Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 20
Ég bjó lengi í Þýzkalandi, og er þar enn með annan fótinn. Fæ því ýmis tilboð frá bönkum og þjónustuaðilum þar á netinu. Á dögunum var mér boðið neyzlulán, t.a.m. til bílakaupa, allt að EUR 50.000,00, með 1,69% ársvöxtum. Í Evrópu, þar sem evran ræður ríkjum, með sínum stöðugleika, öryggi og þyngd, er þetta veruleiki, en hér á Íslandi getur þetta aldr- ei orðið nema draumur, sem ekki getur ræzt, svo lengi sem gjaldmiðla- verkfærið okkar er króna. Menn skyldu ekki halda, að það sé eitthvað sérstaklega íslenzkt við krónuna, eitthvað, sem tengist þjóð- erni okkar eða sjálfstæði. Krónan er aðeins íslenzk af því að við Íslend- ingar höfum notað hana sem gjald- miðil. Þetta er aðeins verkfæri fyrir greiðslur og miðlun fjár. Svipað og þumlungur, metri, únsa eða kíló fyrir lengd og þyngd. Ef ég keypti bíl í Þýzkalandi á 6 milljónir króna og greiddi lánið til baka með 6 árlegum afborgunum, væri vaxtabyrðin, allan tímann, 355.000,00 krónur. Fyrir svona bílalán hér á Íslandi eru vextir 9,0%. Fyrir sama lán til sama tíma væru heildarvextir hér þannig 1.890.000,00 krónur! Mismunur hvorki meira né minna en 1.535.000,00 krónur! Ef hér væri evra og evrukjör, í stað krónu og krónukjara, hefði ég getað sparað mér 256.000,00 á ári, bara á bílalánsvöxtum! Væntumþykja margra á krónunni er óskiljanleg. Þetta er einver til- finningasemi, nánast þjóðernisleg ofsatrú, sem ekkert hefur með skyn- semi, rök eða staðreyndir að gera. Nú er það svo, að lántakendur, þeir, sem þurfa að borga þessa vexti, eru jafnframt þeir, sem lítið eiga, oft unga fólkið, sem er að reyna að koma undir sig fótunum, og þeir, sem vaxtagreiðslurnar fá og þeirra njóta, eru fjármagnseigendur, sem, alla jafna, eru efnamenn fyrir. Krónan og stjórnun Seðlabanka á henni gerir því þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari í stöðugum og stór- felldum mæli. Er þetta virkilega það, sem lands- menn vilja!? Ef ekki, verðum við að skoða alvarlega að taka upp evruna, helzt með aðild að ESB. 25 Evrópuþjóðir hafa nú þegar hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna, til að njóta kosta evrunnar; Stöðugleika, langtímaöryggis og lágra vaxta. Ýmis úrtölu- og þröngsýnisöfl – líkt og þegar hundruð bænda riðu til Reykjavíkur í byrjun síðustu aldar til að mótmæla símasambandi við útlönd – eru að reyna að hræða fólk með því, að við séum að fórna sjálf- stæði okkar með ESB-aðild. Þetta er út í hött og algjör firra. Við erum nú þegar búin að skuld- binda okkur, nánast eins og verða má, hvað varðar ESB-aðild. Þetta gerðum við fyrir 25 árum með EES- samningnum. Skv. honum erum við aðilar að fjórfrelsinu svonefnda, sem (1) opnar Ísland fyrir íbúum allra 28 ESB-landanna, varðandi ferðir, búsetu og atvinnu. Við höfum á sama hátt frjálsan aðgang að lönd- unum 28, ekki bara til frjálsra og vegabréfslausra ferðalaga, heldur líka til búsetu og starfa. (2) EES-samningurinn veitir jafn- framt ESB-löndunum 28 frjálsan, ótakmarkaðan og tollalausan aðgang að íslenskum markaði, á sama hátt og við höfum sama aðgang að ESB-mörkuðunum. (3) EES-samningurinn veitir þjónustufyrirtækjum ESB-land- anna frjálsan aðgang að íslenzkum þjónustumarkaði. Nær þetta til t.a.m. símaþjónustu, orkuþjónustu og tryggingarþjónustu. Kosti þessa ESB-þjónustuframboðs getum við hins vegar ekki nýtt okkur, vegna þess, að enginn þjónustuaðili í Evr- ópu hefur áhuga á að bjóða þjón- ustu sína í krónum. 4) Á sama hátt veitir EES-samn- ingurinn ESB-þjóðunum frjálsan aðgang að íslenzkum banka- og fjármálamarkaði. Hér er sama saga. Enginn ESB-banki hefur áhuga á að gera hér viðskipti í krónum. Með fullri ESB-aðild og evru væri fjórfrelsisskuldbindingin óbreytt, en við myndum þá fá inn ESB- þjónustu og -bankafyrirgreiðslu, sem örugglega myndi lækka allan slíkan kostnað verulega eða stór- lega, öllum Íslendingum til góða. Með ESB-aðild gætum við líka haft virk áhrif á þróun Evrópu. Draumur eða veruleiki: Lán til bílakaupa með 1,69% ársvöxtum Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður Ýmis úrtölu- og þröngsýnis- öfl – líkt og þegar hundruð bænda riðu til Reykjavíkur í byrjun síðustu aldar til að mótmæla símasambandi við útlönd – eru að reyna að hræða fólk með því, að við séum að fórna sjálfstæði okkar með ESB-aðild. Þetta er út í hött og algjör firra. Miklar breytingar hafa átt sér stað í smásöluverslun á Íslandi og aukin sam- keppni hefur leitt til lægra vöru- verðs. Koma Costco til Íslands hefur hrist upp í samkeppnisumhverfinu og því er haldið fram að íslensk verslun hafi ekki staðið sig. Sama átti við með komu Bauhaus og nú síðast H&M. Allar þessar verslanir hafa fært inn nýjungar og aukið samkeppni. Þetta er þó ekki svona einfalt. Þessar erlendu verslunarsam- steypur eru að fjármagna sig á allt öðrum kjörum en íslensk verslun. Fjármögnun þeirra er hjá erlendum bönkum, á erlendum kjörum og í erlendum gjaldeyri. Hagræðið af þessu er feikimikið og getur munað allt að 3-4% í fjármagnskjörum ef einungis er horft til gjaldeyrisáhætt- unnar vegna íslensku krónunnar. Vaxtamunurinn er í raun enn meiri þar sem þessar verslanakeðjur eru stærri og tryggari lántakar en inn- lendir keppinautar sem eðlilega hefur áhrif á kjörin sem bjóðast. Þetta leiðir á endanum til hærra vöruverðs til neytenda í innlendum verslunum. Er krónan þess virði? Þórður Magnússon stjórnarfor- maður Eyris Invest og nokk- urra sprotafyrir- tækja Sá sem skuldar 15 milljónir króna í íbúðarhúsnæði sínu gæti aukið ráðstöfunartekjur sínar um allt að 50.000 krónur á mánuði ef hann greiddi sambærileg vaxta- kjör og almenning býðst í nágrannalöndunum. 2017 Á íslenskt eignarhald möguleika? Nýlega var sagt frá því að KEA hotels hefðu verið seld til bandaríska fjár- festingar- og fasteignaþróunarfélags- ins JL Properties, sem er í eigu eins ríkasta manns Alaska, kaupverðið var um 6 milljarðar króna. Fjármögn- unarkostnaður erlenda félagsins er væntanlega mun lægri en fjármögn- unarkostnaður innlendra eigenda. Í hótelrekstri er fjármagnskostnaður einn stærsti hluti rekstrarkostnaðar. Stærri íslensku útgerðarfélögin eru að fjármagna sig í gegnum erlenda banka í erlendum gjaldmiðlum á erlendum kjörum. Kostnaðarhag- ræði þeirra umfram smærri útgerðir sem eiga þess ekki kost er verulegt. Sama á við um fjármögnun jarða, laxeldis, laxveiðihlunninda, ferða- mannastaða og fjölmargra annarra þátta í íslensku atvinnulífi. Þeir sem þurfa að fjármagna sig í gegnum inn- lenda bankakerfið, í íslenskum gjald- miðli, standa verulega höllum fæti miðað við erlenda eða innlenda aðila sem geta fjármagnað sig erlendis í erlendum gjaldeyri. Sá sem skuldar 15 milljónir króna í íbúðarhúsnæði sínu gæti aukið ráð- stöfunartekjur sínar um allt að 50.000 krónur á mánuði ef hann greiddi sambærileg vaxtakjör og almenningi býðst í nágrannalöndunum. Á íslenskt eignarhald mögu- leika við þessi skilyrði? Er verið að ýta eignarhaldi á atvinnurekstri og atvinnurekstrinum sjálfum úr landi vegna krónunnar? Það er til önnur og betri leið. Það eru ekki nema rúm 100 ár síðan verslun og samgöngur voru nánast alfarið í erlendri eigu. Arðurinn fór úr landi og samfélagið var snauðara. Það er stjórnvalda að skapa samkeppnis- hæfa umgjörð um atvinnurekstur- inn og samkeppnishæf lífskjör fyrir fólkið í landinu. Á Íslandi er tekjujöfnuður með því hæsta sem þekkist í heiminum. Eignadreifing er hins vegar mjög mis- jöfn. Ástæða þess er sú að með reglu- bundnu millibili verða kollsteypur í efnahagsmálum þar sem krónan fellur, skuldir heimila og fyrirtæja stórhækka og sparnaður og eignir heimila og fyrirtækja hverfur. Er þetta réttlátt eða sanngjarnt? Er krónan þess virði? Viðreisn er frjálslyndur miðju- flokkur sem hefur barist fyrir því að breyta þessu til hagsbóta fyrir okkur öll en ekki bara sum. 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Klettháls 13 · hnb.is · 590 5040 VW Passat GTE Variant 1.4 TSI Plug-in-hybrid 4.590.0002016 10.000Ekinn 30 Raf / Bensín Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll Fleiri bílar og myndir á netinu: hnb.is Vistvænir og sparandi VW e-Golf Rafmagn 85kW 2.890.0002015 45 VW e-Golf Premium Rafmagn 85kW 2015 25 VW Golf Comfortline 1.4 TGI Bensín/Metan 2016 7 VW Golf Variant Highl. 1.4 TGI Bensín/Metan 2016 22 VW Passat Variant Comfl. 1.4 Bensín/Metan 2.990.000 2014 49 VW Passat Limo Highline 1.4 Bensín/Metan 2.390.0002011 56 TILBOÐ 3.370.000 3.190.000 3.670.000 2.390.000 TILBOÐ 1.990.000 TILBOÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.