Sveitarstjórnarmál - jun 2019, Síða 19
19
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Hraðaspurningar
Hvenær ertu fæddur og hvar?
Ég er fæddur 9. maí 2000 á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Hvað heita foreldrar þínir og
systkini?
Lára Bergljót Jónsdóttir og Bjarni
Birgisson eru foreldrar mínir og síðan
á ég 2 systkini, Lára Bjarnadóttir og
Gunnlaugur Bjarnason.
Uppáhaldsstaður á Íslandi?
Þjórsárdalurinn er fallegur og margar
góðar minningar þaðan, einnig eru
Vestfirðirnir einstaklega fallegir.
Fallegasti liturinn?
Blár
Besta íslenska hljómsveitin?
Stuðlabandið ekki spurning.
Hafragrautur eða Cherros ?
Hafragrautur
Uppáhalds talan?
12
Besti matur sem þú smakkar ?
Lamb framreitt af pabba klikkar seint.
Já eða nei við þriðja
orkupakkanum?
Stutta svarið er já held ég, þó ekki
alveg ákveðinn.
Með hvaða liðir heldur þú í ensku
knattspyrnunni?
Manchester United.
Skemmtilegasti árstíminn?
Sumar.
Besta bílategundin?
Flest allar tegundir frá Japan og
Þýskalandi heilla mig.
En er eitthvað að lokum sem Matthías
vill koma á framfæri? „Já, ég vill bara
enn og aftur hvetja ungt fólk til að
demba sér í stjórnmálin ef áhuginn
liggur þar og til hamingju Selfoss með
Íslandsmeistaratitilinn í handbolta“.
Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Mannvirkjamálin í
félagsmálaráðuneytið
Sú breyting var gerð í
stjórnarráðinu um síðastliðin
áramót að málefni mannvirkja
og þar með Mannvirkjastofnun
færðust frá umhverfis- og
auðlindaráðuneytinu yfir til
félagsmálaráðuneytisins.
Mannvirkjastofnun hafði frá
upphafi heyrt undir umhverfis-
og auðlindaráðuneytið eða frá 1.
janúar 2011.
Mannvirkjastofnun er félags-
og barnamálaráðherra því
til aðstoðar hvað varðar
brunamál, rafmagnsöryggismál
og byggingarmál. Stofnunin er
stjórnsýslustofnun sem stuðlar
að samræmdu byggingareftirliti
um allt land, meðal annars
með gerð leiðbeininga,
skoðunarhandbóka og með
beinum íhlutunarrétti ef
byggingareftirlit sveitarfélaganna
er ekki í samræmi við ákvæði
laganna. Enn fremur annast
stofnunin löggildingu hönnuða
og iðnmeistara og gefur út
starfsleyfi fyrir byggingarstjóra
og faggiltar skoðunarstofur á
byggingarsviði. Stofnunin sinnir
einnig markaðseftirliti með
byggingarvörum og tekur þátt
í gerð íslenskra og evrópskra
staðla á sviði byggingarmála.
Mannvirkjastofnun hefur
jafnframt eftirlit með því að
slökkvilið séu skipulögð,
búin tækjabúnaði og skipuð
mannskap sem hafi nægjanlega
menntun og þjálfun til að sinna
hlutverki sínu.
Meginþungi byggingareftirlits
í landinu er í höndum
sveitarfélaganna sem ráða
byggingarfulltrúa til að sinna
útgáfu byggingarleyfa og
framkvæmd byggingareftirlits.
Gert er ráð fyrir að innan fárra
ára verði allt byggingareftirlit
framkvæmt af faggiltum
aðila í samræmi við ákvæði
skoðunarhandbóka sem
Mannvirkjastofnun býr til.
Þetta þýðir að annað hvort er
byggingareftirlit, og þá aðallega
yfirferð hönnunargagna og
framkvæmd úttekta, framkvæmt
af faggiltum skoðunarstofum eða
af byggingarfulltrúum sem þá
þurfa að hafa fengið faggildingu
til að annast slíkt eftirlit.