Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 23
23 við sveitarstjórnarlög þar sem samstarfsnefndinni var veitt umboð til að gera tillögu um fyrirkomulag sameiningar og dagsetningu íbúakosninga þar um. Fjöldi starfshópa var skipaður til að fjalla um einstök málefni og fyrirtækið RR Ráðgjöf fengið til að annast verkefnastjórnun. Samstarfsnefndin hefur fundað 15 sinnum á um sjö mánaða tímabili frá 1. nóvember 2018 til 27. maí 2019 eða að jafnaði tvisvar í mánuði. Fundað með íbúum „Við höfum unnið ansi stíft í samstarfsnefndinni og í starfshópum. Björn segir að fulltrúar sex sveitarfélaga hafi sest niður haustið 2017 til að ræða hugsanlega sameiningu. Auk áðurnefndra sveitarfélaga komu Fljótsdalshreppur og Vopnafjarðarhreppur að þeim viðræðum. Skipaður var starfshópur og gerði hann það að tillögu sinni að gerð yrði skoðanakönnun meðal íbúa. Hún fór fram í mars 2018. Reyndist afstaða íbúa Fljótsdalshrepps og Vopnafjarðarhrepps til sameiningar afgerandi neikvæð og heltust þau þá úr lestinni. Íbúar hinna fjögurra voru á hinn bóginn mjög jákvæðir í garð sameiningar. Formlegt ferli Kosið var til sveitarstjórna vorið 2018 og þá um haustið settust fulltrúar sveitarfélaganna fjögurra aftur á rökstóla. Skipuð var samstarfsnefnd í október 2018 og síðan hafa hlutirnir gerst hratt. Ekki var um könnunarviðræður að ræða heldur formlegt ferli í samræmi Nú í vor kynntum við niðurstöður starfshópanna á fundum með íbúum sveitarfélaganna. Fundirnir voru vel sóttir og viðbrögð íbúanna almennt mjög jákvæð við þeim tillögum sem fyrir lágu. Annars vegar fór fram almenn kynning á þessum fundum en síðari hluti fundanna var með þjóðfundarsniði þar sem einstök málefni voru rædd í hópavinnu. Við fengum ýmsar ábendingar frá þeim sem sóttu þessa fundi og höfum unnið úr þeim. Í lok maí gekk samstarfsnefndin svo frá skýrslu um störf sín og forsendur fyrir sameiningu og gerði tillögu til sveitarstjórnanna fjögurra um dagsetningu íbúakosningar. Sveitarstjórnirnar fá skýrsluna aðeins til kynningar og skulu fjalla um hana á tveimur fundum. Hins vegar þurfa þær að taka afstöðu til þess hvenær skal kjósa en ég geri ráð fyrir að kosning fari fram seint í október næstkomandi eða snemma í nóvember,“ segir Björn. Verði sameining samþykkt er gert ráð fyrir að kosin verði ný sveitarstjórn vorið 2020 og hún starfi fram að kosningum sem verða 2022, að sögn Björns. Nýja sveitarstjórnin mun þá nota tímann fram að reglubundnum kosningum til að aðlaga stjórnsýsluna að nýjum veruleika í sameinuðu sveitarfélagi. Björn segir hugsanlegt að kosið verði um nafn á nýja Menn voru ekki alltaf sammála en við höfum haft tækifæri til að rökræða ágreiningsefni og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Samþykki íbúar í sveitarfélögunum fjórum sameiningu verður ný sveitarstjórn kosin vorið 2020. (Séð niður Lagarfljót að Snæfelli. Ljósm. Fljótsdalshérað). SAMEINING SVEITARFÉLAGA

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.