyttan fjölda útskrifaðra kennara kallar á að manna þurfi tæplega 1.200 kennarastöður í grunnskólum með starfsfólki án kennsluréttinda eftir fjögur ár. Þá yrði hlutfall starfsfólks starfandi við kennslu án kennsluréttinda 25 prósent en samsvarandi hlutfall var 8,6 prósent árið 2017. Staðan á leikskólastiginu er sú að ef á að uppfylla lögbundin viðmið um að tveir þriðju starfsfólks séu með leyfisbréf til kennslu vantar þar um 1.500 manns. „Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun höfðu verið samþykktar um sjö prósent fleiri undanþágubeiðnir vegna kennslu í grunnskóla en á sama tíma í fyrra, svo það er alveg ljóst að þörfin er brýn. Engu að síður hefur líka komið upp sú gleðilega staða á ákveðnum svæðum og í ákveðnum skólum að allar stöður eru þegar fylltar kennurum með fullgild réttindi og einstaka nemar á fimmta ári sitja því

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.