Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 14
14 SVEITARSTJÓRNARMÁL Mikil mannvirki Óhætt er að segja að ásýnd og bæjarbragur Akraness hafi gerbreyst með tilkomu Sementsverksmiðjunnar. Gamla byggðin í litla sjávarþorpinu féll skyndilega í skuggann af hinum miklu mannvirkjum verksmiðjunnar sem þóttu gríðarstór á sínum tíma. Efnisgeymslan ein og sér var um 93.000 rúmmetrar og var lengi stærsta bygging á Íslandi. Atvinnusaga Akraness var skrifuð upp á nýtt. Karlar í bænum sem áður höfðu sótt sjóinn og sinnt ýmsum öðrum störfum flykktust til starfa í Sementsverksmiðjunni, fyrst við byggingu hennar og síðan við framleiðslu. Þegar mest var störfuðu um 180 manns í verksmiðjunni, auk fjölda afleiddra starfa. Í augum þeirra fjölmörgu sem komu sjóleiðina uppá Skaga fyrir daga Hvalfjarðarganga var Sementsverksmiðjan hin sanna ásjóna bæjarins. Akranes eða Örfirisey Árið 1947 setti Alþingi lög um byggingu Sementsverksmiðju og var lengi vel áformað að hún skyldi rísa í Önundarfirði. Ákvæði um það var þó tekið út áður en frumvarpið varð að lögum. Einnig kom um tíma til greina að verksmiðjan risi í Patreksfirði, Örfirisey eða Geldinganesi. Á endanum stóð valið á milli Örfiriseyjar og Akraness. Akranes varð fyrir valinu og réði þeirri ákvörðun ekki síst eindreginn vilji bæjaryfirvalda til þess að verksmiðjan risi þar. Buðu þau ríkinu lóð án allra kvaða eða kostnaðar ásamt nauðsynlegri landfyllingu, hafnaraðstöðu, vatn, rafmagn og fleiri hlunnindi, samkvæmt frásögn Árbókar Akraness 2017 af aðdraganda þess að verksmiðjan reis á Akranesi. Útreikningar á framleiðslu- og dreifingarkostnaði voru Akranesi í vil. Auk þess fannst mikið magn af skeljasandi suðvestur af Akranesi sem þótti henta til framleiðslunnar. Spor í atvinnusögunni Framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar hófust af krafti í maí 1956 og var hornsteinn lagður að henni á vígsludaginn 14. júní 1958. Þótti talsvert afrek á sínum tíma að ljúka framkvæmdum á svo skömmum tíma. Framleiðsla á sementi hófst síðla árs 1958. Bygging Sementsverksmiðju ríkisins og framleiðsla hennar átti síðan drjúgan þátt í að efla og auka varanlega mannvirkjagerð á Íslandi, svo sem húsbyggingar, hafnarmannvirki, vegi og margt fleira. Verksmiðjan markar óneitanlega spor í atvinnusögu Akraness og raunar landsins alls. Metárið 2007 framleiddi verksmiðjan 153.000 tonn af sementi. Á næstu árum minnkaði framleiðslan hratt og árið 2012 var henni hætt. Lóðin endurheimt Bæjaryfirvöld á Akranesi lögðu ríkinu til um sjö hektara lands undir byggingu verksmiðjunnar á sínum tíma. Þegar ljóst var upp úr aldamótum 2000 að ríkið færi frá rekstrinum og verksmiðjan yrði seld einkaaðilum var gerð krafa um að landið færðist að nýju í eigu Akraneskaupstaðar og gengið frá samkomulagi við ríkið þar um. Bæjarstjórn fól síðan bæjarstjóra árið 2013 að hefja viðræður við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar ehf. um að ná hagstæðu samkomulagi um yfirtöku kaupstaðarins á lóðum og byggingum á sex hekturum lands. Samkomulag náðist og með því fengu bæjaryfirvöld full yfirráð yfir þessum mikilvægu lóðum. Jafnframt var eigendum Sementsverksmiðjunnar tryggt athafnasvæði á um 0,5 hektara lands til allt að 15 ára eða til 2028. 360 íbúðir Nú bíður Sementsreiturinn þess hljóður að vinnuvélarnar mæti til leiks á ný til að byggja. Ekki verksmiðju, heldur íbúðir og Sementsreiturinn við Langasand á Akranesi, Akrafjall í baksýn. (Ljósm.: Guðni Hannesson).

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.