Fréttablaðið - 05.10.2017, Side 30

Fréttablaðið - 05.10.2017, Side 30
Fallegar peysur frá Olsen Clothing. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Þrátt fyrir ungan aldur hefur Anton Bjarki Olsen rekið eigið fatamerki í tvö ár undir nafninu Olsen Clothing. Anton, sem er 18 ára gamall, býr í Efra-Breiðholti og á meðan hann er ekki að hanna og sauma eigin föt spilar hann tölvuleiki, fiktar við að semja eigin tónlist auk þess sem hann safnar skóm. „Ég hanna föt í „streetwear“ stíl og þá flíkur sem skera sig úr þegar þær sjást á götum úti. Í fyrstu hugsaði ég rosalega mikið út í hvað öllum öðrum fannst um fötin mín og hannaði út frá því. Í dag hanna ég það sem mér finnst flott og föt sem ég myndi sjálfur ganga í. Það er svo bara annarra að dæma hvort fötin mín henti þeim eða ekki.“ Anton Bjarki segist sækja mikinn innblástur til rappara. „Mér finnst áhugavert að skoða hvernig þeir klæða sig og fæ hugmyndir frá þeim. Einnig rekst ég af og til á einhvers konar mynstur eða sé eitthvað öðruvísi sem gefur mér oft hugmynd að flík og svo hanna ég út frá þeirri hugmynd.“ Um þessar mundir vinnur Anton Bjarki að því að senda glænýjar vörur frá sér en þær má skoða og kaupa á Facebook (Olsen Clothing) og Instagram (olsenclo). „Svo er ég að byrja á nýju verkefni með félaga mínum Jóni Gunnari Zoëga sem rekur líka eigið fatamerki. Við erum ekki enn búnir að ákveða hvort þetta verði heil fatalína eða ein stök flík en það verður allavega spenn- andi og áhugavert samstarf.“ Tískuáhuginn byrjaði snemma hjá honum eða um 13-14 ára aldurinn. „Þá byrjaði ég að hugsa rosalega mikið út í það hvernig ég klæddi mig og þess háttar. Reyndar vil ég meina að ég hafi alls ekki klætt mig fallega á þessu tímabili þar sem ég var að prufa mig áfram og læra að klæða mig.“ Hvernig myndir þú lýsa fatastíln- um þínum? Ég myndi lýsa honum sem öðruvísi. Yfirleitt geng ég í fötum sem vekja athygli og blanda fötum saman á annan hátt heldur en yfirleitt sést. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Ég nota aðallega Insta- gram og Google til að fylgjast með tísku. Svo fylgist ég alltaf með þegar uppáhaldshönnuðirnir mínir gefa eitthvað nýtt út á síðunni sinni. Áttu þér uppáhaldsverslanir hér heima og erlendis? Ég versla rosa- lega lítið á Íslandi en mér finnst mikið af flottum fötum í boði í Spúútnik og Húrra Reykjavík. Ég á eiginlega ekki uppáhaldsverslanir erlendis þar sem ég versla aðallega út frá því hvernig fötin líta út, frekar en úr hvaða verslun þau eru. Áttu þér uppáhaldsflík? Það koma rosalega margar flíkur upp í hugann. Ef ég þyrfti að velja eina myndi ég líklega velja fyrstu flíkina sem ég saumaði sem var steingrá peysa. Getur þú nefnt dæmi um bestu fatakaup þín og um leið þau verstu? Bestu voru líklega skórnir frá fata- hönnuðinum Maison Martin Mar- giela sem ég nota bara við sérstök tækifæri og held virkilega upp á. Ég man hreinlega ekki eftir að hafa gert fatakaup sem ég hef séð eftir. Notar þú fylgihluti? Ég nota ýmiss konar fylgihluti sem ég skipti reglulega út, t.d. skartgripi, belti og húfur. Einn fylgihlut tek ég varla af mér en það er hringur sem er með Olsenmerkinu. Sækir innblástur í rappið Hinn 18 ára gamli Anton Bjarki Olsen úr Efra-Breiðholti hefur rekið eigið fatamerki í tvö ár undir nafninu Olsen Clothing. Hann vill að hönnun sín skeri sig úr þegar hún sést á götum úti. Svört og hvít Smokey Olsen „crewneck“ peysa og Victor Cruz Rush Blue skór. MYND/ANTON BRINK Hér klæðist Anton Bjarki Olsen tveimur flíkum sem hann hannaði sjálfur, kakíbrúnni Olsen „crewneck“ peysu og líka hvítum og gráum Olsen joggingbuxum. Hvítu skórnir eru frá Maison Margiela. MYND/ANTON BRINK Peysan er svört Chapter One Olsen hettupeysa. Skórnir eru Jordan 4 Thunder 2012. MYND/ANTON BRINK Húðvörur án ilmefna sem húðlæknar mæla með afsláttur 20% Lægra verð í Lyfju Ráðgjafi í Lyfju Smáratorgi fimmtudaginn 5. október kl. 14-16 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.