Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 184
yfirleitt. Sagði að áfenginu yrði ekki útrýmt í bráð og var
samþykkur skoðun Einars um léttu vínin.
Jón Bjarnason tók til máls. Sagði hann Skúla hafa sagt,
að ekki væri hægt að vera bindindismaður, en Jón kvaðst
álíta að meiri hluti þjóðarinnar væru bindindismenn. Hann
sagðist þekkja blöndun áfengis af eigin raun. Sagði áhrif
þau, er vínið veitti væru ekki til neins gagns. Minntist hann
á prófessor úti í Svíþjóð er hefði útskýrt áhrif þau, er á-
fengið hefði á heilann. Þessi prófessor hefði samið mjög
merka bók í heilsufræði. Jón skýrði síðan áhrif þessi fyrir
fundarmönnum.
Næstur tók til máls Sæmundur Jónsson. Hann sagði,
að aldrei hefði verið meiri þörf á að ræða þessi mál, en ein-
mitt nú. Vildi hann að reynt yrði að komast að einhverri
niðurstöðu um þessi mál og var þeirrar skoðunar að ung-
lingar gætu lært að drekka þannig, að geta þegið eitt staup,
en neitað öðru.
Matthías Pétursson sagðist ekki hafa neina skoðun í
þessu máli. Sagði hann rök Árna minna á það, er læknir
nokkur fékk bréf frá manni er kvartaði undan því, að hann
væri orðinn lúsalaus. Honum fannst það dálítið óhlið-
stætt, að ríkissjóður fengi 1/3 af tekjum sínum fyrir áfengis-
sölu, en kostaði jafnframt bindindishreyfinguna í landinu.
Sagðist einnig vita, að útlendingar, margir hverjir kynnu
ekki að drekka. Sagði hann að annað hvort væri að drekka
eða drekka ekki. Sagði hófdrykkjumennina vera til mikillar
bölvunar. Sagði algert bindindi vera það eina, er dygði.
Einar svaraði spurningu þeirri er Jón Bj. hefði beint til
hans. Sagði hann að þjófnaður varðaði við lög, en áfengis-
drykkja ekki. Sagði bann hafa verið reynt og gefist illa,
en einstakir menn grætt offjár á óleyfilegri sprúttsölu.
Skúli tók til máls. Hæddist hann að sumarhóteli templara.
Það væri aðeins gert fyrir einstaka meiriháttar menn. Hann
mælti á móti léttu vínunum eingöngu og minntist á, er
barist var fyrir afnámi bannlaganna, að fyrst hefði verið
beðið um létt vín. Hann sagðist vera á móti algeru banni
því að ekki væri hægt að gera alla að bindindismönnum
fyrir því.
180