Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 28
28 SVEITARSTJÓRNARMÁL Húnaþing vestra er víðfeðmt landbúnaðarhérað miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Íbúar eru 1.200 talsins og býr um helmingur þeirra í dreifbýli. „Almennt séð er sveitarfélagið vaxandi samfélag með ógrynni tækifæra. Búsetuskilyrði eru í fremstu röð og sóknarfærin felast ekki hvað síst í því að viðhalda þeirri góðu stöðu.“ Ferðaþjónusta á einnig stóran sess í atvinnulífinu, með bæði beinum og óbeinum hætti. Afkoma atvinnugreinarinnar byggir þó líkt og landbúnaður á náttúrunni og eru náttúruperlur fjölmargar á svæðinu, þar á meðal vinsælir selaskoðunarstaðir. Selasetur Íslands er því vel í sveit sett á Hvammstanga. „Þar er rekin miðstöð rannsókna á selum á landinu í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun,“ segir Guðný og bætir við að einn mikilvægasti þáttur rannsóknanna sé vöktun á ástandi selastofna við Ísland. „Á meðal þess sem er undir smásjánni er fæðuval sela og ferðamennska ásamt öðrum áhrifum manna á stofninn. Þá hefur Selasetrið umsjón með upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra, þannig að starfið sem þar er unnið er bæði mikið og metnaðarfullt.“ Hún þvertekur jafnframt fyrir að innansveitarkróníkur standi mönnum og málefnum með einhverju móti fyrir þrifum, eins og stundum er haldið fram um sveitarfélög ekki hvað síst úti á landsbyggðinni. „Það er ekki rígur innan sveitarfélagsins, það eru ekki margir undir 50 ára sem þekkja mörk þeirra átta sveitarfélaga sem Húnaþing vestra samanstendur af. Hins vegar er heilbrigður rígur við nágrannasveitarfélögin í austri, þó þannig að um leið er mikil og góð samvinna og sameiginlegir hagsmunir eru um flest málefni.“ Hitaveitan sjöfölduð að lengd „Þetta hefur í raun flest verið skemmtilegt. Ég er í það minnsta lítið fyrir að dvelja við það sem miður fer,“ svarar Guðný aðspurð um hæðir og lægðir í sveitarstjórastarfinu. „Auðvitað koma upp erfið mál, en þau vilja gleymast þegar lokaniðurstaðan er góð,“ segir hún og kinkar glaðlega kolli. „Samstarfið við sveitarstjórn hefur verið mjög farsælt frá upphafi, starfsmenn sveitarfélagsins eru öflugir og íbúar einstaklega velviljaðir þeim miklu breytingum sem gerðar hafa verið.“ Sú framkvæmd sem ber einna hæst er uppbygging á hitaveitu sveitarfélagsins sem lengdist úr 20 km í 140 km og lagning ljósleiðara. Verkefnið reyndist mun flóknara en ætlað var í fyrstu. „Á sama tíma skiptum við út hitaveitumælum, fórum að innheimta eftir orkuígildum í stað rúmmetra og hættum að áætla notkun. Þar sem alfarið er mælt eftir notkun, eru engar áætlanir lengur gerðar eða uppgjörsreikningar, heldur eru reikningar hærri þegar kalt er í veðri og lægri þegar veður er gott og notkun minni.“ Guðný segir að starfið hafi ekki síður verið lærdómsríkt. „Ég er endalaust að læra og öll samskipti gefa manni reynslu, kannski helst það hve miklu er hægt að koma í verk með góðri samvinnu stjórnenda og starfsmanna.” Þá segist hún hiklaust geta mælt með flutningi ríkisstofnana út á land. „Það var mikil lyftistöng á sínum tíma að fá öfluga opinbera stofnun eins og Fæðingarorlofssjóð til Hvammstanga og sýnir hvað slíkt fyrirkomulag getur heppnast vel. Sjóðurinn er vel rekinn, veitir góða þjónustu og starfsmannavelta er í lágmarki. Gissur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, hefur látið hafa eftir sér að þetta sé best heppnaði flutningur á ríkisstofnun á landsbyggðina og því get ég vel trúað. Auk þess er öll almenn þjónusta til staðar hér; öflugur grunn-, leik- og tónlistarskóli, öflug verslun, veitingastaðir, kaffihús, heilsugæsla, hjúkrunarheimili, bókhaldsstofa, verkfræðistofa, jarðvinnuverktakar og iðnaðarmenn, bílaverkstæði, prentsmiðja, saumastofa, sláturhús, bókaútgáfa og frábært tjaldsvæði, svo eitthvað sé nefnt.“ Stöðnun í samgöngumálum Guðný hefur mikla trú á framtíð Húnaþings vestra, aðallega fyrir þau fjölmörgu tækifæri sem hún sér til frekari vaxtar og þróunar. Það á reyndar ekki aðeins við um sjálft sveitarfélagið heldur um landshlutann allan. „Framtíð Norðurlands vestra er góð og sóknarfæri Unnið við lengingu hitaveitu og lagningu ljósleiðara. Hitaveitan var lengd um 120 km. (Ljósm. Húnaþing vestra). Selasetur Íslands er vel í sveit sett á Hvammstanga. (Ljósm.: Húnaþing vestra).

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.