Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 19
á hinu frjálsa námi og þroskaþjálfun dönsku lýðháskólanna, en
jafnframt nokkur gagnrýni á hvörf frá þeirri stefnu. Hrifning
Jónasar á kalli því, sem Poul la Cour hlýddi í stað þess að tryggja
sér embættisframa, leynir sér ekki. Hann segir m.a. „Trúna á
guð og lotninguna fyrir náttúrunni vildi hann gefa alþýðunni.
Og hann settist að hjá bændunum og bjó hjá þeim í 30 ár og
sagði þeim alltaf sömu söguna í þúsund myndum, ekki ævinlega
mælskur en alltaf með anda og yl sem gerði orð hans ógleyman-
leg hverjum þeim, sem heyrði orð hans einu sinni“.
í Jakob Appel hefur Jónas einnig séð kennarafyrirmynd, sem
hann lýsir svo: „Appel er fram úr skarandi góður kennari, hvort
sem heldur er í náttúrufræði eða tungumálum, sögu eða stærð-
fræði. Hann hefur engan formála og snýst ekki um aukaatriði, en
tekur undireins á kjarna málsins og dregur aðaldrættina skarpt
og skýrt. En verði lærisveinunum efnið samt ekki ljóst, þá sér
Appel það þegar og veit um leið á hverju þeir hafa strandað,
grípur fram fyrir og kemur með örstutta en svo gagnhugsaða
skýringu að allir hljóta að skilja hana og það, sem byggt er ofan
á“.
En Jónas taldi sér ekki fullkosta að dveljast í Askov allan þann
tíma, sem hann hafði til umráða erlendis, og hélt því í kennara-
háskólann í Kaupmannahöfn. Þar naut hann þess frjálsræðis að
ráða námsferð sinni en hljóta um leið tilsögn hinna stórbrotn-
ustu fræðara, sem voru í senn miklir vísindamenn og þjóðlegir
vakningarmenn. Sérstaklega má nefna tvo, Moltesen heimspek-
ing og Munch hinn fræga sagnfræðing. Jónas mun hafa tileinkað
sér margt úr trúarviðhorfí Moltesens, eða fundið þar sínu eigin
viðhorfí meiri dýpt og fyllingu við þá snertingu. Þó munu áhrif
Munchs á Jónas hafa verið ríkari, og er vafasamt, að annar maður
hafi verið meiri kennari Jónasar um mannkynssöguskilning og
sagnritunarstíl. Munch var sem kunnugt er afburða sagnfræðingur,
og kennslu- og fræðibækur hans ríkjandi í skólum Norðurlanda
langa hríð.
Þennan vetur í Kaupmannahöfn opnast Jónasi einnig heimur
listanna, einkum myndlistar, en sá skáldskapur var honum
óblandið unaðarefni alla ævi, og svo mikill aðdáandi Thorvald-
sens verður hann, að hann telur safn hans „frægast allra hluta,
sem Danir eiga“. Þennan vetur kynntist Jónas náið gáfuðum
Svarfdælingi í Höfn, Guðjóni Baldvinssyni, og átti hann síðar
verulegan þátt í því með drengilegri tilstuðlan að móta náms- og
starfsferil Jónasar.
15