Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Side 13
13
SVEITARSTJÓRNARMÁL
gesta þeirra. Langisandur hlaut nýverið
alþjóðlega umhverfisvottun, hinn
svonefnda bláfána, í sjöunda sinn og
er nú eina bláfánaströnd landsins.
Meðal annarra augljósra kosta nýja
byggingarsvæðisins eru nálægðin við
Akraneshöfn, nálægð við vaxandi miðbæ
og íþrótta- og útivistarsvæði. Örstutt
verður í alla nauðsynlega þjónustu.
Síðast en ekki síst munu íbúar á svæðinu
búa að víðáttumikilli sjávarsýn til suðurs.
Uppbygging í undirbúningi
Að sögn Sigurðar Páls Harðarsonar,
sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs
Akraneskaupstaðar, er unnið að
undirbúningi, skipulagningu og
áfangaskiptingu uppbyggingar á reitnum.
Hann segir ekki unnt að segja til um
hvenær uppbygging á reitnum hefst
eða hvenær henni verður lokið en
telur ekki loku fyrir það skotið að hafist
verði handa við Suðurgötu á næsta ári.
Reiturinn markast einmitt af Suðurgötu
í norðvestur, Jaðarsbraut í norður og
Faxabraut í suður. Á reitnum eru einnig
tvær bryggjur, auk landfyllingar.
Ein mikilvæg forsenda þess að
uppbygging geti hafist á Sementsreitnum
er uppbygging Faxabrautar. Hún er
þjóðvegur í þéttbýli og segist Sigurður
Páll vonast til þess að Vegagerðin bjóði
uppbyggingu hennar út síðar á þessu ári.
Áætlaður kostnaður er 500-600 milljónir
króna en brimvörn við götuna er miðuð
við að sjávarborð muni hækka eins og
spár gera ráð fyrir. Með uppbyggingu
Faxabrautar yrði búið að loka reitnum á
allar hliðar.
Strompurinn féll
Stórvirkar vinnuvélar verktakafyrirtækisins
Work North hafa unnið að því
undanfarin misseri að brjóta niður og
fjarlægja gríðarlegan byggingarmassa
Sementsverksmiðjunnar. Niðurrifið náði
Bæirnir breytast
Akranes er ekki eina dæmið
um bæi á Íslandi sem hafa
verið eða eru í þann mund að
breytast verulega, svo sem
með nýju miðbæjarskipulagi og
byggingu nýrra miðbæjarkjarna.
Sveitarstjórnarmál munu í næstu
tölublöðum fjalla um fleiri slík dæmi
og tekur blaðamaður gjarnan
við ábendingum um áhugaverð
umfjöllunarefni af þessu tagi
í tölvupósti á netfangið gaji@
mmedia.is.
hámarki, ef svo má að orði komast,
þegar hinn víðfrægi Sementsstrompur
var felldur með tveimur sprengingum
fyrr á þessu ári. Hann hafði þá gnæft yfir
byggðina í kring og verið helsta kennileiti
Akraness um áratugaskeið.
Í deiliskipulagi frá í mars 2017 var gert
ráð fyrir að strompurinn fengi að standa
nánast á miðjum reitnum. En þegar íbúar
Akraness voru spurðir álits um hvort hann
ætti að standa eða falla kom í ljós að
yfirgnæfandi meirihluti vildi að hann færi.
Sú varð sem sagt raunin.
Eins og glögglega má sjá á þessum myndum þá gerbreyttist ásýnd Akraness þegar
Sementsverksmiðja ríkisins vék af Sementsreitnum. (Ljósm.: Guðni Hannesson).