Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 64
Jón Guðmundsson,
f. 13. 1. 1895, að Kvíslhöfða,
Álftaneshr. í Mýr. For.: Guð-
finna Jónsdóttir og Guðmundur
Guðmundsson, bóndi. Maki: 23.
8. 1925, Ragnheiður H. Ólafs-
dóttir, frá Lækjarkoti í Reykja-
vík, ólu upp eitt fósturbarn.
Stundaði nám í Hvanneyrar-
skólanum 1912-14. Sat í SVS
1918-1919. Störf síðan: Bók-
haldari fyrst hjá Kf. Skagfirð-
inga (2 ár) og hjá Kf. Borgfirðinga í Borgarnesi. Rak um
skeið útgerð vöru- og fólksbifreiða. Stundaði svo húsa-
smíðar og vann að þeim meðan vinnuþrek entist. Hefur
verið búsettur í Borgarnesi í 50 ár. Hefur setið í hreppsnefnd
Borgarnesshrepps, tvö kjörtímabil, verið byggingarfulltrúi
og formaður rafveitunefndar í nokkur ár og í sóknarnefnd í
nær 30 ár, formaður Slysavarnardeildarinnar í Borgarnesi
svipaðan tíma. Var um tíma formaður Ungmennasam-
Jón Sigurður Helgason,
f. 20. 2. 1903, Stokkseyri, Árn.
For.: Helgi Jónsson og Guðrún
Torfadóttir. Maki: 1934, Hanna
A. I. Helgason. Börn: Torfi, f.
1935, Helgi Vilhelm, f. 1936,
Hallgrímur Gunnar, f. 1940 og
Sigurveig, f. 1943. Var í SVS
1918-T9. Störf síðan: Verzlun-
ar- og skrifstofustörf hjá Friðrik
Magnússon&Co. 1924—‘27, Alli-
ance frá 1927—‘30, Sturlaugur
Jónsson & Co. 1930-‘45, Stofnsetti umboðs- og heild-
verzlunina J. S. Helgason s.f. 1946, og hefur rekið hana
síðan.
60