Fréttablaðið - 07.11.2017, Page 18

Fréttablaðið - 07.11.2017, Page 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 UMI HOTEL | 861 Hvolsvelli | +354 518 4001 | info@umihotel.is | umihotel.is | - - - Tripadvisor UMI HOTEL Pantanir sendist á info@umihotel.is eða í síma 518 4001 UMI HÓTEL er nýtt og stórglæsilegt hótel við rætur Eyjafjallajökuls. Frá hótelinu er tilvalið að skoða margar af náttúruperlum suðurlands og eiga svo góða kvöldstund á UMI HÓTEL. JÓLAMATSEÐILL Frá 10. nóvember bjóðum við upp á ljúffengan fimm rétta jólamatseðil. 9.800 kr. á mann JÓLADVÖL Á UMI Fimm rétta jólamatseðill fyrir tvo með gistingu í tveggja manna herbergi og morgunverðahlaðborði. 39.600 kr. svefn, fékk lítinn sem engan bjúg og upplifði engar meltingartruflanir, eins og algengt er á meðgöngu.“ Halla byrjaði svo aftur að æfa sex vikum eftir fæðingu en fram að því var hún dugleg að fara í göngutúra. Aðspurð segist hún þó ekki komin í fyrra form, enda ekki langt um liðið. „Ég viðhélt styrk á meðgöngunni en þolið fékk að víkja fyrir stækkandi bumbu og ég er enn að vinna í því. Mér finnst hins vegar mikilvægt að minna sig á að það tók tíma að búa barnið til í bumbunni og því ekki óeðlilegt að það taki tíma að koma sér í fyrra form.“ En er óhætt fyrir konur að stunda kröftuga hreyfingu á meðgöngu? „Við erum eins misjafnar og við erum margar og hver og ein verður að finna hreyfingu við sitt hæfi. Þumalputtareglan er sú að hafi kona stundað kröftuga hreyfingu fyrir meðgöngu er ekkert því til fyrirstöðu að halda því áfram. Hafi hreyfing hins vegar verið af skornum skammti er betra að fara hægt af stað og viðhalda því út með- gönguna.“ Í einhverjum tilfellum segir Halla ekki æskilegt að stunda mikla hreyfingu og á það meðal annars við þegar um undirliggjandi sjúkdóma eða aðra áhættuþætti er að ræða. „Í slíkum tilfellum ætti hreyfing að vera skipulögð í sam- ráði við ljósmóður.“ En hvernig hreyfingu er mælt með ef allt er með felldu? „Hvers kyns hreyfing er af hinu góða og ættu flestar konur að geta haldið áfram þeirri hreyfingu sem þær eru vanar að stunda eitthvað inn í með- gönguna.“ Aðspurð segir Halla ekki heldur þörf á að forðast hreyfingu í upphafi eða lok meðgöngu ef allt er með felldu. „Ef kona er komin með mikla samdrætti eða fyrirvaraverki þarf hún hins vegar að slaka á og skipta frekar yfir í mjúkt meðgöngu- jóga svo dæmi séu nefnd. Halla tekur þó fram að vissulega sé hreyfingu á meðgöngu einhver takmörk sett og mælir til dæmis ekki með hreyfingu sem krefst mikilla átaka, snertinga og hraða.“ Að sögn Höllu er oft miðað við að konur geti byrjað að æfa um sex vikum eftir fæðingu en að hver og ein þurfi að ákveða það fyrir sig. „Það verða miklar breytingar á líkamanum á meðgöngu og í fæðing- unni og mikilvægt að gefa honum tíma til að jafna sig. Það er því engin þörf á því að keyra sig í gang sem allra fyrst. Þá þarf að ganga úr skugga um það hvort kviðurinn sé genginn saman og er það gert með sérstakri æfingu. Ef svo er ekki þarf að fara varlega og bíða með kviðæfingar.“ Halla segir margar konur sem vilja æfa á meðgöngu og eftir fæðingu þiggja leiðsögn. Freyjuaflið í Mjölni er annars vegar fyrir verðandi og hins vegar nýbakaðar mæður. Með- gönguhópurinn er hugsaður fyrir konur sem vilja viðhalda styrk eða styrkja sig á meðgöngunni, ásamt því að byggja upp andlegt og líkam- legt jafnvægi fyrir fæðingu. Á nám- skeiðinu fyrir nýbakaðar mæður er áhersla lögð á að styrkja kvið, bak og grindarbotn ásamt því að bæta styrk og þol. Framhald af forsíðu ➛ Hera Jóhannesdóttir læknir hefur æft í Mjölni frá 2012. Í Freyjuafli stundar hún sams konar æfingar og áður þó að tillit sé tekið til óléttunnar. Halla í æfingaprógrammi með barnið. MYND/EYÞÓR 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.