Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Síða 7
7
STEFNUMÓTANDI ÁÆTLUN RÍKISINS
OneSystems®
sími: +354 660 8551 | fax: +354 588 1057
www.onesystems.is | one@onesystems.is
OneSystems bjóða heildarlausn
í skjalamálum sveitarfélaga og þjónustu við íbúa
VELJU
M
ÍSLENST - VELJU
M
ÍS
LE
N
SK
T
-V
EL
JUM
ÍSLENSKT -
Þróunarstefna OneSystems styður MoReq2,
kröfur evrópulanda um gagnsæi, rekjaleika og öryggi.
Hagkvæmar lausnir
með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi.
OneSystems hefur hannað og rekur yr 40 gagnvirkar
þjónustugáttir af ýmsum toga, víðsvegar um landið hjá
sveitarfélögum og fyrirtækjum.
Þar á meðal eru: Íbúagáttir, starfsmannagáttir, nefndarmanna- og
gagnagáttir.
Auktu aðgengi gagna og gagnsæi ákvarðanatöku með öruggu og
rekjanlegum hætti. Stórauktu þjónustu án þess að auka
yrbyggingu og sparaðu með skilvirkari stjórnun mála.
Gagnvirkar þjónustugáttir
Upplýsingagátt
Portal Information
Vefgátt fyrir íbúa
Citizen
Nefndarmannagátt
Committee
Starfsmannagátt
Employee
Self-Service
Portal Project
Verkefnavefur
ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN
ORKUSJÓÐUR
Orkusjóður auglýsir styrki til uppsetningar
á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við gististaði
Ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Markmiðið með áætluninni er að
draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti
staðið við markmið Parísarsamningsins til 2030 og markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið
2040.
Eitt af áhersluatriðum áætlunarinnar eru orkuskipti í samgöngum sem er stærsti losunarþátturinn sem
snýr að beinum skuldbindingum Íslands.
Markmiðið með verkefninu er að fjölga hleðslustöðvum við gististaði þannig að mögulegt verði að auka
hlutdeild rafbíla í ferðaþjónustu. Þeir gististaðir sem falla undir liði (a) og (b) í 4 gr. reglugerðar nr.
1277/2016, geta sótt um styrki til uppsetninga á hleðslustöðvum.
Við úthlutun styrkja verður miðað við að:
• Verkefnið leiði til uppsetningar á hleðslustöðvum í öllum landshlutum þannig að notendur
rafbílaleigubíla geti ferðast um landið með öruggu aðgengi að hleðslustöðvum á næturstað.
• Þegar eiri en einn sækir um uppsetningu stöðva á sama svæði, þá er sá umsækjandi valinn þar
sem kostnaður við uppsetningu er lægstur miðað við fjölda gesta sem nýtt geta hleðslustöðina
• Við uppsetningu hleðslustöðva verði hugað að aðgengi fatlaðra
Til úthlutunar í eru 50 m.kr. Eingöngu eru veittir fjárfestingarstyrkir og geta styrkir hæst numið 50% af
áætluðum kostnaði verkefnis.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2019.
Rafrænar umsóknir sendist um þjónustugátt af vef www.os.is
Staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar en 15. október 2019
Nánari upplýsingar fást hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Sími: 569 6083.
Netfang: jbj@os.is.
Upplýsingar og gögn um stefnumótandi áætlun
ríkisins er m.a. að finna í samráðsgáttinni og á
stjórnarráðsvefnum.
um á síðustu tveimur til þremur árum eða
svo.“ Þarna er Valgarður að vísa meðal
annars til skýrslu „Eyrúnarnefndarinnar“
sem kom út fyrir um tveimur árum, auk
skýrslu um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
og tekjustofnakerfið, sem einnig hefur
verið fjallað talsvert um. „Þá höfum við
einnig verið að horfa til ræðu ráðherra,
sem hann flutti á síðasta landsþingi
sambandsins, sem og stefnumörkunar
sambandsins 2018-2022.“
Hvítbókar að vænta innan
skamms
Grænbókin lýsir gróflega stöðu
sveitarstjórnarstigsins í 10 köflum. Auk
þess eru settar fram 50 spurningar sem
starfshópurinn telur gagnlegar til að draga
fram sjónarmið sveitarstjórna um inntak
og áherslur vegna stefnumótunarinnar.
„Sjálf stefnan mun svo líta dagsins ljós
í Hvítbók sem kemur út nú bráðlega,
þegar við höfum lokið við að fara yfir þær
umsagnir sem bárust um Grænbókina í
samráðsgáttinni,“ segir Valgarður.
Í Grænbókinni eru sett fram drög að
þremur markmiðum, sem eru í fyrsta lagi
að sveitarfélögin séu öflug og sjálfbær
vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, í
öðru lagi að réttindi og aðgengi íbúa
að þjónustu sé jafnt og í þriðja og
síðasta lagi að verkaskipting og ábyrgð
sveitarfélaga sé skýr og sjálfsstjórn þeirra
virt. Þá verður stefnan einnig að taka mið
af annarri stefnumótun hins opinbera,
þar á meðal samgönguáætlun, byggða-
og sóknaráætlunum og fjármálaáætlun
ríkisins.
Skýr markmiðssetning skiptir öllu
Mikilvægasta markmið þessa
umfangsmikla samráðsferlis er að
sögn Valgarðs, að endanleg stefna
byggi á skýrum markmiðum. „Þetta
er stefnumótandi áætlun og skýr
markmiðssetning skiptir því öllu, ekki
hvað síst þegar að árangursmati
og endurskoðun stefnunnar kemur,
en áætlunina ber að endurskoða á
þriggja ára fresti. Henni fylgir jafnframt
aðgerðaáætlun til fimm ára í senn og við
hverja aðgerð verða sett markmið sem
tillögur um aðgerðir verða tengdar við
ásamt árangursmælikvörðum.“
Hvítbókin verður í umsagnarferli fram í
september og upp úr henni verður síðan
unnin þingsályktunartillaga sem ráðherra
leggur fram á næsta haustþingi. Eins og
fyrr segir þá hefur sambandið boðað til
aukalandsþings þann 6. september, en
að sögn Valgarðs er það algjört lykilatriði
að sveitarfélögin fái tækifæri til að fjalla
um málið áður en það fer fyrir Alþingi.
Hann hvetur jafnframt sveitarstjórnir til að
taka Hvítbókina til umfjöllunar þegar hún
verður birt í samráðsgáttinni og að gera
framkomnar ábendingar og athugasemdir
aðgengilegar fyrir starfshópinn með
umsögn um málið. „Með þessu móti ætti
ráðherra að hafa skjal í höndum sem
hann getur byggt á þegar hann leggur
málið fyrir Alþingi í haust.“