Fréttablaðið - 05.10.2017, Page 18

Fréttablaðið - 05.10.2017, Page 18
Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LÍFIÐ: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Það væri einfalt fyrir skólana að beita sömu viðurlögum við brotum á þessum reglum og gilda um önnur aga- brot. Á tveimur málasviðum, vísindum og nýsköpun annars vegar og aðgerðum í loftslags- málum hins vegar, blasir við aðhald eða niður- skurður. 2017 IS.WIDEX.COM Hlustaðu nú! Nánari upplýsingar á vefsíðunni Vinsæli leiðtoginn Vinstri græn hafa mjög sann- færandi forystu í skoðanakönn- unum þessa dagana. Kosninga- baráttan hefur verið lágstemmd hingað til en skilað þeim miklu. Helst ber á fulltrúum flokksins sem ganga í hús og taka íbúa tali. Einn íbúi í Vesturbænum sagði blaðamanni 365 miðla frá því að hann hefði fengið slíka heimsókn. Geðþekkur fulltrúi flokksins hafi kynnt sig og rétt sér einblöðung. Vesturbæingurinn átti von á því að á einblöðungnum væri nóta með helstu stefnumálum VG. Svo var ekki. Þar var mynd af Katrínu Jakobsdóttur en ekkert um stefnumálin. Formaður flokksins er vinsælasti stjórn- málamaður landsins í dag og á það er keyrt. Á meðan halda aðrir frambjóðendur sig til hlés. Liðsaukinn Það gengur talsvert verr hjá stjórnarflokkunum Bjartri framtíð og Viðreisn. Einhverjir gætu haldið að það myndi leiða til þess að erfiðara yrði fyrir þessa flokka að laða til sín fram- bjóðendur. Fólk veigrar sér oft við því að vera í liði með þeim sem bíða lægri hlut. Það hlýtur því að vera fagnaðarefni fyrir Viðreisn að hafa fengið Jarþrúði Ásmundsdóttur, fyrrverandi formann Landssambands sjálf- stæðiskvenna og fyrrverandi framkvæmdastjóra SUS, í sinn hóp. jonhakon@frettabladid.is Fráfarandi ríkisstjórn var gagnrýnd með gildum og viðamiklum rökum. Það á til dæmis við sveltistefnu stjórnarflokkanna þriggja sem afhjúpast í fjárlaga- frumvarpi þeirra. Á tveimur málasviðum, vísindum og nýsköpun annars vegar og aðgerðum í loftslagsmálum hins vegar, blasir við aðhald eða niðurskurður. Vissulega ekki alls staðar en allt of víða. Í greiningu minni á frumvarpinu og þingræðu kom þetta fram, þvert ofan í orð ráðherra málasviðanna um sókn: Framlög til samkeppnissjóða í vísindarannsóknum, tækni- og þekkingargreinum eiga að lækka. Framlög til rannsókna í landbúnaði og tengdum greinum sömuleiðis. Framlög til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lækka ásamt styrkjum til nýsköpunarfyrirtækja. Rannsóknastarfsemi allra háskóla er skorin niður, að vísu aðeins um 0,6% en þar er þörf á allt öðru. Framlög til Byggðaþróunarsjóðs og Sóknaráætlunar byggða lækka í heild, en með þeirra tilstyrk fer m.a. fram nýsköpun og andóf gegn veðurfarshlýnuninni. Fjárheimildir til uppbyggingar allra innviða í umhverfis- geiranum eru auknar um aðeins 5% (200 milljónir kr.). Sérframlög til gestastofa tveggja þjóðgarða, Vatnajökuls og Snæfellsjökuls, eiga að falla tímabundið niður og mynda óbundna fjárlagaheimild. Hluti framlags til Hekluskóga er felldur niður og framlag til Skógræktar ríkisins lækkað. Fjárheimildir til rannsókna og vöktunar náttúru standa nánast í stað. Styrkir til uppbyggingar á innviðum rafbíla eru óbreyttir og of lágir. Framlög til orkuskipta með öðrum orkugjöfum í samgöngum eða útgerð finnast ekki. Framlög til staðbundinna náttúrustofa lækka, en þar fer fram mikil- væg gagnasöfnun vegna loftslagsbreytinga og stofurnar eru afar mikilvægar stoðir byggðafestu. Málefnaleg gagnrýni er undirstaða stjórnmálaumræðunnar. Hana verður að stunda ærlega og af kappi. Það voru einkenni bæði kosningastarfs VG 2016 og starfa þingflokksins á síðasta þingi. Nú blasir við að gera verður mun betur á ofangreindum málasviðum. Vísindi, rannsóknir og nýsköpun, ásamt loftslagsmálum, eiga að vera framarlega í áhersluröðinni. Hverjum treystir þú? Framfarir í stað niðurskurðar og aðhalds Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG Rannsóknir á áhrifum snjallsímanotk-unar hafa leitt í ljós tengsl á milli auk-ins kvíða hjá börnum og ungmennum og notkunar snjallsíma, ekki síst vegna samfélagsmiðla. Á að eftirláta foreldrum einum að ráða því hvort börn þeirra noti snjallsíma á öllum tímum sólarhringsins? Snjallsímar höfðu í för með sér tæknibyltingu sem hefur aukið lífsgæði okkar til muna. Við vitum hins vegar ekki til fulls hvaða langtímaáhrif snjall- símanotkun hefur á þroska barna og ungmenna. Um þessar mundir er að vaxa úr grasi í fyrsta sinn heil kynslóð barna sem hefur snjallsíma við hönd- ina á öllum tímum sólarhringsins. Það hefur aldrei áður gerst í mannkynssögunni. Í raun má segja að við séum stödd í tilraun þar sem heil kynslóð barna er rannsóknarviðfangsefni alþjóðlegra stórfyrir- tækja. Framleiðenda snjallsímanna og fyrirtækj- anna sem reka vinsælustu samfélagsmiðlana. Erlendar rannsóknir sýna að notkun snjallsíma og samfélagsmiðla ýtir undir kvíða og streitu hjá fólki. Fyrrverandi yfirmaður hjá Google hefur upp- lýst að snjallsímarnir séu í raun hannaðir til þess að fólk geti ekki án þeirra verið. Fólk þarf stöðugt að athuga tækin til að sjá hvort það séu komin ný smáskilaboð, tölvupóstur eða nýjar tilkynningar á Facebook og Twitter. Grein Hönnu Borg Jónsdóttur lögfræðings um snjallsímanotkun barna sem birtist á Vísi á þriðju- dag hefur vakið athygli. Hanna Borg benti réttilega á að mikilvægum atriðum úr nýlegum úrskurði umboðsmanns barna um snjallsímanotkun barna hefði verið sleppt í umfjöllun fjölmiðla. Geta grunnskólar á Íslandi bannað notkun snjallsíma á skólatíma? Án nokkurs vafa enda segir orð- rétt í úrskurði umboðsmanns: „Í raun geta skólar ákveðið að banna alfarið slík tæki á skólatíma, ef þeir telja það nemendum fyrir bestu. Hins vegar eru takmörk fyrir því hvernig hægt er að bregðast við ef að nemendur virða ekki þær reglur sem settar hafa verið.“ Það er rétt, sem segir í úrskurðinum og í umfjöll- un um hann, að það er álitaefni hvort starfsfólk grunnskóla hafi heimildir til að gera snjallsíma upptæka ef reglum um banni við notkun þeirra er ekki fylgt. Slíkar vangaveltur eru hins vegar óþarfar og allar hugleiðingar um eignarrétt snjallsíma skipta ekki máli. Því ef nemendur virða ekki reglur á skólatíma hefur það yfirleitt afleiðingar fyrir þá. Þá skiptir ekki máli hvort reglurnar snúi að hegðun í tímum eða notkun snjallsíma. Það væri einfalt fyrir skólana að beita sömu viðurlögum við brotum á þessum reglum og gilda um önnur agabrot. Ef nemendur ætla yfirhöfuð að stunda nám ber þeim að virða reglur skólans sem þeir sækja. Best væri ef grunnskólarnir kæmu sér saman um einhverja samræmda stefnu í þessum efnum. Snjall- símar eiga ekkert erindi í kennslustofuna og það er réttmætt og eðlilegt að takmarka notkun þeirra á skólalóðinni einnig. Fulltrúar kvíðakynslóðarinnar, sem nú vex úr grasi, munu þakka fyrir þetta síðar. Kvíðakynslóðin 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.