Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 27
27 SVEITARSTJÓRNARMÁL verið til fyrirmyndar. Önnur dæmi um góða samvinnu íbúa er bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi sem er að mestu unnin í sjálfboðavinnu og sýning Leikflokks Húnaþings vestra á Hárinu, sem endaði sem athyglisverðasta áhugasýning leikársins 2018-2019. Þá er góð samvinna í íþróttum, en Kormákur og Hvöt spila saman í knattspyrnu, kirkjukórar æfa saman og ferðaþjónustuaðilar starfa vel saman, svo að eitthvað sé nefnt.“ Mannauðurinn er helsti styrkurinn Þetta hafa verið atorkumikil fimm ár, svo að ekki sé meira sagt. Sem stendur er verið að endurnýja hitaveitulagnir á Hvammstanga og íþróttamiðstöðin hefur verið stækkuð og henni breytt til samræmis við nútímaþarfir. Umhverfismálin hafa ekki síður verið fyrirferðarmikil. Flokkunartunnur standa nú við hvert hús og heimili og ráðist hefur verið í ýmsar framkvæmdir ýmist til verndar náttúrunni eða til þjónustuauka við ferðamenn þar sem ágangur er mikill, nema hvort tveggja sé. Ánægðust er Guðný þó með að skila af sér góðu búi. „Sveitarfélagið stendur vel. Skuldahlutfallið er lágt og lausafjárstaðan góð. Nokkur afgangur hefur verið á rekstri sem kemur helst til vegna aukinna tekna og því að forstöðumenn hafa haldið vel utan um sína málaflokka og verið innan áætlunar.“ Helsti styrkur Húnaþings vestra er þó að mati Guðnýjar mannauðurinn sem þar er og í því felast tækifærin. „Það virðist vera sama hvað fólki dettur í hug, það eru fundnar leiðir til að framkvæmda það. Hér er valinn maður í hverju rúmi og í raun enginn veikur hlekkur,“ segir hún, stolt af sínu fólki. Sveitarstjórnarmálin standa jafnframt fyrir margt fleira en bara „sveitarstjórnarmál“. „Í mínum huga eru sveitarstjórnarmál náið samstarf við fólk, íbúa. Það er á sveitarstjórnarstiginu sem hægt er að gera mest fyrir samfélagið þannig að fólk finni fyrir því. Það skiptir vissulega máli hvaða ákvarðanir eru teknar á alþingi, miklu máli, en ef það er ekki fólk á sveitarstjórnarstiginu sem vill og getur fylgt málum eftir þá verður lítið úr þeim ákvörðunum.“ Heilbrigður rígur við nágrannasveitarfélögin Þegar Guðnýju bar að garði, í kjölfarið af sveitarstjórnarkosningunum 2014, reið sannkölluð kvenalda yfir Húnaþing vestra. Guðný var fyrsta konan sem tók við starfi sveitarstjóra, konur voru í fyrsta sinn í meirihluta í lykilstöðum hjá sveitarfélaginu, fjórir af sjö fulltrúum í sveitarstjórn voru konur, oddviti meirihlutans var kona og í byggðaráði voru konur einnig í meirihluta. Guðný, sem er borin og barnsfæddur Keflvíkingur, er þó enginn nýgræðingur í landsbyggðarpólitík. Eflaust muna margir enn eftir henni á Raufarhöfn, þar sem hún var sveitarstjóri á árunum 2002 til 2006 og þótti farast það vel úr hendi þrátt fyrir erfiða tíma í rekstri sveitarfélagsins. Vel gert hjá kornungri konu. Guðný Hrund Karlsdóttir hefur verið sveitarstjóri Húnaþings vesturs sl. fimm ár. (Horft til norðurs yfir byggðina við Hvammstanga, ljósmyndina tók Guðný úr dróna). Í mínum huga eru sveitarstjórnarmál náið samstarf við fólk, íbúa. Það er á sveitarstjórnarstiginu sem hægt er að gera mest fyrir samfélagið þannig að fólk finni fyrir því.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.