Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 24
kjörum í þúsund ár, fornri frægð, niðurlægingu hennar og alda-
svefni undir erlendri áþján, frelsisbaráttu Jóns Sigurðssonar og
Fjölnismanna, ættjarðarljóðum skáldanna, stofnun ungmenna-
félaganna, sem höfðu að kjörorði: íslandi allt.
Þegar hann lýsti þessu öllu með frásagnarsnilld sinni, fengum
við eldlegan áhuga fyrir frelsi lands og þjóðar, við vorum orðin
þátttakendur í draumi vormanna íslands um bætt lífskjör, stjórn-
frelsi og fjárhagslegt sjálfstæði landsins“.
Jónas gegndi æfingakennarastörfum við Kennaraskólann til
1917, en einn vetur varð þó lítið úr kennslu, þar sem skólanum
var lokað um tíma vegna skorts á eldiviði til kyndingar á stríðs-
árunum. Þann vetrarpart dvaldist Jónas heima í Þingeyjarþingi.
Vöntun hæfra kennslubóka við barnanám mun þegar hafa leitt
huga Jónasar að því að semja slíkar bækur, en þó liðu nokkur ár
þangað til þær komu út. í formála fyrir fyrsta hefti dýrafræði
„handa börnum“ gerir hann nokkra grein fyrir viðhorfum sínum.
Þar bendir hann á, að fræðsla um „lifnaðarhætti og daglegar venj-
ur dýranna“ sé sá þáttur þessarar námsgreinar, sem sé við hæfi
barna, en kennsla um æðri náttúrufræði, skapnað dýra, skyld-
leika og kynkvíslir, sé þeim of erfíð og ekki fallin til þess að vekja
nægilegan áhuga á efninu á því aldursskeiði. Um þetta segir hann:
„Með þessu kveri og öðrum af sama tagi, sem síðar kunna að
birtast, á að gera tilraun með að byrja á byrjuninni, þ. e. að rita
bók um dýrafræði, sem hæfi barnsaldrinum . . . Af hinni fyrstu
kennslu verður ekki heimtað meira en það að vekja löngun barna
til þess að vita meira um líf og eðli dýranna. Til þess að það heppn-
ist, verður meðferð efnisins að vera við barna hæfi, svo að þeim
þyki gaman að hinu fyrsta námi og vilji bæta við síðar meir . . .
Hingað til hefur það verið trú margra skólakennara, að náms-
bækur allar ættu að vera mjög stuttar, upptalning á nöfnum, ár-
tölum, borgum o. s. frv. Kennslubækurnar ættu að vera beina-
grind. Starf kennarans ætti að vera það að klæða þessar beina-
grindur holdi og blóði. Nú er þó svo komið, að allir kennslufræð-
ingar vita, að slíkar bækur eru mjög í ósamræmi við eðli og þroska-
stig barna. Börn vilja þvert á móti fá skýrar, stórar myndir og
sterka liti. Annað hvort á að kenna börnum mikið um hvert ein-
stakt atriði, eða kenna þeim alls ekki neitt um það . . .
Ef litið er á kringumstæður hér á landi, getur varla orðið skoð-
anamunur um það, að námsbækur barna verði að vera efnismiklar,
bæði vegna þeirra, sem ekki eiga kost á skólagöngu, og líka vegna
hinna, sem sækja skóla undir erfíðum kringumstæðum. . . .
20