Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 22
Þennan vetur Jónasar í Oxford sótti Jón Þórarinsson, fræðslu-
málastjóri, um þingstyrk handa Jónasi í því skyni að hann kynnti
sér leiðbeiningar kennaraefna við æfingakennslu og réðist síðan
heim kominn að Kennaraskólanum. Hugði Jónas gott til þess
starfs og taldi sig kominn á rétta hillu. Hann segir í bréfi: „Fyrir
mig persónulega er þetta nærri því það bezta, sem ég hefði getað
óskað, að því er snertir tækifæri til þess að láta mér fara fram, til
að afla mér trausts og til að hafa áhrif‘.
Um þetta segir Jónas Kristjánsson í fyrrnefndu „Æviágripi“:
„Það er merkilegt ævintýri, að þessir tveir forsjármenn íslenzkra
kennslumála (Jón Þórarinsson og Magnús Helgason) skyldu taka
þennan ókunna og óreynda skólapilt upp á sinn eigin eyk og styðja
hann til náms og embættis. Þarna kom og fleira til greina... Vinur
hans frá Kaupmannahöfn, Guðjón Baldvinsson, tók það upp hjá
sjálfum sér að ganga á fund þeirra skólaforkólfanna og flytja mál
Jónasar. Sýnir þetta vinfesti hans og hrifningu á Jónasi. ..“
Jónas hélt heim snemmsumars eftir vistina í Oxford, dvaldist
um sinn í heimahéraði og hóf starf sitt við Kennaraskólann um
haustið. Vafalítið hafa forsjármenn Kennaraskólans ætlazt til þess
og vænzt þess, að Jónas hleypti nýju lífi í æfmgakennsluna. Þótt
kennaralið skólans væri skipað öndvegismönnum, höfðu fáir
þeirra lagt stund á kennslufræði í nútímaskilningi, að minnsta
kosti ekki erlendis. Tilgangur þeirra með námsstuðningi við Jónas
var og beinlínis gerður í því skyni að fá nýjan straum í þessa mikil-
vægu menntastofnun, og þá fyrst og fremst til þess að hressa upp á
tímabæra leiðsögn í kennsluaðferðum. Kennaraval það, sem fyrir
var við Kennaraskólann, má raunar teljast einstakt. Þar var af-
bragðsmaður í hverju rúmi. Skólastjóri var séra Magnús Helgason
frá Birtingaholti, einhver hugþekkasti lærifaðir, sem íslendingar
hafa átt fyrr og síðar og sterkur siðbótarmaður. Björn Björnsson
frá Viðfirði kenndi þá íslenzku þar, ungur og nýmenntaður, og
Ólafur Daníelsson stærðfræðina. Þar voru einnig að starfi menn
eins og Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, Sigfús Einarsson,
tónskáld, Þórarinn B. Þorláksson listmálari og Björn Jakobsson,
íþróttafrömuður.
í þennan hóp kom Jónas Jónsson til starfa víðlesinn og með
allmikil skyndikynni af erlendum skólum og kennsluháttum en
litla starfsreynslu eða hagnýt hjálpargögn. Skólahugsjónir hans
voru þó þegar mjög mótaðar, og kjarna þeirra sótti hann í sígilda
sögureynslu þjóðarinnar. Sjálfsnám kvöldvökunnar, náin tengsl
við náttúruna og um fram allt göfgi mikillar skapandi vinnu og
18