Fréttablaðið - 05.10.2017, Page 10

Fréttablaðið - 05.10.2017, Page 10
5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Kosningar 2016 Könnun 18. september Könnun 2. og 3. október 2017 *Vikmörk  Björt framtíð xA  Framsókn xB  Viðreisn xC  Sjálfstæðisflokkur xD  Flokkur fólksins xF  Miðflokkurinn xM  Píratar xP  Samfylkingin xS  Vinstri græn xV Skipting þingsæta Könnun 18. september 2017 Kosningar 2016 Alþingiskosningar 2017 7, 2% 7, 1% 2, 6% 0, 0% 0, 0% 0, 0%5 ,8 % 10 ,9 % 11 ,5 % 10 ,4 % 5, 5% 14 ,5 % 13 ,7 % 11 ,4 % 0, 0% 1, 8% 1, 4%5 ,7 % 5, 1% 10 ,5 % 29 ,0 % 23 ,0 % 22 ,3 % 10 ,5 % 3, 0% 15 ,9 % 22 ,8 % 2 8, 6% 8, 9% 5, 2% AÐRIR 1,10%* 1,62%* 1,57%* 1,98%* 2,20%* 2,12%* 2,89%* 1,19%* 3,13%* xA xVxSxP xD xCxBxF 4 0 0 0 4 3 8 10 8 3 7 21 7 15 0 10 20 xM 6 STJÓRNMÁL Ef VG og Sjálfstæðis- flokkurinn tækju ákvörðun um að mynda ríkisstjórn að loknum kosn- ingum, yrði sú stjórn með 35 manna meirihluta. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Frétta- blaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Það yrði eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem hægt væri að mynda. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að verulegar breyting- ar verða á Alþingi eftir kosningar. Það þýðir að allt aðrir kostir á myndun meirihlutastjórnar yrðu í stöðunni. Auk tveggja flokka stjórnar með Sjálfstæðisflokki, gæti VG myndað þriggja flokka stjórn með Pírötum og Samfylkingunni með 35 þingmenn að baki sér. Vinstri græn gætu líka myndað þriggja flokka stjórnir með Miðflokknum og Pírötum eða Mið- flokknum og Samfylkingunni. Aðrar þriggja flokka stjórnir eru ekki inni í myndinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði vaxta- lækkun Seðlabankans og ríkis- fjármálastefnuna að umtalsefni á Facebook í gær. Það vekur athygli Bjarna að Seðlabankinn telur ekki ástæðu til að gera ráð fyrir róttækum breytingum á ríkisfjármálum. „Í dag mælist VG hins vegar stærsti flokkurinn og að óbreyttu verður mynduð vinstri stjórn innan fárra vikna undir forystu VG með Samfylkingunni og Pírötum,“ segir Bjarni. Formaður VG hafi ítrekað kallað ríkisfjármálastefnuna sem fylgt hefur verið undanfarið svelti- stefnu. Það séu stór orð. „Í samræmi við það hefur flokkurinn boðað mörg hundruð milljarða ný útgjöld næstu árin sem sækja á í vasa skatt- greiðenda. Samfylkingin hefur talað á svipuðum nótum,“ segir Bjarni. Það sé því róttæk vinstri breyting í kort- unum. jonhakon@frettabladid.is Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að óbreyttu stefna í stjórn VG, Pírata og Samfylkingarinnar. Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlut- fallið var 59,1 prósent. Þátttakend- ur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var í Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 62,1 pró- sent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sem tóku ekki afstöðu til flokka sögðust 9 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 11 prósent sögðust óá- kveðin en 18 prósent svöruðu ekki spurningunni. Aðferðafræðin DRAUMUR UM LÆKNINGU GRUNNRANNSÓKNIR Á BRJÓSTAKRABBAMEINI OG ÞÁTTUR GÖNGUM SAMAN Í EFLINGU ÞEIRRA GÖNGUM SAMAN 10 ÁRA AFMÆLISMÁLÞING Í VERÖLD - HÚSI VIGDÍSAR, 6. OKTÓBER KL. 15-17.30 Á málþinginu kynnir vísindafólk áfanga sem náðst hafa í rannsóknum sem Göngum saman hefur styrkt árhagslega og tónlistarfólk miðlar af list sinni. Dagskrá Vigdís Finnbogadóˆir, fyrrverandi forseti Íslands: Ávarp Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands: Setning Gunnhildur Óskarsdóˆir, formaður Göngum saman: Göngum saman í á að lækningu Jórunn Erla Ey”örð, prófessor emeritus: Á ferð með Göngum saman í 10 ár Birna Þorvaldsdóˆir, doktorsnemi við HÍ: Telómerar og brjóstakrabbamein Rósa Björk Barkardóˆir, líffræðingur og klínískur prófessor á LSH: Mikilvægi BRCA genanna og annarra erfðaþá a í myndun og þróun meinsins Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild HÍ: Að reisa hús á traustum grunni Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra: Ávarp STYRKVEITINGAR ÚR STYRKTARSJÓÐI GÖNGUM SAMAN Gunnhildur Óskarsdóir og Kristján Þór Júlíusson a„enda styrkina. Fundarstjóri: Friðbjörn Sigurðsson, læknir Að loknu málþinginu verður boðið upp á léˆar veitingar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.