Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 33
33 þarfir sveitarfélaga. Engin tvö sveitarfélög séu eins. „Sum sveitarfélög verða eflaust virkir þátttakendur í því að móta og leiða þennan vettvang á meðan framlag annarra felst aðallega í því að laga afurðir samstarfsins að eigin aðstæðum. Þá munu öll sveitarfélög njóta góðs af því að geta litið til reynslu annarra sveitarfélaga, innan lands sem utan, í stað þess að finna alltaf upp hjólið á ný.“ Skráning tengiliða hefur sóst vel Daginn sem stofnfundurinn fór fram hafði 41 af 72 sveitarfélögum landsins skráð samtals 66 tengiliði. Að svo stöddu hefur því um helmingur aðildarsveitarfélaga nýtt sér svigrúmið til að tilnefna tvo tengiliði. „Það er alveg ljóst að sú aðlögun íslensks samfélags að þeim breytingum, sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga, mun ekki eiga sér stað án aðkomu sveitarfélaganna,“ segir Aldís. „Það hefur síðan verið áætlað að innleiðing heimsmarkmiðanna komi að 2/3 hluta eða 65% í hlut sveitarfélaga. Það er því ljóst að við höfum verk að vinna og breið samstaða sveitarfélaga er af þessum sökum óendanlega mikilvæg. Við viljum því helst að hver einasta sveitarstjórn komi að starfi samráðsvettvangsins og taki þátt í þeirri þekkingarmiðlun sem er nauðsynleg til að ná árangri á landsvísu. Samvinna sveitarfélaga og sameiginleg stefnumörkun, t.d. í loftslagsmálum, getur enn fremur verið ákjósanlegur Það er alveg ljóst að sú aðlögun íslensks samfélags að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga, munu ekki eiga sér stað án aðkomu sveitarfélaganna kostur, ekki bara með hliðsjón af hagkvæmnissjónarmiðum heldur einnig þess aukna árangurs sem ná má fram með samstarfi.“ Loftslagsstefna sveitarfélaga komin í lög Jafnframt bendir Aldís á, að skylda sveitarfélaga til að setja sér loftslagsstefnu hafi á síðustu dögum fyrir lok Alþingis verið leidd í lög. Sveitarfélögin hljóti í framhaldinu að gera kröfu um faglegan og fjárhagslegan stuðning ríkisins við aðgerðir vegna sjálfbærrar þróunar. „Sanngjarnt og eðlilegt er að okkar mati, að ríkið styðji við sveitarfélögin í þessum verkefnum, hvort sem um er að ræða fræðslu, þekkingarmiðlun eða innviðauppbyggingu. Margar af þeim aðgerðum sem ráðast verður í á vegum sveitarfélaga eru afar kostnaðarsamar, eins og dæmi þegar sýna, s.s. vegna gas- og jarðgerðastöðvar SORPU, rafbílavæðingar og breytinga í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með tilkomu borgarlínu.“ Þurfum breiðfylkingu um lausnir Stofnfundurinn var haldinn í Vindheimum, einum af fundarsölum Reykjavíkurborgar, á íslenska kvenréttindadeginum þann 19. júní. Að margra mati fara ágætlega saman kvenréttindi og sjálfbær þróun hins vegar. Aldís tekur hiklaust undir það. „Gallup-könnun hefur sem dæmi leitt í ljós, að konur hafa meiri áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir sig og fjölskyldu sína. Konur hugsa einnig marktækt meira um áhrif sín á umhverfi og loftslagsbreytingar og eru tilbúnari að breyta hegðun sinni til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslagsbreytingar.“ Aðalatriðið er þó að hvorugt skyggir á hitt. „Stofnun sameiginlegs vettvangs sveitarfélagana er mikilvægt skref til að safna saman upplýsingum og fyrirliggjandi reynslu sem býr innan sveitarfélaganna og draga fram þau verkefni sem þegar eru farin af stað á sveitarstjórnarstigi. Einnig mun aukið samtal sveitarfélagana um árangursrík og hagkvæm stjórntæki og aðgerðir skila sér í þeirri breiðfylkingu um lausnir sem er löngu tímabær.“ Frá stofnfundinum 19. júní sl. en þarna má m.a. sjá þær Hrönn Hrafnsdóttur, sérfræðing á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, starfsmenn sambandsins þær Helgu Guðrúnu Jónasdóttur samskiptastjóra og Eygerði Margrétardóttur verkefnastjóra, en þær höfðu allar framsögu á fundinum. (Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir). SAMRÁÐSVETTVANGUR SVEITARFÉLAGA

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.