Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 40
Guðniundur Sveinsson, skólastjóri, f. 28. 4. 1921
í Reykjavík og átti þar heima til 24 ára aldurs.
For.: Sveinn Óskar Guðmundsson, múrara-
meistari og Þórfríður Jónsdóttir. Maki: 15. 4.
1944 Guðlaug Einarsdóttir. Börn: Guðbjörg f.
22. 5. 1943, Þórfríður f. 28. 9. 1944 og Guðlaug
f. 22. 5. 1952. Námsferill: Stúdent frá M.R.
1941, guðfræðipróf frá H. í. 1945, framhalds-
nám í semitískum málum og Gamla testamentis-
fræðum í Kaupmannahöfn og Lundi 1948—‘51,
lauk þá prófi við háskólann í Lundi, hluta fíl.
cand. prófs með einkuninni „berömlig“ (3 stig).
Enn við nám í Kaupmannah. veturinn 1953—‘54,
vann þá að ritgerð um köllun spámanna og vígslu
konunga í ísrael. Námsferð til Norðurlanda,
Þýzkalands og Bretlands sumarið 1955 til að
kynnast starfsemi skólastofnana samvinnuhreyf-
ingarinnar, sömuleiðis sumarið 1956 og þá einn-
ig til Sviss. Námsdvöl í Bretlandi veturinn 1959
-‘60, lagði stund á menningarsögu og guðfræði.
Námsferð til Bandaríkjanna sept. - nóv. 1963.
Námsdvöl í Skotlandi sumarið 1965. Helztu
störf: Stundakennari við Kennaraskóla Isl. 1943
-‘45 og aftur 1954. Sóknarprestur í Hvanneyr-
arprestakalli 1945—‘56. Stundakennari við
Bændaskólann á Hvanneyri 1945-‘48. Settur
dósent við Guðfræðideild Háskóla íslands tví-
vegis, vormisserið 1952, og aftur vormisserið
1954. Skólastjóri Samvinnuskólans frá 1955, rit-
stjóri Samvinnunnar 1959—‘63, skólastjóri Bréfa-
skóla SÍS frá 1959 (frá 1965 Bréfaskóli SÍS og
ASÍ). Forstöðumaður Bifröst-Fræðsludeild frá
1960. Rit: í sambandi við kennsluna á Hvann-
eyri samin drög að almennri listasögu (kenndi
fagurfræði). í sambandi við kennsluna í H. í.
samið skýringarrit yfir sérefni Lúkasarguð-
spjalls (óprentað handr.), sömuleiðis í megin-
atriðum lokið við fræðirit um köllun spámanna
og vígslur konunga í ísrael (ópr. handrit). rit
um menningars. samvinnus. og dönsku, sum-
part í samvinnu við aðra (gefið út fjölritað).
36