Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 10
BANDARÍKIN Maðurinn sem myrti 26
í baptistakirkju í Sutherland Springs
í Texas, Bandaríkjunum, í gær var
26 ára hvítur karlmaður. Maðurinn,
Devin Patrick Kelley, hafði þjónað í
flugher Bandaríkjanna en var rekinn
úr hernum árið 2014 eftir að upp
komst um að hann hefði ráðist á barn
sitt og konu. Tilefni árásarinnar er
enn óljóst en maðurinn fannst látinn
í bíl sínum skammt frá kirkjunni.
Kelley gekk inn í kirkjuna um
hádegi að staðartíma á sunnudag og
hóf skothríð. Hann var svartklæddur
og í skotheldu vesti, vopnaður sjálf-
virkum riffli. Um 400 manns búa í
Sutherland Spring og eru þeir 26 sem
Kelley myrti því drjúgur hluti bæjar-
búa. Því næst flúði hann vettvang á bíl
sínum en tveir karlmenn eltu hann.
„Árásarmaðurinn flúði á bíl sínum.
Maður kom upp að mér og sagði mér
að við yrðum að elta hann,“ sagði
Johnnie Langendorff, annar mann-
anna, við staðarmiðilinn KSAT í gær.
Langendorff var staddur í bíl sínum
á gatnamótunum þar sem kirkjan
stendur og maðurinn sem um ræðir
kom upp að bíl hans með byssu sína.
„Hann útskýrði snögglega hvað gerð-
ist, steig upp í bílinn og ég vissi að við
þyrftum að keyra af stað.“
Því næst sagði Langendorff að þeir
hefðu ekið á um 150 kílómetra hraða
á eftir Kelley þar til árásarmaðurinn
missti stjórn á bíl sínum og bíllinn
stöðvaðist. Kelley lést eftir að hafa
orðið fyrir skoti en samkvæmt lög-
reglu er óljóst hvort hann svipti sig lífi
eða hvort annar mannanna tveggja
hafi skotið hann til bana. Nokkur
skotvopn fundust í bílnum.
„Við leiddum lögregluna að
honum. Allir aðrir voru á leiðinni í
kirkjuna,“ sagði Langendorff en tví-
menningarnir hafa verið lofaðir í
bak og fyrir vestanhafs. Ekki hefur þó
verið greint frá því hver hinn maður-
inn er. Á Facebook-síðu Langendorff
hefur fjöldi fólks lýst yfir aðdáun sinni
á honum og þakkað honum fyrir.
„Guð blessi þig, bandaríska hetja,“
segir í einum skilaboðunum. „Kærar
þakkir Johnnie frá Phoenix, Arizona.
Þú hjálpaðir til við að bjarga fjölda
mannslífa,“ segir í öðrum.
Viðbrögðin við árásinni hafa verið
misjöfn, eins og tíðkast þegar skot-
árásir sem þessi eru gerðar í Banda-
ríkjunum. Donald Trump Banda-
ríkjaforseti sagði til að mynda að
byssur væru ekki vandamálið. „Það
eru mikil geðheilbrigðisvandamál í
landinu okkar, þetta er ekki byssu-
tengt,“ sagði forsetinn.
Chris Murphy, öldungadeildar-
þingmaður Demókrata, var ekki á
sama máli. „Áður en kollegar mínir
fara að sofa í kvöld þurfa þeir að
hugsa um hvort stuðningur þeirra
við byssuiðnaðinn sé virði þess blóð-
flæðis sem streymir um gólf banda-
rískra kirkna, grunnskóla og kvik-
myndahúsa,“ sagði þingmaðurinn.
Árásin markar annan mánuðinn í
röð þar sem tugir deyja í einni skot-
árás. 58 voru myrtir í skotárás í Las
Vegas í byrjun október.
thorgnyr@frettabladid.is
Hafði áður ráðist á konu sína og barn
Alls fórust 26 í skotárás í Texas. Morðinginn hafði þjónað í flughernum en verið rekinn fyrir líkamsárásir. Tveir menn eltu hann uppi
og eru hylltir sem hetjur. Stjórnmálamenn deila enn um breytingar á byssulöggjöf en Bandaríkjaforseti segir byssur ekki vandamálið.
Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, huggar bæjarbúa á kertavöku þar sem fórnarlambanna var minnst. NORDICPHOTOS/AFP
Devin
Patrick
Kelley.
TILBOÐ
30
Raf / Bensín
Ekinn þús. km.
Myndir á vef
Dísil
Fjórhjóladrif
Metan & bensín
Sjálfskiptur
Beinskiptur
Rafmagnsbíll
Kletthálsi 13 · hnb.is · 590 5040
Ford Fiesta Trend
1.0
1.590.0002015
24
Jeep Renegade Limited
3.990.0002016
16
3.590.000 TILBOÐ
VW UP TakeUP!
1.0
1.150.0002014
57
980.000 TILBOÐ
Skoda Octavia
Ambition 1.6 TDI MT
2.890.0002015
36
2.590.000 TILBOÐ
VW Polo Trendline
1.0 MT
2.140.0002016
9
1.950.000 TILBOÐ
VW Passat Variant
Comfortline 2.0 TDI
2.990.0002014
82
2.640.000 TILBOÐ
Mini One
1.990.0002013
37
1.690.000 TILBOÐ
Chevrolet Captiva
2.2 7manna leður og lúga
2.790.0002012
104
2.380.000 TILBOÐ
1.390.000 TILBOÐ
Fiat 500
Lounge AT
2.440.0002017
2
2.140.000 TILBOÐ
Fleiri tilboðsbílar og myndir
á netinu: hnb.is
Tilboðsbílar
í tugavís.
7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð