Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 32
kennsla í félagslífi og samvinnu". í þessari grein mótar Jónas
héraðsskólahugmyndina miklu nánar en áður og telur, að aðal-
námsgreinar þar eigi að vera „móðurmálið, enska, einfaldur
reikningur, náttúrufræði, sálarfræði, félagsfræði, auðfræði, íþrótt-
ir og margvísleg félagsleg vinna“. Um náms- og kennsluhættina
segir hann: „Hér þarf að kenna með vinnu og rannsókn. Kenn-
arinn er hjálparmaður. Hann brýtur kjarna umræðuefnis til mergj-
ar, en vísar síðan lærisveinum á heimildir í bókasafni skólans. Úr
því vinnur námsmaður fróðleik og gerir síðan ritgerð um efnið,
en kennari leiðréttir. Svo má meira en að skaðlausu fækka kennslu-
stundum um helming. Bókasafnsvinna kemur í staðinn".
Jónas bendir sí og æ á þá brýnu nauðsyn að „innleiða vinnuna í
skólana“, og að þeir „myndi dálítið þjóðveldi". Hann taldi hik-
laust, að framtíð og gengi samvinnufélaganna í landinu væri undir
því komið, hvernig til tækist um hið félagslega uppeldi fólksins í
landinu. Honum þótti fráleitt, að Verzlunarskóli íslands gæti
menntað samvinnumenn. Til þess væri hann allt of háður kaup-
mannavaldi og gegnsýrður einstaklingshyggju.
Fyrsti vísir að samvinnuskóla var námskeið, sem þeir Hall-
grímur Kristinsson og Sigurður í Yztafelli efndu til á Akureyri
1916, en árið eftir fór Hallgrímur fram á það við Jónas, að hann
veitti forstöðu „nýjum samvinnuskóla". Þann vetur var sam-
vinnunámskeið haldið í Reykjavík, og notazt við íbúð þá, sem
Jónas hafði haft, þar sem hann dvaldist þá norður í Hriflu vegna
kennslufalls í Kennaraskólanum. Þetta var þriggja mánaða nám-
skeið, sem Guðbrandur Magnússon hafði umsjón með. Hinn
þriðja vetur fékk samvinnunámskeiðið inni í Iðnskólahúsinu.
Sumarið 1919 var aðalfundur SÍS haldinn í Kennaraskólanum
í Reykjavík, og þar var samþykkt einróma tillaga frá Hallgrími
um að fimmti hluti tekjuafgangs SÍS skyldi renna í menningarsjóð,
er stæði undir rekstri samvinnuskóla. Jónas sagði síðar um þetta
frumkvæði Hallgríms, að „aldrei fyrr hefði nokkur samvinnu-
leiðtogi i nokkru landi sýnt jafnmikinn stórhug í menningarmál-
um“.
Samvinnuskólinn hófst því sem tveggja vetra skóli haustið 1919
og fluttist í nýtt húsnæði á efstu hæð Sambandshússins að áliðn-
um þeim vetri. Jónas og Guðrún Stefánsdóttir kona hans fengu
einnig íbúð á sömu hæð og bjuggu þar í nánu sambýli við skólann
tvo áratugi.
Jónas mótaði skólann algerlega í samræmi við þær hugmyndir,
sem hann hafði áður sett fram með þessum orðum: „Starf skól-
28