Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 176
og kaupstaða, því með því að búa við sem breytilegust
kjör, myndi hver einstaklingur ná mestum þroska. Taldi
hann íslendinga hafa haft mörg góð þroskaskilyrði, einkum
fyrr á öldum. En allt fyrir það, þótt ræðumaður teldi bæði
sveitum og kaupstöðum mikið til síns ágætis, þá ljet hann
það fyllilega í ljós, að þetta ágæti staðanna, væri á mjög
ólíkum rökum byggt, því ágæti kaupstaðanna væri ein-
göngu það, sem mennirnir hefðu sjálfir byggt, svo sem
háreyst hús með hinum ginnandi útstillingum kaupmanna,
bílar með hinum fögru köllunarhljómum sínum o.fl. þess-
háttar. Atvinnutæki hefðu bæirnir fullkomnari og gætu þar
af leiðandi oft gefíð mönnum betri skilyrði til atvinnuarðs.
En það sem sveitirnar hefðu að bjóða væri varanlegra,
meira þroskandi fyrir mannssálina sökum þess, að þar
væri náttúran meira með í verki, enda hefðu sveitirnar
verið og myndu verða mesti og besti bakhjarlur íslenskrar
menningar. Um málið urðu nokkrar umræður og voru
ræðumenn sammála framsögumanni að mestu eða öllu
leyti, að undanteknum tveimur, þeim Guðm. frá Borgar-
nesi og Sig. Scheving.
Sigurjón Hallvarðsson bar saman uppeldishætti sveitar-
barns og kaupstaðarbarns, og taldi upp það helsta, sem
þau hvort í sínu lagi, hefðu daglega sér fyrir augum og
þau viðfangsefni, sem sveitabarnið hefði, blómin og hin
grænu grös jarðarinnar, fjöllin hin tignarlegu með öllum
sínum gjám og hellum. Vötnin hin silfurskæru og speglandi,
niðandi ár og steypandi fossa. Loptið hið hreina og heil-
næma. Alt þetta mótaði og þroskaði sveitabarnið til heil-
brigðs lífs og skoðana.
En í þess stað hefði kaupstaðabarnið lítið annað en
glingur búðarglugganna, öskur bílanna og göturykið. En
alt fyrir það hefði gróðabrall kaupstaðanna oft slegið sig
gylltum málmi, sem vanalega hefði reynst fals eitt, en með
því samt lokkað til sín aðalstarfskrafta sveitanna, unga
fólkið, og gætu því með rjettu talist blóðsugur sveitanna á
því sviði, enda hefði nú um nokkurt ára skeið, steinkofum
bæjanna fjölgað, en hinum grænu blettum í sveitunum
fækkað. Baldvin Kristjánsson taldi sveitum og kaup-
172