Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 18
18
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Matthías og kærasta hans, Daníela
Stefánsdóttir hafa gaman af því að fara á
hestbak en á Blesastöðum er mikið af fallegum
og vel ættuðum hrossum. (Ljósm.: Lára
Jónsdóttir).
miklum sjarma. „Ég held að það sé mikill
munur á að alast upp í sveit eða þéttbýli,
það eru flestir sammála mér í þeim
efnum. Það eru kostir og gallar við allt“.
Myndbönd og íþróttir
Þegar Matthías er inntur eftir helstu
áhugamálum hans segir hann að íþróttir
eins og körfubolti, fótbolti og handbolti
séu í miklu uppáhaldi, bæði að stunda
íþróttirnar og horfa á þær. Honum þykir
líka mjög gaman að ferðast um landið
en það sem á hug hans alla daga um
þessar mundir er að gera myndbönd í
tölvunni, á milli þessi, sem hann sinnir
sveitarstjórnarmálunum.
Framtíðin er óljós
Mattías segir að framtíð sín sé óljós
en eins og er sé hann að byggja upp
eigin rekstur í myndbandaframleiðslu og
stefnir hann á að fara lengra með það
verkefni. „Síðan mun ég 100% sinna
samfélagsstörfum, hvort sem það verður
hreppsnefnd eða eitthvað annað, en það
verður bara að koma í ljós. Það verður
gaman að sjá hvernig þetta mun þróast
og óljóst hvað framtíðin ber í skauti sér
en ég er sannfærður um að hún verði
skemmtileg“.
Málar í sumar
Matthías brautskráðist í vor sem
stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Hann segir óákveðið hvað taki við en
sveitarstjórnarmálin verði þó í fyrsta sæti
hjá honum. Hann ætlar að taka sér frí
frá námi og læra í skóla lífsins, það sé
ekki síður mikilvægt nám en annað. Í
sumar starfar Matthías sem málari hjá
Akrýlmálun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
og þess á milli ætlar hann að útbúa
myndbönd.
Skilyrði til greiðslu húsnæðisbóta eru þessi:*
Umsækjandi er 18 ára eða eldri.
Umsækjandi er búsettur í íbúðarhúsnæðinu og á þar lögheimili.
Umsækjandi er aðili að þinglýstum leigusamningi til a.m.k.
þriggja mánaða.
Íbúðarhúsnæðið hefur að lágmarki eitt svefnherbergi, séreld-
hús eða séreldunaraðstöðu og sérsnyrtingu og baðaðstöðu.
Átt þú rétt á
húsnæðisbótum?
Markmið laga um húsnæðisbætur er að lækka húsnæðis-
kostnað efnaminni leigjenda vegna leigu á íbúðarhúsnæði.
Við útreikning húsnæðisbóta er tekið mið af tekjum og
eignum allra heimilismanna, 18 ára og eldri, leiguárhæðar
og ölda heimilismanna sem búsettir eru í viðkomandi
leiguhúsnæði.
Við hvetjum leigjendur til að kynna sér rétt til greiðslu
húsnæðisbóta nánar á www.ils.is eða með því að hringja
í ráðgjafa Íbúðalánasjóðs í síma 569 6900.
569 6900 8–16www.ils.is
•
•
•
•
*Undanþágur frá þessum skilyrðum má nálgast á vef Íbúðalánasjóðs, www.ils.is.