Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 20
20
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Po
rt
h
ön
nu
n
/ A
P
al
m
an
na
te
ng
sl
Ég er 100%
endurvinnanlegur
Mig langar
að endurvinna
þig
Endurvinnsla
– í þínum höndum
Það er í þínum höndum að ákveða hvaða úrgang þú ætlar að flokka og skila til
endurvinnslu. Vel gæti reynst að byrja smátt en bæta svo smám saman við eftir því sem
þú venst hugmyndinni. Í öllum sveitarfélögum er tekið á móti spilliefnum og langflest
þeirra taka við pappa, pappír og plasti til endurvinnslu.
Nánari upplýsingar og einföld ráð um endurvinnslu má sjá á
www.urvinnslusjodur.is/endurvinnsluvika
Um þessar mundir eiga sér stað róttækar
breytingar á fyrirkomulagi þjónustu við
fatlað fólk. Þessar breytingar eru að
verulegu leyti drifnar áfram af Samningi
Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs
fólks (einnig nefndur Sáttmáli SÞ) sem
verið er að innleiða hér á landi.
Sambandið hefur fylgst með
innleiðingunni og telur að Sáttmáli SÞ
samrýmist vel þeirri áherslu sem íslensk
sveitarfélög hafa lengi lagt á öfluga
nærþjónustu sem svari þörfum íbúa.
Þá hefur sýn sáttmálans á heildstæða,
einstaklingsbundna nálgun hlotið mikinn
hljómgrunn í því augnamiði að samþætta
stærstan hluta velferðarþjónustu í
nærumhverfi notenda. Þá eigi mat á þörf
fyrir stuðning fyrst og fremst að stýra því
hvaða úrræði eru veitt.
Sveitarfélögin eru samstíga í innleið-
ingunni og virk í því að leggja meginreglur
sáttmálans til grundvallar við skipulag og
framkvæmd félagsþjónustu. Meginstefið
felur í sér að efla notendur og styðja
þá til sjálfshjálpar; þjónusta sé þannig
veitt á forsendum notandans en ekki
„kerfisins“. Með þessu er undið ofan af
forræðishyggju og stofnanavæðingu sem
til skamms tíma einkenndi þjónustu við
fatlað fólk í of ríkum mæli.
Róttækum breytingum - sem jafnvel
má jafna til byltingar - fylgja einatt
áskoranir. Gagnvart sveitarfélögunum
er fyrsta krefjandi verkefnið að mæta
notandanum þar sem hann er staddur
og tryggja að þjónustan sé raunverulega
veitt á forsendum hans. Þá kalla
leiðarljós sáttmálans á uppstokkun
eldri stofnanaúrræða og umbreytingu
á þjónustuferlum er til skemmri tíma
geta falið í sér fjárhagslegar byrðar
fyrir sveitarfélögin sem ábyrgðaraðila
þjónustu.
Notendasamningar
Mikilvægt atriði í valdeflingu notenda er
að þeim geti staðið til boða að ganga
til samkomulags við ábyrgðaraðila um
þá þjónustu sem veitt er. Með því er
markvisst horfið frá því fyrirkomulagi
að þjónustukerfið mæli út eitt og sama
úrræðið fyrir alla notendur.
Gerð notendasamninga hefur gefist
vel í nágrannaríkjum með þeirri
útfærslu að notandi fái úthlutað tilteknu
fjármagni sem hann ráðstafar til þess
að kaupa þjónustu. Í þeim löndum sem
Íslendingum er tamt að bera sig saman
við hafa þó ýmis vandkvæði komið upp
sem mikilvægt er að horfa til og læra
af við innleiðinguna hérlendis. Finna
verður jafnvægi milli væntinga og þess
sem raunhæft er að standi til boða við
samningsgerð. Þá verður að tryggja
ásættanlegt samræmi í því sem boðið
er þannig að ekki komi upp álitamál um
óeðlilega mismunun.
Sérstaklega þarf að gæta þess að gerð
notendasamninga skapi ekki eða viðhaldi
aðstöðumun milli notenda. Áríðandi
er til að mynda að þjónustunotendur á
landsbyggðinni eigi síst lakari möguleika
á því að nýta sér önnur form en þá
hefðbundnu þjónustu sem starfsmenn
sveitarfélaga veita í dag.
NPA er valkostur
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)
er einn flokkur notendasamninga og
mikilvægur valkostur við hefðbundið
form á félagsþjónustu við fatlað fólk. Sé
það sameiginleg niðurstaða notanda
og ábyrgðaraðila þjónustu að þetta
tiltekna þjónustuform henti vel til þess
að mæta stuðningsþörfum er gengið til
samningsgerðar um NPA.
Fastákveðinn reglurammi gildir um
NPA sem þjónustuform og er hann
mun strangari en almennt gildir um
notendasamninga. Það leiðir af þessum
ramma af NPA mun ekki verða altækt
þjónustuform, heldur virka sem valkostur
þegar tilteknar forsendur eru uppfylltar
til viðbótar því sem almennt gildir um
notendasamninga. Þar er meginskilyrði
að fatlaður einstaklingur stýri öllum
þáttum þjónustunnar enda er það í mestu
samræmi við þau markmið sem að er
stefnt um valdeflingu notenda.
Tryggvi Þórhallsson
lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði
sambandsins.
Sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðs
fólks – driffjöður breytinga