Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Side 9
FORMÁLI
Ekki verður annað sagt, en að hinni fyrstu árbók Nem-
endasambands Samvinnuskólans hafi verið vel tekið. Dreif-
ing hennar hefur gengið eftir vonum, og þeir, sem hafa út
á bókina að setja, hafa lítið sem ekki látið á sér kræla.
Þó er okkur það mætavel ljóst, að margt var ekki nógu
vel gert. Úr sumu því er bætt í þessari bók. Þar má nefna
útlit bókarinnar til dæmis, sem er nokkuð annað en á
hinni fyrri, þótt reynt hafi verið að hafa í stórum dráttum
sama heildarsvip. 1 annan stað er nafnaskrá í þessari bók,
sem vantaði tilfinnanlega í hina fyrri, og verður henni
haldið áfram í þeim bókum, sem eftir eru. Þá eru í þessari
bók meiri ættfræðilegar og tengslalegar upplýsingar en
var, og verður því einnig haldið áfram.
Samt sem áður er okkur, aðstandendum útgáfunnar, það
fullljóst nú, þegar bókin er fullsett, að á henni eru enn agn-
úar, sem þarf að fága betur. Vonandi tekst það í þeirri
þriðju. Máltækið segir, að allt sé, þá þrennt sé. En skylt er
að hafa það í huga, að bókin er unnin sem hliðarstarf allra
þeirra, sem að henni standa, og undirbúningur hefur tekið
meira en ár. Samt höfum við neytt allra okkar ráða til
þess að firra hana villum, sem breyti lífssögu þeirra, sem
hér er sagt frá og vonum, að það hafi tekist.
Frumöflun gagna í þessa bók annaðist Sigurður Þórðar-
son. Síðan tók Álfheiður Guðlaugsdóttir við því. Hún
gerði einnig handrit að persónuupplýsingum. Hún annaðist
með mér samanburð á frumriti og handriti, og síðar hand-
5