Fréttablaðið - 18.05.2019, Page 28

Fréttablaðið - 18.05.2019, Page 28
Það small eitthvað strax á fyrsta fundi okkar K lemens. Við by r j-uðum að teikna og skrifa niður hluti sem var ótrúlega skemmti- legt. Hann og Matthías, og reyndar allir í Hatara, eru svo ótrúlega góðir listamenn. Mér finnst alltaf að alvöru listamenn séu öruggir í sínu. Þá er enginn ótti og ímynd- unaraf lið er besti vinur þannig listamanna. Þá er hægt að treysta á það sem myndast. Ég hef stundum unnið með listamönnum sem þora ekki hlutum. Hatari er ekki á þeim stalli. Það er ekkert til sem heitir nei í þeirra huga – þau eru alltaf til í allt og að prófa hluti,“ segir Lee Proud sem er listrænn stjórnandi Söngva- keppninnar. Lee vill samt ekki eigna sér neitt í atriðinu – það sé samvinna frá a til ö. „Við vorum öll að vinna saman. Ég ætla ekki að eigna mér neitt frá þeim því þau eru svo góð og klár í því sem þau eru að gera,“ segir hann. Lee á magnaða ferilskrá og þó nokkur verðlaun fyrir dansana sína. Hann er fæddur í Newcastle og byrj- aði að leika ungur að árum. Hann lék í Billy Elliot í West End í London en í þeirri sýningu steig hann út úr sviðsljósinu og fór bak við tjöldin. „Þar urðu krossgötur í lífi mínu þegar ég fór bak við tjöldin. Í kjöl- farið fór ég með sýninguna til New York og Sydney og víða um heim þar sem ég sýndi þeim hvað og hvernig átti að gera hlutina. Ég var með sýninguna í sjö ár – sem er langur tími. Þriðja sýningin sem ég vann var Mack and Mabel sem Thom South erland leikstýrði. Sýningin fékk ótrúleg viðbrögð og dóma og ég vann verðlaun fyrir þá sýningu. Á sama tíma fékk Borgarleikhúsið leyfið til að sýna Mary Poppins. Einhver benti á mig og Bergur Ing- ólfsson hringdi í einhverja tíu dans- höfunda. Hann Skype-aði þá alla og umboðsmaðurinn minn sagði að ég ætti von á símtali svo ég lærði að segja góðan daginn. Ég held í alvörunni að það hafi reddað mér starfinu. Ég held að hann hafi verið hrifinn. Það hefur aflað mér mikilla tekna að kunna að segja góðan dag- inn,“ segir hann. Hér heima hefur hann komið að þekktum söngleikjum eins og áður- nefndum Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma Mia! „Allar sýningar sem ég hef unnið á Íslandi hafa verið breskar sýningar. Ég var að átta mig á því. Leikhúslíf ið á Íslandi er svo dásamlegt. Ég elska það. Það er miklu minni pressa en í London. Það eru svo margar sýningar í London og svo margir leikarar og framleiðendur eða danshöfundar og allir eru að berjast um sömu sneiðina. Það tekur mikinn tíma og kostar mikla orku að reyna að koma sér á framfæri því það eru um 200 Lee Proud í London. Allir í London vinna í ótta því það eru svo margir að berjast um sömu sneiðina af kökunni. En á Íslandi er umhverfið heilbrigðara finnst mér. Það er farið dýpra í æfingarnar, það er spáð meira í spilin og allir fá sinn tíma. Það er hægt að skapa eitthvað fallegt án tímapressunnar.“ Lee viðurkennir að hann hafi ekki verið mikill aðdáandi Euro- vision áður. En hann sé stokkinn á Eurovsion-vagninn. „Ég er orðinn aðdáandi. Ég náði í öll lögin sem keppa og er alltaf að hlusta á þau. Þetta er allt í einu –sumt er svo skrýtið og sumt er alveg skelfilegt en sumt er alveg mjög gott.“ Hann segir að hann hefði viljað að Pólland kæmist áfram. „Mér fannst þeirra lag frábært og þegar ég sá hvað þau gerðu við þetta lag þá hugsaði ég: Guð, hvað ég hefði verið til í þetta lag. Ég vil alls ekki tala niður til þeirra sem sáu um atriðið en ég hefði gert eitthvað allt annað. Það passaði einhvern veginn ekkert miðað við lagið. Mér finnst Ástralar gera hlutina vel. Lagið er ekkert spes, finnst mér, en sjónræn áhrif eru mikil og bæta lagið mikið.“ Eftir að Eurovision-bólan spring- ur heldur Lee til Íslands en fram undan eru nokkur stór verkefni. „Það eru 10 handrit í töskunni sem ég þarf að fara í gegnum. Ég kem til Íslands eftir Eurovision að taka kynningarmyndband fyrir Matt- hildi. Síðan er ég að leikstýra sýn- ingu í London sem kallast Once on This Island sem er með 22 svörtum leikurum. Verkið gerist á eyju í Karíbahafi. Ég fer þaðan til Kaup- mannahafnar í tvo mánuði að setja upp Fiðlarann á þakinu. Eftir Kaup- mannahöfn verð ég í Stuttgart að setja upp söngleikinn Ghost í tvo mánuði. Ég hef þegar sett sýning- una upp í Þýskalandi en við erum að færa hana til og það eru nýir leik- arar. Ég kem svo aftur til Íslands að vinna sýningu á Akureyri og eftir það fer ég til Tókýó. Það er ástæða fyrir því að ferilskráin á heimasíð- unni minni er ekki uppfærð – það er mikið að gera.“ Eins og svo margir hér í Tel Avív er Lee hrifinn af borginni og heima- mönnum. „Ég næ yfirleitt að fara til Mallorca í þrjár vikur í sumarfrí en veistu – ég held ég sé að fara breyta því í Tel Avív. Ég vil koma aftur því að fólkið hérna er ótrúlegt, fal- legt og skemmtilegt. Maturinn er góður og veðrið stórkostlegt. Þetta er frábær staður. Kannski er það Eurovision-bólan sem gerir þetta að svona skemmtilegum stað en mig langar að koma aftur. Ég held ég fari að gráta þegar ég þarf að fara héðan. En sem betur fer er ég að fara til Íslands og hlakka til.“ UMBOÐSMAÐURINN MINN SAGÐI AÐ ÉG ÆTTI VON Á SÍMTALI SVO ÉG LÆRÐI AÐ SEGJA GÓÐAN DAGINN. ÉG HELD Í ALVÖRUNNI AÐ ÞAÐ HAFI REDDAÐ MÉR STARF- INU. ÉG HELD AÐ HANN HAFI VERIÐ HRIFINN. ÞAÐ HEFUR AFLAÐ MÉR MIK- ILLA TEKNA AÐ KUNNA AÐ SEGJA GÓÐAN DAGINN. Lee Proud á sundlaugarbakkanum á Dan Panorama hótelinu skömmu áður en íslenski hópurinn hélt til æfinga í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS Atriði Hatara hefur vakið athygli fyrir djörfung. NORDICPHOTOS/GETTY Örlítil íslenska landaði starfinu Lee Proud, breski danshöfundurinn sem var ráðinn listrænn stjórn- andi og danshöfundur Söngvakeppninnar hér á landi, stjórnar æfing- um Hatara. Lee hefur verið danshöfundur í þekktum söngleikjum um allan heim og hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söng- leikjunum hér á landi, s.s. Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma Mia! SKRIFA FRÁ TEL AVIV EUROVISION Benedikt Bóas benediktboas@frettabladid.is Ingólfur Grétarsson ingolfurg@frettabladid.is 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.