Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 110
haldari og fleira við flutningafyrirtæki eiginmanns síns,
„Kristján og Jóhannes“, sem heldur uppi vöruflutningum
milli Sauðárkróks og Reykjavíkur.
Helgi Nikulás Vestmann
Einarsson,
f. 12. 6. 1915, að Gimli, Mani-
toba, Kanada, átti lengst af
heima á Gimli meðan hann
dvaldist vestanhafs, en kom til
íslands þ. 13. 6. 1930 og settist
þá að á Akranesi. For.: Einar
Guðmundur Bjarnas. Vestmann,
járnsmiður og Guðríður Niku-
lásdóttir. Maki: 15. 12. 1945,
Guðlaug Stefánsdóttir frá Skipa-
nesi, Leirársveit, Borgarfj.s. Börn: Guðríður Ólafía Vest-
mann, f. 26. 9. 1946, Alma Vestmann, f. 26. 3. 1949, stúlka,
dó óskírð og Stefán Vestmann f. 22. 3. 1957. Brautskr. úr
SVS 1940. Nám áður: Tvo vetur í Iðnskóla Akraness.
Störf áður: Verkamaður, og tvö og hálft ár skráður nemi
í Vélsmiðjunni Loga á Akranesi. Störf síðan: Túlkur,
flokksstjóri í birgðaskemmu brezka sjóhersins, verkamað-
ur, háseti á vélbáti eitt sumar og annar vélstj. á vélbáti
annað sumar, ríkislögregluþjónn síðan 27. 5. 1952 á Kefla-
víkurflugvelli.
Ólafur J. Einarsson,
f. 30. 8. 1920 á ísafirði. For.:
Helga M. Jónsdóttir og Einar
G. Eyjólfsson. Maki: 4. 4. 1942,
Guðrún R. Sigurðardóttir. Börn:
Sjöfn, f. 2. 6. 1942, Einar Sig-
urður, f. 6. 6. 1948. Brautskr úr
SVS 1940. Störf síðan: Af-
greiðslustörf hjá Kf. ísfirðinga
1938-‘42 að undanteknum vetr-
unum ‘38-‘40 er hann var í SVS.
1942-‘44 skrifstofumaður hjá
106