Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 79
Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1950- 58. vara bæjarfulltrúi
1946-‘50. í síldarútvegsnefnd nærri áratug. Skipaður for-
maður Fasteignamatsnefndar Hafnarfjarðar 1963 til loka
matsins í jan. 1971. Félagsmál: Formaður Byggingafélags
Alþýðu í Hafnarfirði frá stofnun 1934-‘49. Formaður verka-
lýðsfélags á Þingeyri um skeið. Form. Sjómannafél. Hafnar-
íjarðar 1931—‘35. Form. Sambands ísl. Byggingarfélaga frá
stofnun 1947-‘60. í útgerðarráði Bæjarútg. Hafnarfjarðar
1958-62. Formaður Rafveitunefndar Hafnarfjarðar 1948-
‘62. í framkvæmdastjórn Hjartaverndar frá 1965 og síðan.
Sá um happdrætti sömu stofnunar frá 1968. Rit: Á Sævar-
slóðum og landleiðum. Fjöldi greina í Alþýðublaðinu,
einkum um atvinnu- og sjávarútvegsmál.
Pálmi Hannes Jónsson,
(frá Nautabúi), f. 10. 10. 1902 að
Nautabúi í Lýtingsstaðahr. í
Skagaf. dvaldist þar til 10 ára
aldurs en flutti þá með foreldr-
um sínum að Eyhildarholti í
sömu sveit. For.: Jón Pétursson
frá Valadal og kona hans Sól-
veig Eggertsdóttir, búendur í
Valadal, á Nautabúi og Ey-
hildarholti. Maki I 12. 11. 1926,
Tómasína Kristín Árnadóttir frá
Gerðakoti á Miðnesi d. 10. 4. 1953. Maki II 6. 8. 1961,
Ágústa Ragnheiður Júlíusdóttir frá Eyrarbakka. Börn:
Sonur fyrir hjónaband, Pétur f. 24. 9. 1922, viðskiptafræð-
ingur og bóndi í Norður-Gröf á Kjalarnesi. Móðir hans
Þórunn Einarsdóttir frá Eyrarbakka. Elín f. 31. 1. 1927
cand. phil. blaðamaður, Sólveig, f. 25. 2. 1929, stúdent,
frú í Reykjavík. Árni Jón f. 4. 4. 1931, stúdent og Kennara-
skólagenginn, kennari í Reykjavík og Helga f. 4. 7. 1936
stúdent, gift í Reykjavík. Brautskr. úr SVS 1920. í Verzl-
unarskóla íslands veturinn 1920—‘21. Helstu störf. Bókari
hjá Kveldúlfi h.f. í Reykjavík frá 10. 5. 1921, yfirbókari og
skrifstofustj. frá 1932—‘71. Bróðir, Jón, sat SVS 1918-T9.
75