Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 31
31 sem sveitarstjórnarstigið hefur. Ný verkefni eða tilfærsla verkefna frá ríkinu geti hins vegar sett stórt strik í reikninginn. „Um leið og málaflokkur er kominn til sveitarfélaganna, þá herðist löggjöf þannig að kostnaðarauki hlýst óhjákvæmilega af. Það ætti af þessum sökum að vera bannað að setja lög og reglugerðir nema gerð sé haldbær áætlun um þann kostnað sem stofnað er til með nýrri lagasetningu. Þannig er jafnframt líklegra að vandað sé til verka og að vinna sé sett í að finna leiðir sem mæta auknum kostnaði hjá sveitarfélögunum.“ Á móti kemur, að með samráðsgátt stjórnarráðsins og umsagnarvef alþingis hafi hlutirnir þokast í átt að auknu lýðræði. Hægt er að fylgjast með málum í umsagnarferli og koma með athugasemdir. Áður þá var það mikil vinna að fylgjast með því hvað var í gangi og oft of seint að koma með athugasemdir, málin voru komin of langt í ferlinu. Að ríkisvaldið og Alþingi hafi loks tekið upplýsingatæknina í þjónustu sína svo að einhverju nemi, breytir þó ekki því, að almennt þarf að mati Guðnýjar, að skoða betur lagafrumvörp. „Á það sérstaklega við um samhengi þeirra innan íslenska lagasafnið og við erlendar skuldbindingar. Ný löggjöf virðist stundum vanhugsuð og á skjön við gildandi lög og reglur. Eitt og annað kemur upp í hugann, þar á meðal frumvarp til laga um lögheimilis skráningu, en ótrúlegt er hve langt það komst án þess að horft væri til skipulagslaga. Þá setur menntamálaráðuneytið reglur um akstur og biðtíma skólabarna, en Vegagerðin virðist ekki fá fjármagn til að fylgja því eftir. Úrræðaleysi virðist einnig eiga við um förgun dýrahræja, skylt er að brenna en enginn brennsla tekur við þeim. Af nógu er að taka.“ Gera verður samfélagi kleift að bjarga sér sjálft Jafnframt er Guðný efins um stuðningsaðgerðir, nema þeim sem er ætlað að gera samfélaginu kleift að bjarga sér sjálft. „Það hefur meðal annars verið gert með því frábæra verkefni sem Ísland ljóstengt er. Á hinn bóginn virðist skilningur á viðunandi vegasamgöngum og almenningssamgöngum vera takmarkaður. Mér hefur líka þótt merkilegt hvað ríkisstofnanir eru sumar aftarlega á merinni þegar kemur að búnaði til fjarfunda eða upptökum á viðburðum. Það má vel gera með búnaði sem kostar um 50 þúsund krónur, sem er mun ódýrara en að greiða starfsmanni samkvæmt kílómetragjaldi ríkisins frá Reykjavík til Húnaþings vestra og til baka. Svo ekki sé talað um vinnutapið við 4 til 5 klst. í akstur.“ Hún þagnar stundarkorn og lítur út um gluggann. „Þá er Húnaþing vestra landbúnaðarsamfélag og ekki er síðra skilningsleysi ráðamenna á þeirri atvinnugrein. Vissulega má margt bæta, en varðandi innflutning á fersku kjöti þá verður að lágmarki að gera sömu kröfur til erlendra framleiðenda og gerðar eru til innlendra um aðbúnað, lyfjanotkun og dýravelferð, svo að hægt sé að tala um eðlilega samkeppni.“ Hætt en þó ekki? Eins og áður segir lá leið Guðnýjar til Húnaþings vestra beint frá Kanada, þar sem hún var búsett og líkaði vel. Hún hóf störf hjá Wise lausnum í september 2006 og hjá dótturfyrirtæki þess, Wise Dynamics Ltd í Kanada í júlí 2012. Starfið fólst í innleiðingu viðskiptahugbúnaðarins Microsoft Dynamics NAV hjá viðskiptavinum í Bandaríkjunum og Kanada. „Ég gerði ítarlegar ferla- og þarfagreiningar, verkáætlanir, leiddi teymi sérfræðinga, sá um samskipti við viðskiptavini og veitti almenna rágjöf í bókhaldi,“ segir og brosir að þessu löngu liðna lífi sínu, sem virðist svo óralangt í burtu en samt ekki. Og hvert skyldi förinni svo heitið? „Mér finnst ég standa á tímamótum, 48 ára gömul við góða heilsu, skulda ekkert og hef ekki fyrir neinum að sjá. Ég lærði viðskiptafræði á sínum tíma en ákvað nú fyrir skemmstu að láta gamlan draum rætast og skella mér í framhaldsnám í fjölmiðla- og boðskiptafræði ásamt því að sinna verkefnum sem hafa setið á hakanum of lengi. Þessi fimm ár hér í Húnaþingi vestra hafa verið alveg sérlega góð og gefandi og hef ég náð þeim markmiðum sem ég setti mér, s.s. að tryggja starfsemi hitaveitunnar og lagningu ljósleiðara. Ég hef enn mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum og geri ráð fyrir að halda áfram að fylgjast með en frá öðru sjónarhorni.“ Mannauður sveitarfélagsins er einn helsti styrkur þess, að sögn Guðnýjar. Hér má sjá starfsfólk ráðhússins í september 2016. (Ljósm. Húnaþing vestra). Þegar um mjög dreifbýlt samfélag er að ræða, þar sem fjarlægðir spara hvorki tíma né peninga, þá getur besti kosturinn samt verið, að hafa málaflokkana í héraði og ná með því móti þeirri yfirsýn sem nauðsynleg er. HEILBRIGÐUR RÍGUR ER BARA AF ÞVÍ GÓÐA

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.