Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 14
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífs- ins, segir Seðlabanka Íslands hafa í gær gefið skýr skilaboð um að stýri- vextir geti lækkað frekar ef aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sýni ábyrgð á komandi misserum. Ábyrg hagstjórn sé forsenda þess að vextir geti þokast í átt að vöxtum erlendis. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri tók fram á fundi í bankanum í gær, þar sem kynnt var ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur, að bankinn teldi ekki ástæðu til að búast við róttækum stefnubreytingum í rík- isfjármálum. „Ef það verða breytingar á því í framhaldi af kosningum er aug- ljóst að það yrðu meiriháttar tíðindi og þá tækjum við á því,“ sagði hann. Vaxtalækkunin kom fjárfestum í opna skjöldu, enda höfðu flestir, þar á meðal greiningardeildir stóru við- skiptabankanna, spáð óbreyttum vöxtum. Viðbrögðin á verðbréfa- mörkuðum voru sterk en til marks um það hækkuðu hlutabréf allra skráðu félaganna í verði og ávöxtun- arkrafa á óverðtryggðum ríkisskulda- bréfum lækkaði um allt að 25 punkta. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, segir ákvörðun peningastefnunefndar- innar mjög ánægjulega. Hún rími vel við hagtölur og væntingar. „Síð- asta verðbólgumæling var vel undir væntingum og nemur verðbólgan nú 1,4 prósentum en að frátöldum húsnæðisliðnum er verðhjöðnun á Íslandi nú 3,1 prósent. Hafa ber í huga að markmið Seðlabankans er stöðugt verðlag, sem er skilgreint sem 2,5 pró- senta verðbólga,“ segir hann. „Jafnframt er nú kannski loks litið til þess að hagvöxtur er knúinn áfram af stórauknum komum ferðamanna, frekar en skuldsetningu, ásamt því að vextir í umheiminum eru enn miklu lægri en hér á landi og ekki einsýnt að það þurfi að viðhalda viðlíka vaxta- mun við útlönd og áður hefur þurft, en Ísland er enn í aðlögunarferli að lægri jafnvægisraunvöxtum. Þetta gefur nú fullt tilefni til þess í framhaldinu að endurskoða inn- flæðishöftin á skuldabréfamarkaði sem mun leiða til þess að vaxtalækk- anir skili sér enn betur til heimila og fyrirtækja,“ nefnir Valdimar. Ásdís segir skýr merki um að hægst hafi á vexti hagkerfisins. „Seðlabank- inn hefur þegar lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið í ár og þarf líklega að lækka hana enn frekar miðað við þær vísbendingar sem nú eru að koma fram. Verðbólguvæntingar, hvort sem er til skamms eða langs tíma, hafa einnig verið við markmið og verðbólgan verið undir markmiði í 44 mánuði samfleytt.“ Hún segir vaxtalækkunina gefa fyrirheit um að áfram verði unnt að minnka vaxtamun við útlönd og að innflæðishöftum Seðlabankans verði loks aflétt. „Þvert gegn ráðleggingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verið hér við lýði innflæðishöft. Að mati sjóðsins eru slík höft neyðarúrræði sem eiga ekki að gegna hlutverki í almennri hagstjórn.“ Miklu skipti að sátt náist um hóf- legar launahækkanir í komandi kjarasamningalotu og að næsta ríkis- stjórn sýni aðhald í ríkisfjármálum. „Við erum líklega á toppi uppsveifl- unnar og mikilvægt að allir sýni ábyrgð, aðilar vinnumarkaðar og hið opinbera.“ kristinningi@frettabladid.is Frekari lækkanir ef ríkið sýnir ábyrgð Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir ábyrga hagstjórn forsendu þess að vextir hér á landi geti lækkað frekar. Viðskiptalífið fagnar óvæntri stýrivaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans. Þörf er á minni vaxtamun við útlönd. Ábyrg hagstjórn er forsenda þess að vextir hér á landi geti þokast í átt að þeim vöxtum sem við sjáum erlendis. Ásdís Kristjáns- dóttir, forstöðu- maður efnahags- sviðs Samtaka atvinnulífsins Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu ákvörð- un peningastefnunefndar bankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is MINNI EYÐSLA, MEIRA PLÁSS, MEST GAMAN ŠKODA OCTAVIA G-Tec. FULLVAXINN FJÖLSKYLDUBÍLL SEM SPARAR ÞÉR KRÓNURNAR. ŠKODA OCTAVIA frá: 3.350.000 kr. Octavia G-Tec er einn mest seldi bíll á Íslandi, enda bæði sparneytinn og góður í endursölu. Hann er mjög rúmgóður og gengur bæði fyrir bensíni og metani sem lækkar eldsneytiskostnaðinn til muna. Komdu í reynsluakstur og kynnstu Octaviunni betur. MARKAÐURINN 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.