Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Síða 21
21
er út frá þeirri forsendu að yfir komandi
árabil muni ný úrræði - þar á meðal
notendasamningar - mæta þörfum
notenda á biðlistum auk þess sem
stofnanir verða lagðar niður.
Í einhverjum tilvikum kann staðan þó
að vera sú að eldri úrræði verði áfram
við lýði. Afar brýnt er að vilji íbúa ráði
för í þessu ferli. Eldri úrræðum sé
þannig einungis viðhaldið þar sem
skýrt og greinilega liggja fyrir óskir
frá viðkomandi einstaklingum um að
búa áfram á sama stað. Þá munu
stjórnendur fötlunarþjónustu hjá
sveitarfélögunum eiga samtöl við íbúana,
sem og persónulega talsmenn þeirra
og réttindagæslumenn um þá kosti
sem staðið geta til boða. Mikilvægt er
einnig að stíga markviss skref við að
afstofnanavæða hjúkrunar- og dvalarrými,
þannig að fólk geti litið á búsetu þar
sem raunverulegt heimili, jafnvel þótt
þar sé jafnframt veitt umfangsmikil
heilbrigðisþjónusta.
Po
rt
h
ön
nu
n
/ A
P
al
m
an
na
te
ng
sl
Ég er 100%
endurvinnanlegur
Mig langar
að endurvinna
þig
Endurvinnsla
– í þínum höndum
Það er í þínum höndum að ákveða hvaða úrgang þú ætlar að flokka og skila til
endurvinnslu. Vel gæti reynst að byrja smátt en bæta svo smám saman við eftir því sem
þú venst hugmyndinni. Í öllum sveitarfélögum er tekið á móti spilliefnum og langflest
þeirra taka við pappa, pappír og plasti til endurvinnslu.
Nánari upplýsingar og einföld ráð um endurvinnslu má sjá á
www.urvinnslusjodur.is/endurvinnsluvika
Í vissum tilvikum getur það þó haft
kosti í för með sér að veita þjónustu á
formi NPA, enda þótt það skilyrði sé
ekki uppfyllt að fatlaður einstaklingur
stýri öllum þáttum þjónustunnar. Þannig
geti komið til álita að nýta NPA fyrir
þjónustu við fjölskyldur fatlaðra barna,
sérstaklega þeirra sem eru orðin stálpuð
og fær um að taka þátt í ákvörðunum um
fyrirkomulag þjónustu. Hér væri þó alltaf
um undantekningu að ræða þar sem
það samrýmist ekki hugmyndafræðinni
um sjálfstætt líf að nánir aðstandendur
fatlaðs einstaklings stýri þjónustunni
(hvort sem um er að ræða börn eða fólk á
öðrum aldursskeiðum).
Heimili er hornsteinn
Það er órjúfanlegur þáttur í
hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf að
fatlað fólk eigi rétt til heimilis. Eins og
áður segir kallar þessi réttur á að eldri
stofnanaúrræði séu stokkuð upp. Í lögum
er gert ráð fyrir að fötluðu fólki sem býr
nú á stofnunum eða herbergjasambýlum
séu boðnir aðrir búsetukostir.
Í allri áætlanagerð sveitarfélaga um
uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk
er miðað við að öll ný úrræði uppfylli
þá kröfu að skapa íbúum raunverulega
sjálfstæða búsetu á eigin heimili. Unnið
Áskoranir
Við innleiðingu á Sáttmála SÞ standa
sveitarfélögin fyrst og fremst frammi fyrir
þeirri áskorun að valdefling notandans
sé raunveruleg og færi honum stjórn
á eigin lífi. Breytingin snýr einkum
að hugarfari og að vilji sé til þess að
breyta hefðbundnum vinnubrögðum í
takti við nýjar áherslur. Félagsþjónusta
sveitarfélaga hefur styrkst mjög að
faglegum burðum á undanförnum árum
og fyrir fram ekki við öðru að búast en að
stjórnendur og starfsmenn muni halda
áfram því umbótamiðaða starfi sem
yfirfærsla málaflokksins lagði grunn að í
upphafi árs 2011.
Áskoranir eru einnig af fjárhagslegum
toga því fyrir liggur að breytt þjónustuform
kallar í mörgum tilvikum á aukin útgjöld.
Mikilvægt er hins vegar að hafa í huga að
öll fjölgun á möguleikum fatlaðs fólks til
virkrar þátttöku er til þess fallin að auka
mannauð í samfélaginu. Mannauðurinn
skilar sínum ávinningi jafnt og þétt
hvort sem litið er til króna og aura eða
þess markmiðs að sveitarfélögin verði
samfélög án aðgreiningar eins og segir
í leiðarljósi stefnumörkunar Sambands
íslenskra sveitarfélaga fyrir yfirstandandi
kjörtímabil (2018-2022).
Það er órjúfanlegur þáttur
í hugmyndafræðinni um
sjálfstætt líf að fatlað fólk
eigi rétt til heimilis.
FÉLAGSÞJÓNUSTA