Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 35
35 Ekki gleyma áskriftinni Sveitarstjórnarmál eru málið. Fáðu fréttir, fróðleik og sveitarstjórnarmálin inn um lúguna fyrir aðeins kr. 4.000 á ári. Einstakt tímarit fyrir áhugafólk eins og þig um sveitarstjórnarmál og sveitarfélög landsins. Tryggðu þér áskrift með því að senda póst á netfangið samband@ samband.is eða hringja í síma 515 4900. ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla Ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Markmiðið með áætluninni er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamningsins til 2030 og markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Eitt af áhersluatriðum áætlunarinnar eru orkuskipti í samgöngum sem er stærsti losunarþátturinn sem snýr að beinum skuldbindingum Íslands. Því er ráðist í átaksverkefni með það að markmiði að fjölga amiklum hraðhleðslustöðvum (DC) þar sem þörn er mest til að tryggja hindrunarlausan akstur á langferðum. Við úthlutun styrkja verður miðað við að: • Verkefnið leiði til uppsetningar á ameiri stöðvum en fyrir eru og stytti þar með hleðslutíma. • Verkefnið bæti aðgengi og hleðsluhraða fyrir lengri ferðir rafbíla. Sérstaklega skal þar horft til uppsetningu stöðva þar sem umferð milli svæða er hvað mest. • Verkefnið mæti þörfum bílaleigubíla og ýti þannig innleiðingu rafbíla í ferðaþjónustu. • Rekstur þeirra hleðslustöðva sem styrktar verða skal tryggður í a.m.k. 3 ár. • Greiðslufyrirkomulag á stöðvum verði opið öllum án skuldbindinga. • Þegar eiri en einn sækir um uppsetningu stöðva á sama stað, þá er sá umsækjandi valinn sem býður lægsta kostnað við uppsetningu. • Við uppsetningu hleðslustöðva verði hugað að aðgengi fatlaðra Til úthlutunar eru 200 milljónir króna. Eingöngu eru veittir fjárfestingarstyrkir og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði verkefnis. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2019. Rafrænar umsóknir sendist um þjónustugátt af vef www.os.is Staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar en 15. október 2019 Nánari upplýsingar fást hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Sími: 569 6083. Netfang: jbj@os.is. Hvetur fræðslumálanefndin sveitarfélög til þess að gefa skólasókn og vísbendingum um skólaforðunarhegðun barna góðan gaum þar sem snemmtæk inngrip geti gert gæfumuninn. Greina megi þegar á fyrstu árum skólagöngunnar ákveðin hættumerki sem bregðast þurfi við. Bregðast þarf við ákalli skólastjórnenda eftir opinberum, miðlægum viðmiðum um skólasókn og skýra rétt skólastjórnenda til að hafna leyfisbeiðnum foreldra. Tíðar leyfisbeiðnir eru önnur meginorsök þess að börn eru mikið fjarverandi frá skólastarfi. Frá málþingi um skólasókn og skólaforðun sem haldið var 20. maí sl. (Ljósm. IH). FRÆÐSLUMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.