Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Qupperneq 38

Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Qupperneq 38
38 SVEITARSTJÓRNARMÁL Á nýliðnu löggjafarþingi voru lögð fram tvö frumvörp af hálfu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tengd fiskeldi. Annars vegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar) og hins vegar frumvarp um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Upphafleg nefndarálit atvinnuveganefndar Alþingis og breytingartillögur við frumvörpin gátu vart talist beisin með tilliti til sveitarfélaga, en nefndin tók lítið sem ekkert tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í umsögnum Sambands íslenskra sveitarfélaga og unnar voru í nánu samráði við stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fiskeldi sem atvinnugrein er byggðamál, uppbygging á tilteknum land- og hafsvæðum er skipulagsmál og væntingar um tekjur af starfseminni er efnahagsmál. Snertifletir við þau sveitarfélög sem um ræðir eru því fjölbreyttir og hagsmunir einnig. Metnaðarfull stefna í fiskeldi Samtök sjávarútvegssveitarfélaga Fiskeldi og sveitarfélögin mörkuðu á síðasta ári metnaðarfulla stefnu í fiskeldi. Af helstu stefnumiðum má nefna að rannsóknir á áhrifum fiskeldisstarfsemi á lífríki og samfélag verði auknar og að þau tækifæri sem felast í auknu fiskeldi á sjálfbærum grunni verði nýtt. Einnig að ríki og sveitarfélög séu meðvituð um að sjálfbær þróun í fiskeldi byggist á jafnvægi milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Mikilvægt er að litið sé markvisst til allra þessara þátta í opinberri stefnumörkun, laga- og reglusetningu. Þá leggja samtökin áherslu á reglulegt, staðbundið eftirlit með greininni og að tekjustofnar sveitarfélaga af atvinnustarfsemi í sjó, allt að einni sjómílu út frá grunnlínu landhelginnar, verði skilgreindir í samráði við sjávarútvegssveitarfélög. Grunnhugsunin er sú, að gera þeim sveitarfélögum, þar sem fiskeldi hefur haslað sér völl, auðveldara fyrir að laga samfélagslega uppbyggingu að örum vexti atvinnugreinarinnar. Til að ná þessum markmiðum telja samtökin m.a. að tryggja þurfi sveitarfélögum tekjur af reitanýtingu í sjó og jafnframt að þeim verði tryggð nauðsynleg áhrif á haf- og strandsvæðaskipulag. Auka þarf forræði þeirra og tryggja um leið nauðsynlega tekjustofna. Stofnun sérstaks fiskeldissjóðs Bæði þessi frumvörp voru afgreidd sem lög skömmu fyrir þinglok, en markmið fyrra frumvarpsins er, svo að því sé haldið til haga, að styrkja lagaumgjörð stjórnsýslu fiskeldis þannig að atvinnugreinin verði öflug og sjálfbær með þróun og vernd lífríkis að leiðarljósi. Tilgangur síðara frumvarpsins er á hinn Grunnhugsunin er sú, að gera þeim sveitarfélögum, þar sem fiskeldi hefur haslað sér völl, auðveldara fyrir að laga samfélagslega uppbyggingu að örum vexti atvinnugreinarinnar. Gauti Jóhannesson sveitarstjóri í Djúpavogshreppi og formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Frá fiskeldi Laxa í Reyðarfirði. (Ljósm.: Af vef Landssambands fiskeldisstöðva, www.lf.is).

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.