Sveitarstjórnarmál - jun 2019, Qupperneq 39
39
www.landsnet.is
RAFMAGNAÐ SAMBAND VIÐ
FRAMTÍÐINA
bóginn sá, að tryggja ríkissjóði beint
endurgjald vegna nýtingar hafsvæða
í íslenskri lögsögu sem geti jafnframt
staðið á móti kostnaði ríkisins við
stjórnsýslu.
Athugasemdir sveitarfélaga voru
margvíslegar. Það var þó aðallega
síðartalda frumvarpið sem mesti styrrinn
stóð um, en í því er kveðið er á um
stofnun sérstaks fiskeldissjóðs sem falið
er að auglýsa árlega eftir umsóknum
frá sveitarfélögum um styrki vegna
verkefna sem eru til þess fallin að
byggja upp innviði og þjónustu á þeim
svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er
stundað. Samtökin hafa frá fyrstu tíð
verið gagnrýnin á þetta fyrirkomulag
sem að þeirra mati er til þess fallið að
etja sveitarfélögunum saman í innbyrðis
samkeppni um úthlutun. Meirihluti
atvinnuveganefndar hefur stuðst við
þau rök, að um sé að ræða afnot af
hafsvæði sem liggi utan umráðasvæðis
sveitarfélaganna. Því sé hvorki verið að
svipta sveitarfélögum réttindum eða að
vegið að öðru leyti að sjálfstæði þeirra.
Hér kveður við kunnuglegan tón. Enn á
ný munu sveitarfélög af landsbyggðunum
eiga allt undir því að ná eyrum
embættismanna, að öllum líkindum í
Reykjavík, og sannfæra þá um að sú
innviðauppbygging sem stefnt er að á
hverjum stað fyrir sig sé réttlætanleg og á
einhvern hátt frambærilegri en hjá næsta
nágranna. Kjörnum fulltrúum sem sitja í
umboði kjósenda á hverju svæði fyrir sig
er ekki treystandi til að meta og ráðstafa
fé til uppbyggingar innviða og þjónustu.
Samtökin lögðu á það áherslu að
koma sjónarmiðum þeirra á framfæri
við atvinnuveganefnd á milli annarrar
og þriðju umræðu um tekju. Hvort það
hafi orðið til þess að atvinnuvegnefnd
ákvað að endurskoða afstöðu sína
í gjaldtökumálum skal ósagt látið,
en í lokabreytingum meirihlutans
á frumvarpinu var lagt til að
heildarfyrirkomulag á gjaldtöku verði
endurskoðað fyrir 1. janúar 2021. Hér er
þó ekki nema hálfur sigur unninn og ljóst
að sveitarfélögin verða að halda vel á
málum á næsta ári, eigi sjónarmið þeirra
að njóta viðunandi framgangs.
Gjaldtaka af fiskeldismannvirkjum
verði sambærileg við gjalddtöku
af fasteignum á landi
Samtök sjávarútvegssveitarfélaga
leggja áherslu á að gjaldtaka af
fiskeldismannvirkjum í strandsjó verði
með sambærilegu móti og gjaldtaka af
fasteignum á landi og að sveitarfélögum
verði þar með tryggður sjálfstæður
tekjustofn af fiskeldisstarfsemi. Samtökin
benda jafnframt á að með frumvarpinu er
farið gegn tillögum auðlindastefnunefndar
frá 2011 og starfshóps um fiskeldi
frá 2017 sem lagði til að 85% af
auðlindagjaldi renni til uppbyggingar á
innviðum á þeim svæðum sem nýtast við
uppbyggingu fiskeldis.
SAMTÖK SJÁVARÚTVEGSSVEITARFÉLAGA