Fréttablaðið - 05.10.2017, Side 34

Fréttablaðið - 05.10.2017, Side 34
Fatahönnuðurinn Mitsuru Nishizaki er fæddur 1978 í héraðinu Fukui í Japan, sem þekkt er fyrir textíliðnað. Héraðið var gjarnan kallað „Rayon konung- dæmið“ og þekkt tískuhús eins og Chanel og Balenciaga sóttu þangað efni. Mitsuru fékk því snemma áhuga á tísku og lærði fatahönnun í Mode Gakuen í Tókýó. Til- viljun réði því að Mitsuru komst í kynni við japanska hönnuðinn Yohji Yamamoto. Mitsuru var á leið í bakpokaferðalag um heiminn og búinn að pakka niður þegar vinur hans kynnti þá tvo. Yamamoto var í leit að hönnuði í hlutastarf og réð hann strax í vinnu. Í sjö ár hannaði Mitsuru öll munstur og lagði línur fyrir Yamamoto. Árið 2009 setti hann á fót sitt eigið merki, Ujoh, og hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir töff hönnun úr gæðaefnum. Hann sýndi nýjustu línu sína á tískupöllunum í Mílanó fyrr í vikunni. Ujoh á tískupöllum Mílanó Japanski fatahönnuður- inn Mitsuru Nishizaki sýndi nýjustu línu, Ujoh, á tískuvikunni í Mílanó á dögunum. Hann þykir hafa afslappaðan stíl. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Siffonblússa Kr. 5.990.- Str. S-2XL 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.